…á föstudegi.
Er það ekki við hæfi svona þegar að hversdagsleikinn er að taka við.
Rútína og regla – það hljómar bara ágætlega.
Ég er enn að kljást við að koma blessuðu jóladótinu ofan í kassa, eða kannski sér í lagi að koma kössunum á rétta staði aftur. Þetta gerist því miður ekki af sjálfu sér…
…það er einum of skemmtilegt að “leika” sér með nýja sófann. Að geta notað alls konar púða og meira að segja mjúka liti, það er góð skemmtun fyrir púðaóða konur…
…og fyrir þær sem eru extra glöggar, þá sést að ég setti upp gráar gardínur í stofunni – svona til þess að halda áfram að leika sér með stofuna…
…það er eitt og annað sem er ekki pakkað niður og má alveg vera memm áfram…
…sleðinn fær að vera í stofunni að sinni, og einmanna ljósasería frá jólum fékk að liggja hjá…
…og þessar stóru, grófu silfurkúlur fengu sko bara líka að vera áfram, mér fannst það bara fallegt að sjá þær með…
…kerti og kertaljós lýsa síðan upp þetta dimmasta skammdegi, og færa birtu og yl…
…því að stundum – þarf ekki meira til!
Góða helgi elskurnar og knús ♥
Fallegt 🙂 Og sleðinn má sko alveg vera áfram enda eru sleðar vetrardót. Kúlurnar passa líka alveg inn í það þema því að maður getur fengið kúlur á sleða ef maður dettur :p Og vá hvað þú átt eftir að hafa gaman af því að fikta með þennan sófa 😀 Hann er líka ofboðslega flottur!
Haha…..satt er það, kúlur geta komið á svona sleðaferðum – meikar sens!
knús ♥
Hæ hæ dásemdin ein eins og venjulega er þetta PIER bakkinn á borðinu ? hvar fékkstu stærri húsin ? í honum ? já ú leyfir alveg smá köngla og glimmer 🙂
Kkv. og takk fyrir augnkonfektið þitt 🙂
Bakkinn á borðinu er gamall frá Ilva, og ég málaði hann: http://www.skreytumhus.is/?p=2874
Stóra húsið er úr Rúmfó, frá því um jólin 2014!
Ok já hann er svipaður í laginu eins og sem ég keypti þar núna….en vá hvað þú finnur í RL STORE 🙂
Kkv.
Soddan bjútí allt saman. Er sérstaklega mikið skotin í kertinu með blingfuglinum á greininni 😉 😉