…stubbar og kerti! Pósturinn í gær var einfaldur, og pósturinn í dag er það líka 
Munið eftir þessari yndislegu mynd frá Pottery Barn…
…og svo hjá mér:
…var ég búin að segja ykkur hvað ég ööööööööööölska arininn
minn og alla hans möguleika í skreytingum….
…elsk elsk elsk…
….notaði í þetta stubbaherinn frá því í sumar:
…svo er líka kertaljós bara yndislegt…
…svo verð ég að segja að mér finnast kertin fallegri en “lurkurinn” sem að fylgdi með 
Sammála?
Æðislega fallegt, flott og kósý! Sammála þér að það er fallegra að hafa kertin
mí like…. ég er græn ég öfunda þig svo af arininum hí hí
og stubbarnir svo flottir, ég var um daginn að spá í að gera svona stubba… þurrkaðir þú bútana eitthvað eða lakkaðir þú þá ?
oohh það er svo gaman að koma hingað “inn” og sjá alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt
Svo flott !! Er með svona arin og hef verið með kerti í honum en lurkarnir gera ótrúlega skemmtilegan svip….ég ætla að herma
kv
Kristín Vald
Elska arininn þinn og frábært hugmynd að nota drumbana í hann.
Kv.Hjördís
Ótrúlega fallegt og hlýlegt!
Hvar fékkstu svona stór og flott kerti ??
Er búin að senda kallinn út að ná í lurka og eru þeir í þurrkun í bílskúrnum
Kristín Vald
Hæ Kristín,
Þessi eru bara úr Ikea-inu góða
kv.Soffia
ps. vona að kallinn sé ekki mjög bitur útí mig
Frábært, ég að vísu keypti kerti í Ilvu í gær en vantar eitt aðeins stærra….kíki kannski í Ikea-´ð góða
Nei nei…kallinn er allltaf til í einhverja svona vitleysu…hehe… allavega eru stubbarnir og kertin komin í arininn og þá er bara að drífa í því að taka mynd til að sýna, eru mjög ánægð með útkomuna
kv
Kristín Vald
Arininn er æði! Var að fjárfesta í eitt stykki húsi og var að velta fyrir mér hvar þú fékkst hann?
Kveðja, Guðbjörg
Hæ Guðbjörg,
þessi arinn fékkst í gegnum er.is, en ég veit að svona arnar hafa fengist í Húsgagnahöllinni – en jamm, hann er alveg gordjöss þessi elska
kv.Soffia