…á eldhúsinu. Það er að segja þegar að jólin kveðja og maður endurraðar í rýmunum, mér finnst það gaman! Fyrst er allt tómt og eyðilegt…
…en að endurraða og breyta og bæta. Þá verður allt eitthvað svo ferskt og kósý 🙂
…tímdi ekki að pakka niður kertahúsinu mínu, og trén fengu bara að vera uppi áfam! Ég meina, hvað! Þetta er bara tré, ekkert glitur eða of jóló á þeim 🙂
Myndirnar af afkvæmunum komin á sinn stað, og svo stafirnir okkar hjóna, þetta er eins og stærðfræðidæmi, það vantar bara plús og samansem-merkið = )
…smákökurnar eru alveg að klárast, ohhhhhh
…og best að játa fleiri syndir, bakkinn með sveppunum fékk líka að dúlla sér áfram uppi á borði
…að vísu þá fannst mér &-ið verða of aggressíft svona rautt, þannig að ég náði
bara í spreyjaða eintakið mitt og – ahhhhhhhhh betra!
…staflaði upp tveimur kökudiskum á fæti sem ég á, og setti bara fullt af könglum með.
Var ég búin að segja ykkur að ég elska köngla?
…svo af því að manni finnst alltaf tómlegt þegar að jólin fara niður, þá tók ein af elsku orkídeunum mínum upp á því að blómstra. Mér til mikillar gleði 🙂
…eins og sést þá eru líka greinarnar enn yfir eldhúsborðinu.
Að vísu eru ekki neinar jólakúlur eða skraut í þeim,
bara glæru steinarnir.
…og nú er komið að leynigestum gærdagsins –
þið sjáið krossana tvo sem að hanga á veggnum á bakvið…
…en núna er þetta svona
…fékk þess tvo félaga og er eiginlega alveg að fíla þá í ræmur.
Þeir eru svo einfaldir og í raun hægt að koma þeim alls staðar fyrir…
…sjáið hvað hornið verður kosý eitthvað…
…bakki með könglum og lime eplum á borðinu…
…en aftur yfir í veggstjakana
Sé líka fyrir mér að þér sem vilja hafa hvítt (Hæ Stína Sæm og Adda 🙂 geta bara spreyjað þá.
Svo er hægt að setja hvernig glös sem er í þá, eða jafnvel að blúnduspreyja þessi glös.
…ég hengdi líka litla kristalla neðan í mína, til þess að blinga þá aðeins upp!
…ég sé líka fyrir mér að setja vatn í þetta og hafa rósaknúbba í, t.d. þegar afmæli eða eitthvað stendur til….
…en þið voruð svo glöggar að þið tókuð líka eftir litlu könglastjökunum sem að ég setti á arininn, og var sjálf búin að gleyma að voru inni á myndinni 🙂 hahaha gott á mig!
Því það voru langintesarnir sem ég var að benda á,
en þeir fengust í Rúmfó og kostuðu tveir saman um 750kr, sem er minna en pulsa og kók 🙂…..
…en hér koma könglastjakarnir, því miður var þessi stærri búinn 🙁
Þannig að ég keypti bara tvo litla.
…fékk þá tvo saman á 649kr í Blómavali.
En hvað, hvernig líst ykkur á langintesana?
Ekki bara sætir og svoldið öðruvísi, endalaust hægt að skreyta þá og breyta, sem er alltaf gott 🙂
Langitesarnir ekkert smá flottir, langar í svoleiðis 🙂 Þetta er yndislega kósý hjá þér, blikka þig þegar ég verð rík :):)
Frábært hjá þér Dossa eins og alltaf. Það er greinilega hægt að gera mjög margt sniðugt með veggkertastjökunum og þú ert uppfull af hugmyndum eins og alltaf. Surprice surprice en ég á einmitt líka svona hreindýr og könglakertastjaka fékk mér þá einmitt á útsölu í Blómaval eftir jólin nema ég á 1 stórann og 1 lítinn þeir fóru heldur ekki upp með jólaskrautinu
kveðja Adda
Vaaá mig langar í heimilið þitt! Hvar fekkstu annars þessa veggkertastjaka ? Þeir eru ÆÐI!
Kveðja Linda
Ég er greinilega farin að kalka og gleymi að setja inn aðalupplýsingarnar, stjakarnir eru úr Rúmfó og kostuðu um 750kr, tvö stykki 🙂
*knúsar
Gaman að sjá lifna svona yfir eldhúsinu aftur og flott köngla- og sveppaþema!
Allt flott, eins og alltaf 🙂
Bestu kveðjur,
Kristín
ps. var að byrja að blogga… ef þig langar að kíkja við tækifæri http://blundurogblom.blogspot.com
Mikið áttu fallegt eldhús! og bara fallegt heimili Dossa! Ég er sammála þér ég elska köngla og þeir eru sko ekkert endilega jólaskraut 😉
Mjög flottir. Held bara að það sé tilefni til að skreppa í Rúmfó:) Krossarnir líka mjög flottir.
Ég þurfti einmitt að hugsa vel og vandlega hvort hvítu Ilvu hreindýrin mín færu niður í kassa. Ákvað að halda þeim en svo voru önnur mjög flott frá sösterne sem fengu að hvíla sig.
Tók reyndar nett kast milli jóla og nýárs og breytti öllu í stofunni og sneri við (bilun, ég veit) þannig að það var bara gaman að taka niður skrautið eftir jólin og fara í að finna hlutunum nýjan stað.
PS. Það hefur örugglega verið sjón að sjá þegar ég var að draga og ýta jólatrénu yfir í hinn endann á stofunni 🙂
kv. Gulla
Þetta er allt svo flott hjá þér 🙂 En mig langar mikið að spyrja hvar þú færð litlu kristalana sem þú hengdir neðan í veggstjakana?
Amma mín heitin gaf mér yndislegan margra arma kertastjaka með svona áhangandi kristöllum, en einhverjir þeirra glötuðust áður en ég fékk stjakann í hendur. Ég er svo ánægð að sjá þetta hjá þér og sé núna fyrir mér að geta fullkomnað stjakann eftir öll þessi ár 🙂