Apartment Therapy…

…hefur birt hitt og þetta héðan heiman frá mér núna á árinu.

Allt sem er feitletrað eru hlekkir sem hægt er að smella á!

Í ársuppgjörinu þeirra, Best of 2014, er gaman að sjá að mikið af því sem ég hef gert er valið meðal “Bestu verka 2014”.

Best of 2014: Kids’ Furniture Refreshers = DIY hillan í herbergi litla mannsins

Starred Photos269

Best of 2014:
Global Style: The Year’s Most Gorgeous Kids’ Rooms from Around the World = 
Herbergi litla mannsins

1-Fullscreen capture 13.10.2014 181707

Best of 2014:
Before & After: A Year of Ikea Hacks =
DIY hillan í stofunni okkar

27-2014-10-25-140817

Best of 2014:
Worldly Abodes: Our Best International House Calls of the Year =
Stutt heimsókn á heimili okkar

1-Fullscreen capture 27.12.2014 020339

Ég verð að viðurkenna að ég er dulítið stolt af þessu, sérstaklega þar sem að bloggið fær í sjálfu sér ekki mikla “viðurkenningu” hérna heima þar sem það virðist ekki ná að falla undir “Lífsstílsblogg” og víst alls ekki sem “Hönnunarblogg”.

En þetta sýnir kannski að maður þarf ekki alltaf að vera í því dýrasta og fínasta, heldur er oft hægt að ná ágætum árangi, og fallegu heimili sem hentar þér og þínum án þess að eyða öllum krónunum til þess.

Annars vona ég bara að þið hafið haft það sem allra best um jólin og ætla að deila með ykkur jólamyndum strax eftir helgi.

12 comments for “Apartment Therapy…

  1. Guðrún
    27.12.2014 at 16:37

    GREAT 🙂 Til hamingju og þú átt þetta skilið mest af öllum því þú ert flottust í þessu!!

  2. Jenný
    27.12.2014 at 17:59

    Innilega til hamingju Soffía mín, þú átt þetta svo sannarlega skilið. Ég held það séu ekki margir sem hafi eins mikið hugmyndauðgi eins og þú, endalaust að breyta og bæta og koma með nýjar hugmyndir, svo ég tali nú ekki um kraftinn sem býr í þér, ég myndi alveg vilja hafa tærnar þar sem þú varst með hælana í fyrradag í þeim efnum. Vona bara svo sannarlega að þú hafir löngun til að halda áfram með þessa flottu síðu, hún gefur bæði mér og svo mörgum öðrum svo mikið.

  3. 27.12.2014 at 18:12

    Til hamingju elsku Dossa – þú ert alger snilli og át sko skilið allt það lof sem þú færð! 🙂

  4. þórunn
    27.12.2014 at 20:06

    Kæra Soffía til hamingju !

  5. Halla
    27.12.2014 at 22:09

    til hamingju:)

  6. Vala Sig
    28.12.2014 at 01:33

    Hversu frábært, alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir það sem vel er gert.
    knús
    Vala

  7. 28.12.2014 at 12:56

    Vel gert og verðskuldað!

  8. Ása
    28.12.2014 at 14:13

    Frábært, til hamingju. Þetta er svo sannarlega verðskulað, langbesta bloggið!

  9. Margrét Helga
    28.12.2014 at 15:29

    Innilega til hamingju elsku Soffía!! Ef einhver á þetta skilið þá ert það þú! 😀 Þú ert algjör snillingur!!

  10. Greta
    28.12.2014 at 16:03

    Til hamingju!
    Einhvern veginn kemur mér þetta ekki á óvart 🙂

  11. Sigrún
    29.12.2014 at 08:00

    Vá innilega til hamingju átt það sannarlega skilið 🙂

  12. Edda Björk
    29.12.2014 at 16:26

    Þetta kemur mér nú ekki á óvart og er bara liður í “heimsfrægðinni” sem ég er alltaf að tala um við þig 🙂 Knúz Eddan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *