…er hér í boði tærra freistinga!
Ég var blaðasjúkur unglingur, og langt fram á fullorðins ár. Átti endalaust af þessu, og viss tímarit voru sko keypt í hvert sinn er það komu út. Síðan, þar sem ég á sérlega erfitt með að henda – þá er alveg séns að ég eigi enn einhver með Friends framan á eða annað slíkt. Nú hins vegar í seinni tíð – þá kaupi ég mun færri tímarit, þar sem þau kosta oftast gasalega mikinn pening – nú og svo taka þau líka gasalega mikið pláss. Gasalegt vesen, skilruru!
Svo er þessi blessaði veraldarvefur sneisafullur af hinu og þessu og alltaf eitthvað nýtt. Sumir sem eru meira að segja að blogga á hverjum degi – Gvvvööööð! En það breytir því ekki að ég hef alltaf jafn gaman að komast í flott blöð og skoða og pæla og láta mér detta sitt hvað nýtt í hug…
En vissuð þið að það eru tímarit sem hægt er að skoða beint á netinu – án þess að borga krónu?
Hér koma nokkur fögur sem ég hef verið að skoða í gegnum og með því að smella á forsíður blaðanna þá dettið þið beint inn á hlekkinn til þess að skoða. Þess ber að geta að það er enn fleiri titlar til og nóg að skoða = samanber titill póstsins, tímaþjófur!
Ég reyndi að hafa þetta fjölbreytt og skemmtilegt.
Gjössvel og njótið ♥
En enn og aftur, ég vara við að þetta er endalaus uppspretta af bráðnauðsynlegum óþarfa og þið festist örugglega við að skoða hitt og þetta 😉
Snilld svona þegar maður er í pásu á facebook tímaþjófinum 😉
Snilld takk ! akkurat það sem mig vantaði hihihih barnlaus í viku og plenty time….held að það eigi að skrifa svona 🙂
Nú verður gaman hja mér 🙂
….GN