Dömujól…

…en jólin í herbergi dömunnar eru mjúk, svolítið bleik kannski (eða að umhverfið blekkir) og uppfull af hennar uppáhalds skrauti og föndri.

01-2014-12-15-144951

…og þessi póstur er svo kasjúal að ég bjó ekki einu sinni um rúmið!
En yfir því sjáið þið hanga stærsta snjókornið frá Liggalá (sjá hér)

02-2014-12-15-144954

…bleika kúlan er hins vegar frá Ikea…

17-2014-12-15-145301

…og svo er það tréð hennar, sem hún fékk frá ömmu sinni og afa um jólin í fyrra.  Alveg hreint frábært í svona krakkaherbergi – hátt og mjótt…

03-2014-12-15-144959

…aðventuljósið sem fékk meikóver kúrir í glugganum, en bambakrútt með smá greni stendur á borðinu…

04-2014-12-15-145033

…húsahillan er ekki jóluð neitt sérstaklega…

05-2014-12-15-145055

…og þessir vængir kúra nú alltaf á þessum snaga…

06-2014-12-15-145100

…en lítil jólastelpa situr vaktina í stóru hillunni…

07-2014-12-15-145107

…og lítil rebbakrútt – þau fá sko að vera áfram…

08-2014-12-15-145116

…og dásamlega húsið sem ég fékk fyrir hana í Spennandi (sjá hér).  Litlu stytturnar hafa verið inni hjá henni frá því að hún var lítil snuð og henni finnst alltaf jafn gaman að raða þeim og stilla upp…

09-2014-12-15-145142

…á borðinu stendur líka fallega “Jesú-húsið” hennar…

10-2014-12-15-145149

…síðan bættust við tveir dásemdar ísbirnir, sem jólasveinninn gaf henni í skóinn!  Elska það hvað þessi sveinn getur verið smekklegur og skemmtilegur stundum 😉

41-2014-12-24-144229

…tréð er síðan allt skreytt með perli sem hún hefur sjálf búið til.  Toppinn gerði hún sérstaklega fyrir þetta tilefni í fyrra – en ég festi hann bara með því að teygja greinarnar utan um snjókarlinn…

11-2014-12-15-145152

…hún fékk líka sjálf að skreyta tréð alveg frá A-Ö 🙂

12-2014-12-15-145155

…þessi frú kom á einhverjum jólapakkanum til hennar…

13-2014-12-15-145222

…í rúminu eru bambapúðar allsráðandi…

14-2014-12-15-145247

…og þessi standandi er norskur innflytjandi sem við tókum fegins hendi á móti…

15-2014-12-15-145256

…elsku Lúlli hvílir ofan á hinum, en þetta er bangsinn sem hefur fylgt henni frá því að hún var rétt um 7 mánaða…

16-2014-12-15-145259

…bangsapokar sem áður stóðu þar sem jólatréð er núna, færast um herbergið á vergangi…

18-2014-12-15-145305

…enda eru svona bangsapokar snilld í barnaherbergin…

22-2014-12-15-145538

…og á skápnum hangir einn Hello Kitty-jólasokkur, gasalega bleikur og kjút…

24-2014-12-15-145641

…og ef ég er einhversstaðar að mynda, þá er ég alltaf í svona dásamlegum félagsskap…

19-2014-12-15-145406

…elsku besti vinurinn…

23-2014-12-15-145602

…og svona eru jólin í dömuherberginu í ár!

20-2014-12-15-145429

6 comments for “Dömujól…

  1. Margrét Helga
    02.01.2015 at 10:58

    Yndislegt jólaherbergi alveg hreint! Daman þín snillingur að perla 🙂 Ekki amalegt að hafa svona aðstoðarljósmyndara með sér…hann er bara fallegastur!

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.01.2015 at 00:39

      Þú ert yndi mín kæra ♥

  2. Guðriður
    02.01.2015 at 19:24

    Dásemdin ein! Ég sýndi dóttlunni minni þessar myndir og hún er strax í startgírnum að fara perla til þess að fá svona dömujólatré á næsta ári.

    Gleðilegt ár til ykkar.

    G.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.01.2015 at 00:38

      Spennandi!

      Um að gera að fara yfir gamlar birgðir og nota þær líka 🙂

  3. Rannveig Ása
    03.01.2015 at 22:08

    Úff, þetta er himneskt, Soffía! Hvar færðu þessa “bangsapoka”?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.01.2015 at 00:38

      Takk fyrir!

      Þessi með hestunum er úr H&M Home, en svo eru líka frá Pottery Barn. Svo færðu oft fallega poka í Rúmfó 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *