Gamlársdagur…

…er runninn upp enn á ný og frá því að ég man eftir mér þá fæ ég alltaf hnút í magann á þessum degi.

Þetta er eitthvað svo ljúfsárt: árið er horfið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka!

Það gæti bara ekki verið dramatískara!

34-2014-12-24-144008

En svo er nú það, og maður skyldi halda að manneskja sem elskar breytingar ætti að taka breyttu ártali fagnandi.
Koma svo kona, herða sig upp, snýta og þurrka tárin sem renna niður kinn á þessum degi.

Börnin bíða spennt, þetta er svo skemmtilegt fyrir þau og þannig á það að vera.

Þessi dagur er líka brúðkaupsafmælisdagur foreldra minna – sem hafa verið gift í 52 ár.  Hana nú!

Ég er þakklát á þessum degi, sem og aðra daga, fyrir fólkið mitt.

Maður finnur það alltaf betur og betur með aldrinum að það er í raun það eina sem máli skiptir þegar upp er staðið.

Við eigum okkar tvö dásemdarbörn og mér finnst við hafa öðlast með þeim meira ríkidæmi en ég átti nokkru sinni von á að eignast, allt hitt – skrautið og prjálið, það er bara uppfyllingarefni (og maður má hafa gaman af því líka).

53-IMG_4766

48-IMG_4725

Ég er á degi sem þessum þakklát fyrir:

Börnin mín og manninn minn

Hundana okkar tvo, sér í lagi elsku Raffa okkar sem er farin eldast svo mjög

Foreldra mína, sem hafa gefið mér svo margt og mikið í gegnum árin

Bestu tengdaforeldra sem til eru

Yndislega stórfjölskyldu í báðar áttir, systkini og fylgifiska

“Litlar” frænkur, sem eru allar löngu vaxnar mér yfir höfuð en eru alltaf eins og litlar systur mínar

Vinkonur, gamlar og góðar sem þekkja alla kosti og galla og taka manni eins og maður er

Vinkonur, sem komu til sögunnar á fullorðins árum og eru sálusystur og endalaust hvetjandi og dásamlegar

og svo auðvitað fyrir ykkur!

Þið sem komið hingað og lesið með, kommentið og sendið skilaboð og skiljið eftir ykkur spor, rafrænt og í hjarta mér ♥

22-2014-12-19-144602

Ég var búin að vara við að þetta væri væminn dagur fyrir mig.

Til að mynda er ég búin að hlusta þrisvar sinnum á Happy new year með Abba á meðan ég skrifaði þennan póst, og þurrka nokkur tár ♥

1-2014-11-30-151813

Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar – og takk fyrir þau gömlu!
Hlakka til að takast á við nýtt ár, nýtt ártal og vonandi ný tækifæri.

  *knúsar*

Soffia

13 comments for “Gamlársdagur…

  1. Guðrún
    31.12.2014 at 12:36

    Takk Soffía fyrir alla dásemdarpóstana þína og lausnir og hugmyndir sem þú gefur endalaust af þér. Það er ekki sjálfgefið að fá að njóta þess en þakklát er ég fyrir! Gleðilegt nýtt ár og gangi þér og þínum allt í haginn 🙂

  2. Krissa
    31.12.2014 at 12:38

    Gleðilegt ár og takk fyrir frábæra pósta á gömlu ári.

  3. Berglind Á
    31.12.2014 at 12:43

    Knús í þitt fallega skreytta hús ♥ og gleðilegt nýtt ár.

  4. Anna Sigga
    31.12.2014 at 12:55

    Reiknisdæmin eru orðin fislétt núna 😀 😉

    En Elsku Soffía þúsund þakkir fyrir ALLA póstana í ár og allar frábæru hugmyndirnar þínar og og og ….

    Fór að hlæja þegar þú talaðir um að hafa hlustað á ABBA í þrígang meðan þú skrifaðir þennan pistill… það hefur gengið hægt elsku vinan 😀

    EN nýtt ár framundan og nýjar hugmyndir og allt skemmtilega sem á eftir að gerast 😀

    GLEÐILEGT NÝTT ÁR 😉

    knús og klemm eða bara risastórt knús 😀

    • Soffia - Skreytum Hús...
      31.12.2014 at 13:03

      Hahahaha! Hva…….ertu að segja að ég skrifi hægt?

      Ég þurfti líka að finna til myndir og svona, og þurrka tárin – það tekur tíma!

