…og hvað er betra en það?
Fann á netinu skemmtilegt blogg sem heitir: because I like to decorate, og þar var frúin að gera míní-meikóver á svefnherbergi þeirra hjóna. Það sem að hana vantaði mest var höfðagafl við rúmið, svona til að ramma það inn. Enda er ótrúlegt hvað réttur höfðagafl getur breytt herbergi.
Hér er herbergið áður:
Lausnin sem að hún kom með var svo einföld, en flott að ég ákvað að fá að sýna ykkur þetta.
Hún fór sem sé í sína “Byko” og fékk þá til að saga niður fjalir í lengd sem að passaði fyrir stærð dýnunnar.
Hún reyndi að velja fjalir sem voru með “karakter” og væru svoldið grófar.
Síðan greip hún bara viðabæs og bar á spíturnar og þurrkaði svo af með klút.
Síðan voru fjalirnar hengdar upp og la voila…
Er þetta ekki bara bjútifúlt.
Síðan væri hægt að gera þetta í einhverjum lit, eða hvítta þetta – bara láta ímyndunaraflið ráða.
Á náttborð bóndans fóru nokkrir macho hlutir…
…en hennar megin voru kvenlegri hlutir settir.
…og gaflinn er fremur mikið gordjöss finnst mér 🙂
Allir skotnir??
Nánar um gaflinn hérna:
En yfir í annað, er einhver sem veit hvar maður fær svona brautir til þess að hengja upp rennihurðir?
Ekki fínlegar, heldur svona grófar!
Eigið þið góða helgi elskurnar….. 🙂
jahá ! það veit ég !! nú kemur skreytihugmyndasnauða en ráðagóða systir þín að notum. Þú getur talað við http://www.jarngler.is/ í Skútuvogi eða látið mann sem þú þekkir og byrjar á Ó smíða þetta fyrir þig eða talað við stóru systur sem er með svona braut inni í fataskápnum í anddyrinu 😉
-Flottar hugmyndir hér, Guðrún Hrefna verður ánægð með gaflinn ;)))
Takk Svava :)þið systur barast bjargið öllu meikóver hjá okkur hjónum. Nú er bara að ráðast í svefnherbergið og græja það 🙂
kv
Vala
þvílíkur munur, rammar þetta betur inn í herbergið.
Þetta er ótrúlega töff!!! 🙂
Hvernig næ ég sambandi við einhvern söluaðila?