…en þó á heimaslóðum.
![]() |
www.bowerpower.com |
Eftir að hafa séð barnaherbergið hjá Bower Power í gamla húsinu þeirra, þá langaði mig svo í svona hreindýrahaus á vegginn í gauraherberginu.
![]() |
www.bowerpower.com |
Þegar ég fór í Ilvu um daginn þá sá ég þrjár mismunandi tegundir af svona hausum hjá þeim.
En þetta var pínu lítið eins og með Gullbrá og birnina þrjá,
þessi var of lítill…
þessi var of lítill…
…þessi var of stór…
…þessi var mátulegur en mér fannst hann vera aðeins of (hrein)dýr – hahahaha 
Þannig að nískupúkinn ég, keypti bara þennan ódýrasta til þess að setja inn í herbergi hjá litla kallinum mínum, veggurinn var sem sé áður svona..
…en núna er himnasængin farin og því var tómarúm fyrir ofan rúmið.
Litli hausinn var náttúrulega ALLTOF lítill þarna fyrir ofan, eins og ég vissi en….
…þannig að ég greip ramma sem að ég fann í ……
tadaDA Daz Gutez Hirdoz, og tadaDA, spreyjaði hann svartann 
…síðan tók ég pappaspjald og pakkaði því inn í sætann íkornapappír frá Söstrene…
…límdi svo pappaspjaldið aftan á rammann og hengdi hann upp,
og þegar það var búið að festa hann upp þá ákvað ég hvar best væri að
láta Hreinsa litla hanga og skrúfaði skrúfu í vegginn.
…þannig að núna finnst mér hlutföllin á þessu vera bara allt í lagi 
…hann er bara pínu sætur greyjið!
Hvern hefðuð þið valið?
Mig langaði í þennan stæðsta en mér finnst þessi í miðið vera fallegastur!
Veggurinn er sem sé að fá á sig mynd á nýjan leik…
…ef einhvern langar í stafrófið sem að hangir þarna á vegginum, þá má bara senda mér mail á soffiadogg@yahoo.com og ég skal senda ykkur þetta um hæl.
Þetta er bara wordskjal, eitt A4blað, auðvelt að gera sjálfur en enn auðveldara að taka á móti í pósti 
ótrúlega skemmtilegt og kreatíf!
knús til þín!
Þú ert svo mikill snillingur!! vá hvað ég dýrka Þessa síðu!
-Kolbrún
ooo þú ert alltaf svo sniðug! Ég væri reyndar til í svona fyrir skartgripi til að hengja á hornin :))
-GuðrúnHrefna
Hæ hæ.
Hrikalega flott allt saman. Langar svo að vita hvar þú fékkst bókstafina stóru á veggnum ?
Kv. Rebekka
geggjað flott…hvar fékkstu stafina GFV ?
Kv.Margrét
snilldarhugmynd
Ótrúlega flott lausn hjá þér Dossa ég er einmitt með svona hreindýradellu. Hér með er slóð á eitt sem þú getur gert sjálf og ég er alltaf á leiðinni að gera kíktu á það;)
kveðja Adda
http://www.chroniclebooks.com/blog/2009/02/19/chronicle-craft-sneak-peek-project-and-book-giveaway/?siteID=TnL5HPStwNw-bKp_syf27MwkNDmrgHRrNg
þetta er brill hugmynd, sammála þér að miðju Rúdólf er flottastur, en þessi litli er krúttlegur og passar 100% þarna á vegginn
Algjör snilld og bara krúttaralegt. Ég sá einmitt þessi hreindýrahöfuð í Ilvu um daginn og fannst þau flott en fann engan stað fyrir þau. En með því að setja það í svona ramma þá aukast notkunarmöguleikarnir
kv
Kristín
p.s. arininn minn er tilbúinn
Elska að skoða síðuna þína og fylgjast með því sem þú ert að gera
En langar svo að vita hvar þú fékk bókstafina á veggnum GFV ?
Stafirnir eru frá Pottery Barn Kids í USA, ferlega flottir
Takk fyrir öll fallegu og skemmtilegu kommentin, þið rokkið!!
Ég var að skoða síðuna þína fyrsta skipti og vá hvað þetta er flott! Elska að sjá myndir heiman frá þér, ótrúlega fallegt heimili sem þið eigið! ég mun pottþétt koma oft hingað og skoða öll eldri bloggin
Kv. Anna Björg
Sæl! Takk fyrir frábært blogg:)
Mig langar ofsalega að fá sent skjalið með stafrófinu ef þú hefur tíma! Langar að setja það inn til stelpunnar minnar! Mailið mitt er hrefnabjorg@hotmail.com
Ég er líka að hanna vegglímmiða undir nafninu Mosi.is að því að ég sá að þú varst að spá í eitthvað nýtt inn í svefnherbergið:)
Kveðja Hrefna Björg
Væri alveg til í stafrófið. Skemmtileg síða
svavagisla@hotmail.com
Kv. ein ókunnug.