…og samantekt yfir breytingar á hlutum hérna heima árið 2011.
Hægt er að smella á titilinn til þess að komast í upprunalegu póstana.
Vegglímmiðar á borð
Það þarf ekki að nota vegglímmiða einungis á veggi.
Skápar og borð eru kjörnir staðir fyrir svoleiðis.
Tréstyttur málaðar og notaðarar til skreytinga í barnaherbergi.
Illa farinn tekkbakki spreyjaður og svo stimplaður.
Bakki spreyjaður hvítur
Rammi þar sem glerið brotnaði og ég ákvað að nýta mér kartonið og rammann áfram, beitti bara stimplinum góða.
Kökudiskur sem að brotnaði og fékk yfirhalningu með nýjum fæti og spreyji
Krukkur undan barnamat spreyjaðar.
Fyrst límdir á þær límmiðar sem svo voru teknir af eftir spreyjun.
Sprey, sprey og meira sprey – ásamt sandpappír
Hey, meira sprey
*hóst*
Fær smá yfirhalningu með pínu límmiðum, easy peacy 🙂
Límdi vegglímmiða á bakka og málaði svo yfir allann bakkann. Eftir á málningin þornaði þá tók ég límmiðana af og fór svo yfir allt klabbið með sandpappír.
Spreyjuð og límd, einfalt og skemmtilegt 🙂
Klæddur upp á nýtt með áklæði
Sprey og fleira
Sprey og meira sprey
Blúnda sett yfir borð og svo………….ójá, þið gátuð rétt, spreyjað
…..hérna er sem sé búið að stikla á stóru á “fyrir og eftir – verkefnum” núna á árinu sem var að líða.
Vona að ykkur hafi ekki leiðst mikið upptalningin, en á morgun – þvottahús 🙂
Þú hefur allavega ekki setið auðum höndum;)
Kv.Hjördís
það er alveg ofsalega gaman að skoða bloggið þitt :o) en hvar fékkstu stjörnulímmiðana sem eru á krukkunum??
Kv. Helena
Hvaða sprey ertu að nota og hvaðan? Er hægt að spreya allt og þarf ekki e-ð sérstakt til að það smitist ekki td. á stólum?
Kv, Kristín
Jebb þú ert framkvæmdaglaða skvísan á háu hælunum 😉 Og allt flott sem þú gerir.
Kv. Auður.
vá hvað það er gaman að rifja upp póstana 🙂
Tíhí Hjördís, reyni að hafa eitthvað fyrir stafni 🙂
Helena, stjörnulímmiðarnir fengust í A4 á Smáratorgi.
Krisín, ég er bra að nota hvað það sprey sem að ég á/kaupi/finn 🙂 Mikið keypt í Europris, Múrbúðinni og svo er ógó góð í Exodus á Hverfisgötu.
Knús á ykkur Auður og Gauja 🙂
vá hvað þú ert búin að vera ótrúlega dugleg! gaman að skoða þessar samantektir hjá þér 🙂
Hæhæ, fylgist mjööög reglulega með þér. Ertu til í að segja mér hvar þú færð svona perlu/kristalla? Þú hefur notað svoleiðis á lampa sé ég hér í yfirlitinu þínu 🙂
Takk fyrir frábært blogg og geðveikar hugmyndir, sem ég er alveg búin að nýta mér.
kveðja Krissa
Takk fyrir Berglind 🙂
Krissa, þessir kristallar eru af gömlum IKEA loftljósi, ég var hætt að nota það þannig að ég tók kristallana af og nýtti þá áfram. Svo keypti ég einhvern tímann lengjur í Blómaval. En ég sá einhverja kristalla í Pier um dagin, í jólavörunum þannig að þeir ættu að vera á útsölu núna 🙂
kv.Soffia
Snillingurinn þinn. Gaman að sjá þessa samantekt þína, hvert öðru flottara. Hlakka til að fylgjast með framkvæmdaglöðu skvísunni á Álftanesinu á nýju ári. Knús í kotið.
Áramótakveðja,
Anna Rún.
Frábært að sjá svona samantekt, gott fyrir okkur sem uppgvötuðu bloggið þitt ekki fyrr en á seinni hluta seinasta árs.
En hvar fékkstu þennan stimpil sem þú notaðir m.a. á rammann ??
kv.
Heiða
Gaman að skoða þetta – maður verður æstur að fara að gera eitthvað 🙂
Ein spurning, hvaða stimpill er þetta sem þú notaðir á gamla tekk bakkann og á kartonið í rammanum? Rosa flott 🙂
Katrín
Takk Anna Rún mín 🙂
Katrín og Heiða, þetta er svona “script-stimpill” sem að ég keypti í office einu sinni, sjáið hann betur hér:
http://dossag.blogspot.com/2011/03/script-stimpill.html
kv.Soffia
Vá hvað þetta er geggjað!! Mér finnst þetta allt alveg sjúklega flott hjá þér, þú ert greinilega snillingur í höndunum. Margar frábærar hugmyndir.
Kv. Anna Björg
🙂 Þetta er bara æðislegt og takk fyrir þessar hugmyndir, mér finnst krukkurnar með stjörnu límmiðunum mjög fallegar.