6 ára strákur…

… fær hérna ímyndað herbergi, skv. fyrirspurn frá henni Hófí. 🙂
Herbergið er ekki mjög stórt (eins og flest íslensk barnaherbergi), þannig að við veljum rúm sem er ekki í fullri stærð.  Þannig tekur það ekki alltof mikið pláss á meðan litli stákurinn er enn lítill.
Síðan erum við með kommóðu sem er bæði viðarlituð og hvít, og tengir þannig saman rúmið og skrifborðið.
Hillan er síðan eldrauð ásamt rauðum stól, og kemur þannig með skemmtilega andstæðu við dempaðann litinn á veggjunum.  Ég valdi muskulegan bláan tón og svo fallegan gráann.  Þannig er komin fallegur, hlýr grunnur sem að lætur alla sterku litina poppa upp.

…skemmtileg hugmynd: taka venjulegar niðusuðudósir, spreyja í flottum litum og bora gat á botninn á þeim.  Bora þær svo upp á vegg sem geymslu fyrir alls konar dóterý.  Bæði notadrjúgt og töff að sjá þetta á vegg fyrir ofan skrifborð…

…geggjað töff að láta saga niður litla viðarbúta og búa til svona skraflkubba og festa á veggi.
Líka hægt að gera bara nafn barnsins…

Expedit hillan frá Ikea er snilld, og svona rauð finnst mér hún geggjuð.  Bæði tekur hún endalaust af dóti og svo er hægt að snúa henni bæði beint upp og á hlið – sem er frábært upp á nýtingu á litum herbergjum…

…mér finnast þessi loftljós geggjuð – það eru til ljós sem eru mjög lík þessum í Tiger…

…hef áður sýnt þessa lausn, en mér finnst þetta sniðugt undir einhverja flotta vegghillu, 
taka fótbolta í sundur og nota sem “hillustoð”…

…þessir kistlar/töskur eru frá Söstrene (mynd fengin af Facebooksíðu systrana) og eru úr áli,
geggjaðar við enda rúms í krakkaherbergjum og taka við alls konar hlutum…

…þessi mynd er úr Ikea og mér finnst hún alveg ótrúlega flott,
sérstaklega í strákaherbergi…

…þessar gardýnur eru líka frá Ikea, flottar í strákaherbergi – gefa punt án þess að vera blúndulegar.
Bara muna að setja gardýnustöngina hátt á vegg, kannski bara 10 cm frá lofti.
Þannig virkar meiri lofthæð í herberginu og það virkar stærra…
…hér er síðan innkaupalistinn sem ég setti saman úr Ikea, mest svona til að þið gætuð lesið hvað hver og ein vara heitir og hvað hún kostar:

Góða helgi elskurnar 🙂
p.s. var einhver saknaði þess að fá ekki póst í morgun?

6 comments for “6 ára strákur…

  1. Anonymous
    03.02.2012 at 22:37

    Ég saknaði þess að fá ekki póst í morgun;) Ég er einmitt nýbúin að kaupa svona skrifborð inn í lítið stelpuherbergi hjá mér og það er algjör snilld, tekur lítið pláss en með góðum hirslum.

    Kv.Hjördís

  2. Anonymous
    03.02.2012 at 22:41

    Ég var búin að kíkja 3x á síðuna í dag 😀
    Kveðja Guðrún H.

  3. Anonymous
    03.02.2012 at 22:48

    ÉG er búin að kíkja 6 sinnum í dag !! hehehe var farin að senda þér hugsanir…og vonaði að það væru ekki veikindi eða eitthvað þess konar í gangi 🙂 hehehe er orðið hluti af deginum manns 😉
    kv. Erla

  4. Anonymous
    03.02.2012 at 23:09

    hæ ég fór nokkrum sinnum dag og ath með þig!!!
    áttu hugmynd hvar með getur geymd alla þessa liti…tússliti,tréliti og fl.
    kv.Margrét

  5. Anonymous
    06.02.2012 at 09:23

    Takk fyrir þetta kærlega 🙂
    Hófí

  6. Anonymous
    06.02.2012 at 22:23

    Mjög flott 🙂 Gaman að sjá liti, ég er alltaf svo föst í öllu hvítu.

    Kv. Ólafía

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *