…eða verður það einhvern tímann punktað?
Ég held, held…. að ég sé að verða búin að klára herbergi heimasætunnar. Það var einn veggur sem að ég átti eftir að setja eitthvað á, var að vesenast um hvort að það ætti að vera hilla eða hvað……
og endaði svo á hvað 🙂
Til minnis þá byrjuðum við svona:
en núna:
Aftur þá reyndi ég að vera ekki alveg hefðbundin, það hefði verið mjög einfalt að fara í fleiri hvíta ramma. En mér fannst flott að hafa einn svartann þarna, svona með svörtu gardínustönginni og himnasængurgrindinni.
…fuglalímmiðarnir voru keyptir í Söstrene fyrr í vetur, ótrúlega mikið af sætum vegglímmiðum oft þar.
Þar sem þeir eru ekki dýrir (undir 700kr) þá kaupi ég stundum til að eiga – aldrei að vita hvenær þarf að skyndiskreyta einhverja veggi!
En það var alveg nauðsynlegt að setja límmiðana þarna sitt hvoru megin því að annars hefði rammagrúbban orðið alltof lítil þarna á vegginum.
Er enn jafn ánægð með rúmteppið…
…hvíta grúbban kemur líka betur út á mjúka græna litinum…
…svo fyrir ofan kommóðuna, þá bætti ég við einum litlum ramma
með fótafarinu hennar síðan hún var bara lítið peð.
…sem sé, veggurinn er að verða komin með heildarmynd á sig. Loksins!
…keypti þessa mús á Kastrup þegar að daman var bara 7 mánaða. Sá hana og langaði svo að kaupa hana í herbergið hennar, hætti við og fór alla leið út að gate-i. Vissi þá að ég yrði að eignast hana, hljóp til baka og svo aftur út að vél, með ballerínumús í fanginu 🙂
Hver hefur ekki lent í þessu?
…er farin að hafa áhyggjur af því að ég er að setja inn of mikið af póstum héðan heima hjá mér!
Hvað finnst ykkur, eruð þið enn sáttar við mig?
Elska þessa síðu kíkji á hverjum degi 🙂 endalaust flottar hugmyndir og lausnir 🙂 Love it 🙂
Svoooo flott hjá þér! Ég var einmitt að líma upp svona fuglalímiða í gær sem ég átti á lgernum síðan í haust;) Mér finnst alls ekki vera of mikið af póstum heiman frá þér elska að sjá þessar fallegu lausnir hjá þér.
Kv.Hjördís
Bara skemmtilegt, ég skil þig alveg með ballerínumúina 🙂
kv.Elin
Ég alveg elska að skoða síðuna þína og kíkji á hverjum degi. Yndislega fallegar og skemmtilegar lausnir hjá þér 🙂
Kv. Ásta
Love it! ótrúlega gaman að sjá þetta hjá þér og alls ekki komin með leið á neinu sem hingað kemur inn.. bara meira meira! hehe
vá hvað ég er að fíla þetta! Fíla óreglulegu uppstillinguna. Kommmóðan og hillurnar tvær með dótinu – það þarf ekkert að vera raðað upp eftir reglustikuforminu!
Fyrsta kvittið mitt þó ég sé nú dugleg að skoða;)
Takk fyrir mig, Ásta María
ég elska að skoða síðuna þín, kíki við á hverjum degi 🙂
Hefði nú ekkert á móti ef þú tækir herbergi hjá börnonum mínum í geng, ég er ekki allveg með þetta hugmyndaflug 😉
– Jónína Sigrún
Þú ert sannarlega hugmyndarrík. Kíki líka mjög reglulega.
Æðislegt hjá þér Dossa! kv. Erna
Looooooooooooova þessa síðu og allar þessar hugmyndir !!!!
TAKK !!!
kv. Sara Björk
Kíki hingað daglega og mér finnst æði að sjá hugmyndir og lausnir frá þér. Og ég er ekki komin með leið á póstum um heimilið þitt.
Kv.
Bylgja Dögg
þetta er bara yndislegt herbergi 🙂
Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé að fá leið á nokkru sem þú setur hérna inn! Allt svo skemmtilegt og hugmyndaríkt 🙂
MJÖG sátt 🙂 Kv. Dagrún
þetta er allt svo hlýlegt og fallegt hjá þér, elska að skoða 🙂 en mig langar svo að vita hvar þú fékkst bókahilluna sem er svona eins og hús? Vantar svoleiðis í herbergi dóttur minnar 🙂
takk fyrir skemmtilegt blogg
kv. arna
ég ööööölska þessa síðu! :Þ og ég ÖÖÖÖLSKA litlu skóna sem hanga úr myndarammanum! Frábær hugmynd!
kv. Linda
p.s. ég hef ákveðið að taka þig til fyrirmyndar og færa bloggið mitt yfir á íslensku! 🙂
Ég fæ aldrei leið á þessu bloggi og sjá hvað þú ert að gera fínt.
Ég er með eina spurningu, hefuru einhvertíman veggfóðrað?
Ég er með alveg hvíta skápahurðar í þvottahúsinu sem mig langar svo að gera eitthvað fallegt við, ég var að hugsa hvort ég eigi að veggfóðra þá með einhverju fallegu, eða jafnvel kaupa þykkan gjafapappír og líma á eða er svona reyna finna hugmyndir,
hefur þú einhvertíman gert eitthvað þessu líkt?
humm ég fór í A4, Hagkaup og Eymundsson fann engann veglegann flottann þykkann gjafapappír!! hvar ætli ég geti fengið þannig! Þarf greinilega að leggjast betur yfir þetta 🙂
Var ég búin að segja ykkur hvað þið eruð æðislegar, allar með tölu! Meiru krúttin 🙂
Það væri ekki nándar nærri eins gaman að röfla þetta ef þið nenntuð ekki að komment á móti!
Rut, ég hef ekki verið að veggfóðra en er alltaf á leiðinni að prufa það. Myndi bara fara í Litaver eða Laura Ashley í Skeifunni, og kíkja á veggfóðursúrvalið þar.
Hins vegar dettur mér í hug, í stað þess að nota gjafapappír að nota bara skrapppappír og veggfóðra með honum 🙂 Það gæti verið kúl!
*knúsar
Soffia
Allt svo flott hjá þér. Við fáum aldrei leið á myndum heiman frá þér.
Ég er líka forvitin að vita hvaðan hillan/dúkkuhúsið kemur? Þetta kemur svo vel út, svona grunn hilla og hægt að raða dótinu svo það er allt mjög aðgengilegt.
kveðja
Kristín
Æðisleg síða.. ótrúlega fallegt heimili hjá þér!!!!.. elska það! 🙂
Ég er einmitt að fara gera upp herbergið mitt og dóttur minnar þar sem ég þarf að gera mitt plás og svo hennar (hún er 5 mánaða) og það eru ímsar hugmyndir í gangi.. Ég er með síðu um það sem ég er að gera og svonna.. http://jegfashion.blogspot.com/
það er svo gaman að þessu og enþá skemtilegra þegar fólk hefur áhuga á að skoða þetta svo hjá manni 🙂