…kemur hér loksins inn!
Það er meira hvað þessi desember líður alltaf hratt og æðir framúr manni án þess að maður fái við nokkru ráðið…
…pappírinn og flest allt er frá Rúmfatalagerinum á Korputorgi, eins og tekið var fram í fyrri pósti (sjá hér), og ég minnist sérstaklega á ef hlutirnir eru annars staðar frá.
Merkimiðarnir voru reyndar flestir keyptir í Söstrene, og nammistafirnir í Bónus 😉
En einfalt var það en kemur bara ágætlega út, ekki satt?
…svarta pappírinn fékk ég líka í Bónus, og þetta er eins og brúnn umbúðapappír. Síðan notuðum við krítarpenna til þess að skrifa beint á pappírinn…
…bakarabandið var keypt í Tiger í fyrra…
…þessi æðislegi pappír er úr Rúmfó, en merkimiðinn úr Söstrene og bandið úr Ikea…
…einfalt snæri og einn glitrandi hvítur skrautköngull…
…þessi fallega stjarna kom úr Rúmfó, mér finnst hún æðislegt – svo jóló og flott…
…bakarabandið var keypt i USA en kortið úr Söstrene…
…þessi pakki kom frá dótturinn, skreyttur af henni og pakkaður inn…
…og þetta yndi kom frá syninum úr leikskólanum ♥
…allt úr Rúmfó, borðar, skraut og pappír – en kortið frá Söstrene…
…en eins og þið sjáið þá fékk ég þessi æðislegu dýramerkispjöld sem ég var mjög hrifin af og notaði óspart…
…enda eru þau alveg sérlega krúttaraleg ♥
…borðinn er úr Söstrene eða Tiger, en hann er síðan í fyrra…
…svo er einfalt oft best…
…bestu pabbar í heimi elska að fá svona fallega pakka frá krílunum sínum…
…með dásemdar skilaboðum…
…og fallegum teikningum, en bæði teiknuðu á pakkann…
…svo er dásamlegt að eiga svona góðann pakkapassara…
…og auðvelt að fá aðstoðar”menn” eða bara konur í svona pakkamál – enda þykja þau mjög áhugaverð, sérstaklega eftir að merkimiðar eru komnir á pakkana…
…þessi fannst mér sætur. Skrautlegur og fallegur pappír úr Rúmfó og hjartað þaðan líka, bakarabandið úr Tiger síðan í fyrra…
…síðan var ég svo ótrúlega heppin að þessi fallegi pakki var hengdur á hurðahúninn hjá mér á aðfangadag.
Til: Skreytiskjóðu
Frá: Breyti-Stúf 🙂
Skemmst er frá því að segja að Breyti-Stúfur er dásamlegur og agalega duglegur að giska á hvað svona Skreytiskjóður óska sér!
Ég held að þið ættuð bara að smella hérna, og kíkja á hvað það er magt fallegt til á boðstólum!
♥ Knúsar ♥
Snillingur ertu kona! Þessir dýramerkimiðar hafa algjörlega farið fram hjá mér! Sá hins vegar (í Pier) svona borða sem voru á svona keflum og varð bara að kaupa mér nokkrar týpur…notaði svo til að skreyta pakka 🙂 Var ótrúlega ánægð með útkomuna 🙂