…eða búin að fá nóg?
Þar sem að nóg er af snjó úti þá ákvað ég að fylla bara bloggið af snjómyndum líka 🙂
…þarna sést rétt glitta í dúkkukofann í garðinum,
sem kemur til með að fá meikóver á sumarmánuðum…
…þvílíkur snjór
…þessi geimvera er t.d. garðarósin okkar 🙂
…og inni í hlýju eldhúsinu blómstrar orkídean mín – andstæður..
..og manni fannst þetta vera heill hellingur af snjó!
Síðan vöknuðum við á fimmtudagsmorgun og
Stormur hélt því fram að það gæti hafa snjóað aðeins meir…
…dóttirin agndofa, og yfir sig hrifin af “snjóöldunum” sem að mynduðust í fjúkinu…
…best að kíkja út um eldhúsgluggana –
ehhhhh, eða ekki…
…þá var lítið annað að gera en að rífa fram skófluna og hefjast handa…
…og þá bara moka “pínu” úr innkeyrslunni
…en snjórinn má eiga það,
að allt verður svooooo fallegt og ævintýralegt!
Góða helgi elskurnar!
vá svo gaman að sjá fallegar myndir af snjónum “heima” á Íslandi.
Guðrún Ýr- búsett í DK 🙂
æðislegar snjómyndir 🙂
Svo sæt mynd af systkinunum að leiðast og litli bróðir með mömmu náttkjól um hálsinn, krúttlegust í heimi 🙂 Margar myndir sem væru flottar á striga.
Kv. Auður