Velkomin í afgangana…

…jújú, þá er komið að því!
“Jólaboðið” sem allir kvíða fyrir að hlakka til – þetta hjá skrítnu frænkunni sem að býður upp á allt sem hún á – hvort sem að það passar saman eða ekki.  Það þýðir hamborgarahryggur við hliðina á graflaxinum, við hliðina á Nóa konfektinu, við hliðina á sítrónufrómas og Waldorf-salati 🙂

Allt í boði – geriði mér svo vel og veriði óhrædd, eins og mamma mín myndi segja…

01-2014-12-24-144442

…inni á baði komu jólin víst líka…

02-2014-12-24-144035

…enda ekki mönnum bjóðandi að fara í jólabaðið nema í það minnsta tveir glitrandi bambar stari laumulega á mann á meðan…

03-2014-12-24-144042

…sjáið bara þessi krútt…

04-2014-12-24-144046

…smá laumulegir á svipinn…

05-2014-12-24-144051

…jólakúluhengið er frá Crate and Barrel í USA, og var keypt ca 2006.  Kúlurnar á sama stað…

06-2014-12-24-144054

…ég verð að segja að mér finnst það enn ofsalega fallegt…

07-2014-12-24-144120

…þetta hér var fyrsta útfærslan á arinskreytingu í ár…

08-2014-12-01-144435

…svoldið svona frosty og skemmtileg – stórar stjörnur inni í kransinum…

09-2014-12-01-144514

…og smá vasi með snjógreni…

10-2014-12-01-144519

…sem síðan var fært í burtu – og þess í stað kom gervigreni úr Ikea (sem er æðislegt, raunverulegt og fallegt) og einfaldari skreyting.  Tvískreyttur arin, það er bara kósý ekki satt?

11-2014-12-15-130137

…og það passaði líka bara vel við jólatréð sjálft – þegar það var fullskreytt og reddý…

15-2014-12-16-193742

…í hillunni í stofunni er síðan mikilvægur fjársjóður…

27-2014-12-15-150434

…en í henni hvíla alls konar gull og gersemar sem börnin hafa búið til í gegnum árin…

28-2014-12-15-150439

…þessir þrír timburmenn, sem við foreldrarnir gerðum í leikskóla hérna á seinustu öld, fengu félagsskap frá þremur korktoppasveinum sem dóttirin bjó í fyrra.  Af timburmönnum og korktappasveinum mætti telja að hér sé mikil drykkja, en svo er reyndar ekki 😉

29-2014-12-15-150440

…þetta er svo mikið uppáhalds!
Tré og englar sem voru búin til í leikskóla – bæði frá honum og henni…

30-2014-12-15-150443

…svo ótrúlega dásamleg og falleg…

31-2014-12-15-154707

…engill sem daman gerði þegar hún var mikið styttri, nýútklippt tré sem hún kom með heim úr skóla og auðvitað fiskurinn góði (sem er uppi allt árið)…

12-2014-12-15-150448

…sjáið bara þessi englakrútt…

14-2014-12-15-150455

…mér finnst þeir alveg yndislegir og svo mikið uppáhalds…

16-2014-12-19-144907

…þessi hérna bættist svo í hópinn síðla í desember – en litli maðurinn bjó hann til á leikskólanum – mér finnst hann æði!

17-2014-12-19-144916

…svo talandi um að vera með allt á hornum sér – þá tóku hornin við alls konar hangandi skrauti sem að krakkarnir hafa gert…

19-2014-12-19-144932

…næsti “réttur” – næsta herbergi!
Í hjónaherberginu var nú lítið jólað…

21-2014-12-15-145710

…lítill hjemmelavet krans, útbúinn á herðatré (sjá hér)

22-2014-12-15-145715

…annað var bara einfalt og ljúft…

23-2014-12-15-145725

…og í glerboxinu voru settar nokkrar silfurkúlur…

24-2014-12-15-145728

…og í efra hólfið komu gömul jólakort, svona til þess að minna á árstímann…

25-2014-12-15-145745

…lítið og einfalt – það virkar stundum vel…

26-2014-12-15-145754
…en jólatréð var ekki lítið og einfalt.
Það er fullt af alls konar gömlu skrauti, og auðvitað nýju í bland…

51-2015-01-02-031529

…og ég ákvað að setja eina af pappastjörnunum úr Rúmfó á toppinn og mér fannst það koma vel út…

20-2014-12-30-232417

…fallegar jólakúlur…

36-2015-01-01-204047

…og alls konar í bland, t.d. er þessi gamla bláa kúla af jólatrénu síðan ég var pínupeð – og ég held að hún komi frá ömmu minni…

37-2015-01-01-204054

…að sama leiti eru þessir englar frá því að ég var lítil…

38-2015-01-01-204056

…þessar eru hins vegar nýjar, glærar með hreindýrum og með snjó í botninum…

39-2015-01-01-204100

…hin týpan…

47-2015-01-01-204158

…friðarhnettirnir fallegu…

41-2015-01-01-204110

…og svo úir og grúir af öllu í bland, sveppir, snjókorn, fiðrildi sem voru notuð til að skreyta í brúðkaupinu okkar og föndur í bland…

42-2015-01-01-204115

…og þessir…

43-2015-01-01-204117

…kúlur og slaufa af pakka sem lenti á trénu eftir jólin…

44-2015-01-01-204122

…gordjöss þessar…

45-2015-01-01-204133

…annar gamall engill og meiri hreindýraást…

46-2015-01-01-204141

…frá því í fyrra…

48-2015-01-01-204228

…bland í poka…

49-2015-01-01-204439

…þessi var á pakkanum fyrir dömuna í ár…

50-2015-01-01-204443

…og þegar saman er komið – þá myndar þetta bara fallega heild!

Ekki satt?

52-2015-01-02-031610

Allt er þetta síðan gert fyrir þessa tvo engla sem við eigum 

Þrettándinn í dag – þannig að ég segi bara: Gleðilega jólarestar!

32-2014-12-16-193620

6 comments for “Velkomin í afgangana…

  1. Margrét Helga
    06.01.2015 at 16:24

    Æði! Hvar fannstu glæru kúlurnar með hreindýramyndinni og snjónum í? Sá þær í einhverju jóladóti á Danco síðunni en sá þær svo hvergi í neinni búð…

    Sammála því að fallegasta jólaskrautið kemur frá börnunum okkar 🙂 Á einmitt slatta af slíku! Þau fá reyndar að skreyta herbergið sitt með því og það fer svo í þeirra jólaskrautskassa (jebbs…er byrjuð að safna jólaskrauti í sér kassa fyrir barnungana!)

    Yndislegur póstur frá þér mín kæra 🙂 Snilld að setja rúmfóstjörnuna á tréð!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2015 at 14:02

      Fékk þær í Danco 🙂

  2. Svala
    06.01.2015 at 17:56

    krúttó allt saman eins og við var að búast 🙂 Ég reyndi að góma hjörtun með hreindýrunum en var auðvitað of sein 🙁 en hvar fékkstu kúlurnar með þeim, þær eru svo mikið bjútifúl.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2015 at 14:02

      Fékk þær í Danco 🙂

  3. Birgitta Guðjóns
    06.01.2015 at 18:57

    ……..jamm þá er að pakka niður jólunum…eða amk byrja smátt og smátt…..dásamlegar myndir hjá þér að venju….<3……en jólatréð á baðinu er alveg himneskt……er það keypt á Íslandinu góða ?……:)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2015 at 14:02

      Jólatréð var keypt í heildsölu sem hét Bergís, en síðan eru liðin sennilega 10 ár 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *