…elskurnar mínar og takk fyrir öll innlitin og fallegu orðin árið 2011.
Það er búið að vera skemmtilegt að fá að deila með ykkur hugmyndum, pælingum, innlitum og þess háttar undanfarna mánuði. Sérstakar þakkir til ykkar sem nennið að gefa ykkur tíma í að skilja eftir komment og hjálpa mér þannig að líða eins og ég sé ekki bara að spjalla við sjálfa mig 🙂
Búin að vera í yndislegu fríi á milli jóla og nýárs og njóta þess í botn að vera bara að dúllast með börnunum mínum. Hitta fjölskyldu og góða vini. Fara í 1árs afmæli, síðbúið en æðislegt!
Ég er með alls konar plön og pælingar fyrir 2012:
* Skipta stólum út við eyjuna í eldhúsinu?
* Breyta í svefnherberginu
* Breyta í þvottahúsi
* Gera millirými milli þvottahúss og bílskúrs að nýtanlegu plássi
* Færa börnin á milli herbergja og gera núverandi herbergi litla mannsins að skrifstofu og hobbyherbergi
* Breyta gluggatjöldum í stofunni.
* Klára að setja upp sturtuaðstöðuna inni á baði
Þetta er svona plönin í fljótu bragði. Hvað segið þið?
Einhverjar pælingar fyrir nýja árið?
Eitthvað sérstakt sem að þið viljið sjá meira af eða minna af hérna á blogginu?
*knúsar til ykkar allra, og enn og aftur hjartans þakkir!
Hæ hæ
Gleðilegt ár og takk fyrir allar skemmtilegu og hugmyndaríku færslurnar þínar á árinu 🙂 Hlakka til að fylgjast með nýju plönunum þínum 2012 !
Helstu plönin hjá mér er að hanna og gera fínan sumarbústaðinn okkar sem er í byggingu…ásamt einhverju smotteríi !
kv
Kristín
Takk, fyrir að halda úti þessu frábæra bloggi. Finnst það frábært eins og það er og treysti þér fullkomlega til að halda minni athygli áfram hvort sem þú breytir litlu eða miklu:)
kv. Hanna
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilega, ómissandi bloggið þitt. Hversu oft sem ég vildi ekki hafa bara brot af þínu hugmyndaflugi. Takk, takk, takk :-)Guðrún
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegt blogg og fullt af hugmyndum;) Annars er þarf ég einmitt að gera ýmislegt heima hjá mér. Ætla að skella mér í að mála og fínisera stelpuherbergið, svo þarf að fínisera í þvottahúsinu, mála hjónaherbergið og hol ásamt því að dúllast eitthvað við það;)
Kv.Hjördís
Gleðilegt ár sömuleiðis:)
það er alveg fastur punktur á netrúntinum mínum að kíkja á bloggið þitt! Ótrúlega hugmyndarík og dugleg að framkvæma 🙂 þarf að koma mér upp betra skipulagsgeni 😉
Annars er ég alveg með nokkrar hugmyndir í kollinum á nýju ári en kallinn minn fær alveg tremma þegar ég nefni þær 😉
Hlakka til að fylgjast með,
kveðja,
Halla
ég rambaði inn á þetta blogg í sumar að mig minnir og er það orðin fastur liður á netrúnti mínum og kíkja hér inn. Mér finnst þetta frábært framtak og þú ert mjög framtakssöm virðist vera 😉 kemur hugmyndum í verk! Takk fyrir að fá að fylgjast með og megi nýtt ár verða enn meiri uppspretta flottra hugmynda. Ég er með fullt að markmiðum fyrir nýtt ár í mínu húsi og er ég ekki frá því að ég nýti eh af því sem komið hefur fram á þessari síðu 😉
kv Ína Björk
takk fyrir besta bloggið norðan Alpafjalla 😉 ekki breyta neinu! ég hlakka allavega til á hverjum degi að kíkja hér inn.
kv G. sem er búin að nota fullt af flottu hugmyndunum þínum og það er oft sem frúin fer brunandi í Tiger, söstrene eða hvert sem er og kaupir eitthvað af því sem þú ert með.
Takk fyrir frábært blogg og hugmyndirnar hjá þér eru alveg frábærar og skemmtilegar, held áfram að fylgjast með hjá þér.
Kveðja
Inga
Allt sem hinar sögðu á undan mér!! Þú ert frábær!
HÆ mín kæra og takk fyrir hjálpina með herberjabreytingarnar hjá heimasætunni 🙂 Það er reyndar eitt sem brjálaða breytikonan inn í mér vill gera á nýju ári og ég held svei mér þá að ég þurfi hjálp frá annarri brjálæðri breytikonu :-). Breyta baðherberginu mínu með frekar litlum tilkostnaði. Er með hugmynd um það sem mig langar að gera en væri svo til í þitt input og hjálp 🙂 Ég sendi þér kannski tölvupóst við tækifæri ef ég má … Annars bara gleðilegt nýtt ár til þín og þinna … ég mun pottþétt halda áfram að fylgjast mé þér. Kveðja Edda ( mamma Kolbrúnar )
Gleðilegt nýtt ár!
Takk fyrir að deila með okkur öllum þessum flottu hugmyndum og framkvæmdum þínum. Segi eins og ein hér ofar – bíð alltaf spennt eftir nýjum færslum og myndum.
Kv. Sigga.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með 🙂
kv. Sara
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegt blogg árið 2011. Ég hlakka til að halda áfram að fylgjast með þér, hef sérstaklega gaman af fyrir og eftir verkefnunum þínum og sjá hvernig þú getur breytt og notað rými á magnaðan hátt.
Ég stefni á að taka hjónaherbergið í gegn á þessu nýja ári, skipta um fataskáp og helst rúm og raða betur upp í herberginu. Á árinu 2011 gerðum við eldhúsið okkar upp ásamt utanhúss framkvæmdum og þetta er svo gaman 🙂
Ég hef alltaf haft hlutina í frekar föstum skorðum og breyti ekki mikið á milli ára en eftir að ég fór að fylgjast með þér, hefur það svo sannarlega breyst, er oft að breyta smá og færa til hluti og hef mjög gaman af 🙂
kveðja
Kristín S
Takk fyrir frábært blogg og hlakka til að fylgjast með þér á nýja árinu.
Hér er svipaður listi yfir allt sem mig langar að gera á nýja árinu, nú skal sko allt húsið verða pínu fínna. Bloggið veitir pínu aðhald í þeim efnum, hvatning til að gera betur og deila svo.
Innilegar nýjárskveðjur og þakka fyrir jákvæða og ómetanlega deilingu á árinu.
kveðja Stína
Vá, vá, vá! Þið eruð yndislegar allar með tölu 🙂
Takk kærlega fyrir og takk fyrir að nenna að lesa, skoða og kommenta! Ég kann vel að meta það!
*knúsar
hæ Soffía, dett oft inn á bloggið þitt og finnst alltaf jafn gaman að skoða og lesa.
takk takk snillingur
kv. Anna Kristin (raggasys)
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegt blogg ár 🙂
Endilega haltu áfram á sömu braut, ert virkilega hvetjandi með allar þínar hugmyndir. Búin að veita mér innblástur í ýmislegt.
kveðja,
Heiða