Kveðjum jólin…

 …með því að horfa á jólastofuna (og hundinn sem situr eins og litla hafmeyjan)…
…og jólaeldhúsið

…dönsum í kringum jólatréð á meðan það er rifið niður

…smá stjörnuljós á þrettándanum

..og tökum á móti 2012 með hreinu borði 🙂
Eða eiginlega galtómu og eyðilegu eldhúsi, eftir að jólaskrautið var tekið niður. 

Eins mikið og ég elska jólin og jólaskraut, þá elska ég líka þegar að þetta er allt farið niður og allt verður eitthvað svo hreint og ekki eins mikið af stöffi upp um alla veggi 🙂
Þó verð ég að viðurkenna að ég get ekki hætt alveg “cold turkey” og því fá nokkrar ljósaseríur að loga áfram.  Hreindýr, stjörnur og könglar eru líka leyfileg þar til fer að vora.

…ég verð að viðurkenna að arininn minn er enn að gera sig!

…og litla fallega pappírsstjarnan mín frá Pottery Barn.  
Ég tek bara nokkur ljós á ljósaseríunni og sting þeim inn í stjörnuna.

…og hvítu hreindýrin, ég held að þau séu hrædd við pappakassa, því að það var bara ekki séns að koma þeim niður í jólakassana.

…á morgun, eldhúsið!
Hver getur spottað eitthvað nýtt á myndinni hérna fyrir neðan??
Það er líka á morgun! 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Kveðjum jólin…

  1. Anonymous
    09.01.2012 at 09:20

    Gítarinn ???

    Kveðja, Margrét

  2. Anonymous
    09.01.2012 at 09:38

    Könglakertastjakarnir á arninum 🙂
    Kv. Sonja

  3. Anonymous
    09.01.2012 at 12:34

    Segi bara það sama og Sonja 😉 rak augun í þá strax.

    Hlakka til að sjá þá þ.e. ef við höfum rétt fyrir okkur he he.

    Sá svona í Blómó fyrir jól – tímdi ekki að kaupa þá en var mætt við dyrnar á útsölunni og greip nokkra 😉

    Kv Erla Birna

  4. Anonymous
    09.01.2012 at 18:53

    Langaði að benda þér á búðina Glugginn ( eru á fb líka ). Búðin er staðsett í Firðinum í Hafnarfirði og það fæst svo margt gordjöss þar 😉 svona ekta búð fyrir okkur 😉 og það er 50 % afsláttur af öllum vörum þessa daganna ! geggjaðar kertaluktir, alskonar hillur og snagar…allt svona old looking 🙂 ef þú skyldir ekki vita af henni 🙂
    Langar í svona köngla stjaka…geggjað sætir, hlakka til að sjá þá í návígi á morgun 😉
    kv. Erla

  5. Anonymous
    09.01.2012 at 22:43

    ég er að spá í að giska á veggkertastjakana, eru þeir ekki nýir mín kæra.
    knús ,Maggan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *