Ég hef mikla ástríðu fyrir öllu sem kemur að innanhússkreytingum, og breytingum – eitthvað sem kemur ykkur kannski ekki á óvart.
Hins vegar, eftir að hafa horft á fullt af breskum innanhúsþáttum undanfarið á youtube, eins og t.d. May The Best House Win, þá er ég farin að hallast að því að Bretar séu hreinlega ekki smart þegar það kemur að heimilunum sínum!
Hvað finnst ykkur?
Þeir virðast elska að velja sér einn lit, og fara svona yfir strikið í honum. T.d. bleikann – bleikir púðar, bleik teppi, bleikar styttur o.s.frv. Síðan virðist þeim vera lífsins ómögulegt að loka klósettsetum – þrátt fyrir að eiga von á myndatökuliði.
Síðan í gær fann ég þessa þætti, og ég get svo svarið fyrir að ég var með hjartsláttartruflanir á meðan ég starði á skjáinn í fyrsta þættinum.
Um er að ræða fólk sem leyfir alveg ókunnugum einstaklingum, sem finnst gaman að innanhúshönnun, að breyta heima hjá sér…
Góða skemmtun og endilega leyfið mér að heyra hvað ykkur finnst 🙂
https://www.youtube.com/watch?v=xv-duRvM8Gc
Sá seinni er að sumu leiti betri – og öðru leiti verri!
Nema þið fílið vel að vera með fiskabúr sem sést í gegnum beint á klósettið, og svefnherbergið hennar Cindy eða Barbie !
https://www.youtube.com/watch?v=kD_VRc0BNa0
Var að klára fyrri þáttinn…Vá hvað ég var ekki að fíla þetta svefnherbergi…reyndar hvorugt þeirra en alls ekki þetta litskrúðuga! Hitt var þó örlítið skárra…Allt í lagi að hafa liti en þá í aukahlutum…ekki upp um alla veggi :/ Appelsínugula baðherbergið fannst mér töff, þótt að ég hefði alls ekki valið þann lit sjálf. Kom vel út. Stofan hjá eldra parinu fannst mér bara fín. Hefði skipt út græna litnum á veggnum, gluggatjöldunum og svo veggfóðursferningnum þarna grænleita…
Mér fannst eldhúsið strax svolítið flott hjá yngra parinu, nema gólfdúkurinn og flísarnar í kringum ísskápinn. Svefnherbergið og stofan ekki minn tebolli nema hurðin út í garðinn…
Er pínu spennt að sjá seinni þáttinn, ætla aðeins að standa upp á milli og gera eitthvað innanhúss… 🙂
Naut þess að horfa á þessa þætti og gæti alveg orðið háð þeim, en stíllinn engan vegin minn
úff þó ég reyni að vera fordómalaus þá verð ég bara að segja að þetta fannst mér allt saman skelfilegt,reyndar bara búin að kíkja á fyrri þáttinn og það skásta þar var appelsínugula baðið. Tek samt ofan af fólkinu að vera svona hugrakkt að hleypa bláókunnugu fólki heim til sín og gefa þeim frjálsar hendur að breyta heimilum sínum á þennan hátt
Var að klára að horfa á fyrri þáttinn og úff hvað get ég sagt, mér fannst allt sem gert var bara hryllingur skárst af öllu var appelsínugula baðherbergið þó ég mundi ekki vilja hafa það heima hjá mér!! Litskrúðuga svefnherbergið var hræðilegt allt í lagi að hafa litagleði en common þetta er bara to much!!
Ruth og Berglind, bíðið bara eftir næsta þætti!! Úff, vá…veit ekki hvað ég á að segja eftir þátt 2. Annað heimilið alveg þannig í lagi en hitt…ég segi nú bara grey fólkið. Stofan var reyndar skárst.
Hef horft á marga breska þætti í gegnum árin. Þarna var fátt sem ég fíla en samt appelsínugult baðherbergi gæti hugsanlega lifað með því, röndóttur dúkur mundi gera mig sjóveika, seinni þátturinn gróðurhús í ganginum það var eins og ég segi fátt sem ég fíla.
Ætla að horfa á þetta við tækifæri, en get rétt ímyndað mér hvað er í gangi þarna. Bretar teppaleggja baðherbergin og það segir allt sem segja þarf! Hver gerir það?!
Hehe Rannveig ég gisti einmitt einu sinni á hóteli í Bretlandi þar sem baðherbergið var teppalagt, ég gat ekki með nokkru móti stigið inn á baðið, ekki einu sinni í skóm og fór bara á salernið annars staðar
heheheh þetta er ágætis föstudagsskemmtun en þessu myndi ég svo sannarlega ekki þora 🙂
Er búin með fyrri þáttinn og mér finnst baðherbergið appelsínugula bara ansi töff og nútímalegt, mjög þorinn að nota appelsínugula litinn en hann nær samt að tóna hann niður með hinum flísunum þannig að mér finnst það vel heppnað. Annað finnst mér alveg glatað og svefnherbergið hjá búningahönnuðinum er stórslys !
kveðja
Kristín S
Almáttugur minn, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Appelsínugula baðherbergið fannst mér í lagi þó ég hefði ekki valið þetta sjálf, restin… bara not my cup of tea. Ég gat samt alveg skemmt mér við að horfa á þetta.
Jimundur minn, er sökker fyrir svona þáttum. En leið ekkert sérlega vel eftir að horfa á þá. Fólkið hafði svo miklar vonir í upphafi en vonbrigðin gríðaleg stundum. Las mig til um þessa þætti og það voru bara gerðir 3 þættir því að fólk var almennt ekki ánægt með framkomuna við fólkið sem tók þátt í þessu og “fórnaði” heimilinum sínum í góðri von. Skítt með litina á veggjunum 🙂 verra með stærri framkvæmdir.
Hefði viljað sjá fleiri þætti af “your home in their hands” mjög gaman að horfa, en vorkenndi fólkinu sem sat uppi með gróðurinn og fiskabúrið í ganginum.
Hef meira gaman af svona breskum en amerískum þáttum 🙂
Takk fyrir þetta 🙂