…en jólin í herbergi dömunnar eru mjúk, svolítið bleik kannski (eða að umhverfið blekkir) og uppfull af hennar uppáhalds skrauti og föndri.
…og þessi póstur er svo kasjúal að ég bjó ekki einu sinni um rúmið!
En yfir því sjáið þið hanga stærsta snjókornið frá Liggalá (sjá hér)…
…bleika kúlan er hins vegar frá Ikea…
…og svo er það tréð hennar, sem hún fékk frá ömmu sinni og afa um jólin í fyrra. Alveg hreint frábært í svona krakkaherbergi – hátt og mjótt…
…aðventuljósið sem fékk meikóver kúrir í glugganum, en bambakrútt með smá greni stendur á borðinu…
…húsahillan er ekki jóluð neitt sérstaklega…
…og þessir vængir kúra nú alltaf á þessum snaga…
…en lítil jólastelpa situr vaktina í stóru hillunni…
…og lítil rebbakrútt – þau fá sko að vera áfram…
…og dásamlega húsið sem ég fékk fyrir hana í Spennandi (sjá hér). Litlu stytturnar hafa verið inni hjá henni frá því að hún var lítil snuð og henni finnst alltaf jafn gaman að raða þeim og stilla upp…
…á borðinu stendur líka fallega “Jesú-húsið” hennar…
…síðan bættust við tveir dásemdar ísbirnir, sem jólasveinninn gaf henni í skóinn! Elska það hvað þessi sveinn getur verið smekklegur og skemmtilegur stundum 😉
…tréð er síðan allt skreytt með perli sem hún hefur sjálf búið til. Toppinn gerði hún sérstaklega fyrir þetta tilefni í fyrra – en ég festi hann bara með því að teygja greinarnar utan um snjókarlinn…
…hún fékk líka sjálf að skreyta tréð alveg frá A-Ö 🙂
…þessi frú kom á einhverjum jólapakkanum til hennar…
…í rúminu eru bambapúðar allsráðandi…
…og þessi standandi er norskur innflytjandi sem við tókum fegins hendi á móti…
…elsku Lúlli hvílir ofan á hinum, en þetta er bangsinn sem hefur fylgt henni frá því að hún var rétt um 7 mánaða…
…bangsapokar sem áður stóðu þar sem jólatréð er núna, færast um herbergið á vergangi…
…enda eru svona bangsapokar snilld í barnaherbergin…
…og á skápnum hangir einn Hello Kitty-jólasokkur, gasalega bleikur og kjút…
…og ef ég er einhversstaðar að mynda, þá er ég alltaf í svona dásamlegum félagsskap…
…elsku besti vinurinn…
…og svona eru jólin í dömuherberginu í ár!
Yndislegt jólaherbergi alveg hreint! Daman þín snillingur að perla 🙂 Ekki amalegt að hafa svona aðstoðarljósmyndara með sér…hann er bara fallegastur!
Þú ert yndi mín kæra ♥
Dásemdin ein! Ég sýndi dóttlunni minni þessar myndir og hún er strax í startgírnum að fara perla til þess að fá svona dömujólatré á næsta ári.
Gleðilegt ár til ykkar.
G.
Spennandi!
Um að gera að fara yfir gamlar birgðir og nota þær líka 🙂
Úff, þetta er himneskt, Soffía! Hvar færðu þessa “bangsapoka”?
Takk fyrir!
Þessi með hestunum er úr H&M Home, en svo eru líka frá Pottery Barn. Svo færðu oft fallega poka í Rúmfó 🙂