… eins og ég sagði á mánudag þá er mig farið að langa svo mikið
að breyta útlitinu á svefnherberginu okkar (sorry ástin mín 
Hér eru nokkrar myndir sem ég er búin að vera að “pinna” á Pinterest og pælingarnar á bakvið þær:
Auðveld breyting, breyta lit, hengja upp myndir setja dekkri gafl..
![]() |
Mynd héðan |
Annað sem er farið að heilla, er að setja skipta upp veggjunum.
Þetta er einfalt, bara trélistar sem eru sniðnir til og festir á veggina og svo mála.
![]() |
Mynd héðan |
Þetta er náttúrulega mjög ammmerískt en mér finnst þetta eitthvað heillandi ![]() |
Mynd héðan |
Gera heimalagaðann grófann höfðagafl, ógó flott í annarri útfærslu sem hentar okkar stíl..
|
Mynd héðan |
Gera svona pósta á höfðagaflinn, háir póstar breyta mikið útlitinu á rúminu og þar af leiðandi herberginu…![]() |
Mynd héðan |
Þessi mynd gaf mér þá hugmynd að taka gaflana sem eru á rúminu okkar nú þegar og setja svona spegla á bakvið þá, einföld breyting sem getur gert mikið.
![]() |
Mynd héðan |
Veggfóðra endavegginn…endalaust flott 
![]() |
Mynd héðan |
uuuuuuuu….já takk, myndi þiggja þetta veggfóður!
![]() |
Mynd héðan |
Láta útbúa texta fyrir ofan rúmið, hjá mér myndi standa:
“Reyndu að koma þér í bælið fyrir miðnætti kona!”
![]() |
Mynd héðan |
Útbúa himnasæng yfir rúmið – instant drama…
![]() |
Mynd héðan |
Klæða höfðagafl með efni…..
![]() |
Mynd héðan |
…og svo bara já takk, ég vill gjarna þetta rúmteppi 
![]() |
Mynd héðan |
Það sem ég er að leita eftir er:
* Breyta höfðagafli
* Núna er allt voða hvítt og brúnt, það vantar svart og dekkri
tóna til að gera meira úúúúmmmpf þarna inn 
*Litir, allt brúnt og hvítt, fá meiri lit takk!
Litirnir sem ég er að leita eftir eru um það bil svona
![]() |
Mynd héðan |
eða jafnvel svona!
![]() |
Mynd héðan |
Hvað segið þið, hvað heillar ykkur mest?
það er alveg sama hvaða hugmynd þú útfærir … þetta verður gordjöss eins og allt annað sem þú gerir
kveðja frá Kolbrunar mömmu ( Edda )
blái liturinn heillar mig mest….
kv. Margrét
vá þetta eru allt mjög falleg svefnherbergi… verður gaman að sjá útkomuna
úff þetta er allt of mikið af fallegum herbergjum, finnst þau öll flott, svo það færi svaka valkvíði ef maður ætti að velja á milli
Kveðja Inga (ókunnug)
Ég er rosa skotin í svona fallegum textum eins og facebook síðan Fonts er m.a. að gera.. og antík blár og brúnn alveg málið fyrir mig.. jafnvel smá út í grænt.. og himnasængin!
-Kolbrún …ókunnugur aðdáandi =)
valkvíði.is Það er verst að þurfa að velja bara eitt þegar mann langar í allt : Þ En ég segi eins og fleiri, þetta verður osomm hjá þér sama hvað þú velur!
Sæl,
Ég sendi þér póst á þriðjudaginn…er ekki netfangið þitt soffiadogg@yahoo.com?
Kv. Ólafía
Ekki veistu hvrt e-r prenti fyrir mann svona stafi/texta til að líma á vegg?
Kv, Kristín
Allt svo flott.
Kv. Auður