      Gleðilegt nýtt ár mín kæra 🙂

  5. Margrét Helga
    31.12.2014 at 13:03

    Elsku Soffía!
    Yndislegur póstur hjá þér og ofboðslega falleg myndin af foreldrum þínum!!

    Vildi bara þakka fyrir allt á árinu 2014, alla bloggpóstana, hugmyndirnar, pælingarnar, Skreytum-hús kvöldin hingað og þangað um borgina ásamt öllu öðru sem þú hefur gert fyrir mig og okkur allar af þínu óendanlega örlæti og manngæsku. Bjóst aldrei við að kynnast þér svona í alvörustunni en vil bara þakka fyrir frábær kynni og vonandi halda þau áfram á næsta ári (er búin að ákveða að ótímabundna facebook pásan mín verði frekar tímabundin…ætla að birtast þar aftur 5. jan þegar tölvuvinnan mín byrjar aftur 😉 Maður verður að hafa svona “kaffistofu” í vinnunni). Þú ert alveg yndisleg, hlakka til að lesa póstana þína allt næsta ár.

    Gleðilegt breytiskreyti-ár og takk fyrir gamla árið!

    Áramótaknús úr sveitinni!

  6. Bjargey
    31.12.2014 at 13:18

    Gleðilegt nýtt ár elsku Soffía

    Takk fyrir allar flottu hugmyndirnar og fallegu myndirnar þínar, það er yndislegt að geta kíkt hérna inn og gleymt sér í draumaheimi 🙂

    Knús og kram
    Bjargey

  7. Bryndís
    31.12.2014 at 13:31

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar skemmtilegu hugmyndirnar 🙂

  8. Hranhildur Eva
    31.12.2014 at 14:23

    Gleðilegt ár elskan. Takk fyrir árið. Ég er frekar ný farin að fylgjast með þér og síðunni svona af alvöru. Og eftir erfiðan endir á annars æðislegu ári þá hefur þú og facebook síðan hjálpað mér mikið í þeim vandamálum sem ég hef þurft að eiga við eftir heimkomu aftur.
    Til hamingju með foreldra þína.
    Og hafið það sem allra best yfir áramótin.

  9. 31.12.2014 at 15:39

    Elsku hjartans yndislega kona sem ég hef aldrei hitt en þykist bara orðið þekkja 🙂
    Innilegar óskir um gleði og birtu og heillaríkt ár þér til handa og til þinna.

    Þú ert dásamlegur innblástur fyrir okkur sem hér eigum orðið annað lögheimili. Þú hefur verið hvatning að mörgu sem hefur verið framkvæmt á mínum bæ og bent á hluti og hugmyndir sem manni hefði ekki dottið í hug að væri hægt að gera og það allt saman fríkeypis! Bloggið mitt er þar stærsta dæmið.

    Myndirnar þínar, skrifin og hjartað sem þú leggur í bloggið er alveg magnað. Þú deilir með okkur innliti í þitt líf, fallegu fjölskyldunnar hvort sem er á tveimur eða fjórum jafnfótum.

    Haltu áfram á sömu braut og hlakka til áframhaldandi lesturs hér. Innilegar hamingjuóskir með foreldra þína.

    Risaknús 🙂

  10. Jenný
    31.12.2014 at 15:47

    Elsku Soffía, takk fyrir að fá að hafa kynnst þér á árinu, bæði örlítið í eigin persónu og svo í gegnum bloggið þitt. Þú ert svo einlæg og gefandi manneskja að manni getur ekki annað en þótt vænt um þig. Síðan ég fann bloggið þitt þá hef ég lesið það á hverjum degi, það er bara orðinn ómissandi hlutur. Ég hlakka svo sannarlega til að fá að vera memm á nýja árinu. Óska þér og fjölskyldunni gleðilegs árs.

  11. Kolbrún
    01.01.2015 at 12:22

    Gleðilegt ár og takk fyrir alla póstana á árinu og þessi orð þín hér að ofan fá mann nú bara til að tárast og minna mann á hvað maður er heppin að eiga góða að ,þeir skipta öllu.Hlakka til nýrra pósta á árinu

  12. HULDA
    02.01.2015 at 00:11

    Gleðilegt ár og takk fyrir falleg skrif hér núna….
    og frábæra pósta á árinu 2014 …hlakka til að vera áfram með
    og þú er bara frábær svo full af hugmyndum og innblæstri 🙂
    Kkv.
    Hulda

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *