6.ára afmælið…

…sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju og eftirvæntingu rann upp þann 11. febrúar – loksins!
Við vorum búnar að spjalla mikið saman um “þemu” í afmælið og sú stutta stóra var spennt fyrir annað hvort Pet Shop eða Bratz.  Þar sem að móðirin hefur megna andúð á Bratz-inu þá varð að lokum Pet Shop fyrir valinu.  Keyptir voru diskar, glös og servéttur með Pet Shop myndum og allir voða glaðir.  Síðar sá  svo daman diska og glös sem mamman fjárfesti í í Ikea og fannst það flottara en PetShop-ið,
smekkkona sem ég er að ala upp.
HAMPEN motta B80xL80cm. Skærgrænt
Það var síðan í einni af mínum fjölmörgu Ikea ferðum að ég rakst á baðmottu!  Já, hafið þið aldrei séð baðmottu og fengið af henni þema í eitt barnaafmæli???? 🙂  En eftir það var ekki aftur snúið…
En byrjum á myndum úr afmælinu og síðan skal ég þylja upp alls konar skemmtilegar lýsingar og upplýsingar í næstu póstum, díll?
…eins og þið sjáið þá skárum við mottuna í þrjá jafna renninga og gerðum þannig “gervigras”-renning eftir miðju borðinu…
…tveggja hæða fondantkaka með krúttlegu dádýri á toppnum…
…aftan frá séð…
…geggjuð fuglabúr frá Söstrene Grene í Smáralind, alveg hreint dásamlegt sæt…
upphækkunin er úr Ikea, en þetta er víst ekki upphækkun á veisluborð heldur innan í skápa, en nýtist alveg hreint prýðilega svona – mæli með þessu í fermingarveislurnar!
Fallegu fuglastjakarnir eru líka frá Söstrene, ég held að ég hafi keypt seinustu tvo – en spurði og þær eiga von á þeim aftur fyrir páska…
…ljósakrónan skreytt að vanda, bláu blómin og friðrildin eru DIY-verk sem ég skal sýna ykkur á næstunni en bleiku blómin eru snilld.  Þau koma frá, og þið getið aldrei upp á því 🙂  júúúú – Ikea!
Þau heita Smycka og kosta bara 150kr, þannig að þetta ætti bara að vera skrautið í fermingarveislurnar í ár.
….og svo er það þessar elskur, féll svoleiðis fyrir þessum litlu fuglum, þeir eru dásemd!
…hér sjást bleiku blómin vel…
…úffff, það er enn svo margt eftir að sjá…
…yndislegu Godta-könnurnar frá…..Ikea….. 🙂
Þetta fer að verða eins og drykkjuleikur, í hvert sinn og þið lesið Ikea, þá eigið þið að taka einn sjúss, ok!
…það voru sem sé sveppir á kökunni (búnir til úr Fondant) og litlir sveppir sem “uxu” upp úr grasinu…
…því verð ég að segja að ég stökk hæð mína í loft upp þegar ég fór inn í Snúðar og Snældur í Smáralind,
og fann þessi sveppakerti.  Halló!  Gætu þau verið fullkomnari á kökuna?? 🙂
…og þegar var búið að stinga þeim í kökuna….
…og svo fullorðinsborðið,
takið eftir rómantísku kertunum með bleiku blómunum, líka frá – jú Skál í boðinu! – Ikea 🙂
….ahhhhh, svo sætur!
…mikið elsk á litlu fuglabúrin frá Söstrene Grene, alveg að gera sig að mínu mati!
…flotta karaflan er frá Ikea, glösin frá Ikea, diskar frá Ikea og servéttur frá Ikea, sjáið hvað ég er næs, núna náðuð þið 4 sjússum 🙂
…þessi póstur er orðin svooooo langur, leyfið mér að heyra hvort að þið viljið sjá framhald af þessu á morgun???  (neinei ég er alls ekki að veiða komment frá ykkur, alls ekki – en þið megið samt alveg láta í ykkur heyra) 🙂

34 comments for “6.ára afmælið…

  1. Anonymous
    14.02.2012 at 10:02

    Mjög flott hjá þér sú stuttu hlýtur að hafa verið alsæl og já endilega meira á morgun

  2. Anonymous
    14.02.2012 at 10:05

    Rosalega er þetta flott 🙂 bíð líka spennt eftir hugmyndum af öskudagsbúningum frá þér 😉 jú ég vil endilega sjá fleiri myndir á morgun 🙂
    kveðja,
    Halla

  3. Anonymous
    14.02.2012 at 10:12

    Fuglarnir kona, fuglarnir!!!! Hvar halda þessir sætu bíbbar sig? Langar á fuglaveiðar 😉 (og já alveg súperkjút ammælisboð!)
    Svala

  4. Anonymous
    14.02.2012 at 10:43

    Yndislegt allt saman, ég vil alveg sjá meira á morgun 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  5. Anonymous
    14.02.2012 at 10:46

    Vá æðislegt hjá þér… bíð spennt eftir öskudeginum hjá þér 🙂 endilega meira á morgun

  6. Anonymous
    14.02.2012 at 11:08

    Vá vá vá..þetta er alveg yndislega fallegt
    kv.Anna Kristín

  7. Anonymous
    14.02.2012 at 11:15

    Geggjað flott 🙂 Þú ættir að fá Ikea verðlaun… 🙂
    Hlakka til að sjá á morgun framhaldið
    Kveðja, Margrét

  8. Anonymous
    14.02.2012 at 11:16

    Allt mjög fallegt og spennandi 🙂 Hlakka til að sjá meira á morgun og innilega til hamingju með sex ára prinsessuna.

    kv.Elin

  9. Anonymous
    14.02.2012 at 11:59

    Hrikalega flott hjá þér! Ég féll einmitt fyrir svona servéttum í einni IKEA ferðinni;) Til hamingju með 6.ára skvísuna!

    Kv.Hjördís

  10. Anonymous
    14.02.2012 at 12:13

    meira meira meira 🙂

    Innilega til hamingju með stelpuna, sú hlítur að vera alsæl með þetta fallega afmæli 🙂

    kveðja, Eva

  11. Anonymous
    14.02.2012 at 13:04

    Æðislegt afmælisborð hjá þér, bíð spennt eftir framhaldi 😉
    Kveðja Inga (ókunnug)

  12. 14.02.2012 at 13:32

    Mikið er þetta fallegt hjá þér og baðmottan er frumlegasta borðskreyting sem ég hef lengi séð.

  13. Anonymous
    14.02.2012 at 14:30

    Þetta er náttúrulega baaara bella bjúdí! Til hamingju með 6 ára dúlluna og takk fyrir skemmtilegt blogg.
    Kveðja, IS.

  14. Anonymous
    14.02.2012 at 14:50

    Þú ert bara snillingur!!!Gaman að fá að sjá hvað þú ert hugmyndarík og smart;)

  15. Anonymous
    14.02.2012 at 15:22

    meira meira ….. 🙂
    Til lukku með dömuna. Voða gaman að geta skreytt svona krúttlega. Ekkert smá flott og ég er á leiðinni í IKEA ekki spurning !
    Er með 2 stráka og hef m.a.breytt húsinu í sjóræningjaskip og hryllingshús… voða gaman. Nú í lok febrúar verður það starwarslegosýning. Verið að tæma bókaskápana til að stilla upp. Það sem maður leggur ekki á sig fyrir þessi börn 🙂

  16. Anonymous
    14.02.2012 at 15:23

    Gleymdi undirskrift…
    kv. Gulla

  17. Anonymous
    14.02.2012 at 15:25

    OMG … þetta er náttúrulega óþolandi flott …. lætur okkur hinar ( aka mig ) ekki líta neitt sérstaklega vel út. Ohhhh vildi að ég væri svona sjúklega hugmyndarík … andvarp. En þegar maður er það ekki þá er bara eitt að gera .. að ráða svona snillinga eins og þig í vinnu 😉 Mín fylgist með spennt á morgun – eins og alltaf. Kveðja Edda Björk

  18. 14.02.2012 at 15:47

    vá þetta er með flottari afmælisborðum sem maður hefur séð!

  19. Anonymous
    14.02.2012 at 17:24

    Meira Takk

  20. Anonymous
    14.02.2012 at 17:58

    Ég er ein af þeim sem skoða alltaf bloggið þitt og finnst það æði en kvitta sjaldan. Þetta hefur nú verið afmælisveisla í lagi, ég er orðinn svo spennt að halda afmæli fyrir minn gutta (hann er 7 mánaða) að ég keypti blöðrur og servíettur áðan, hahaha! Hlakka til að sjá fleiri myndir!
    Kv. Kolbrún

  21. Anonymous
    14.02.2012 at 18:05

    Þú ert alveg frábær, það er svo gaman að fylgjast með blogginu þínu. Ég kíki alltaf eftir pósti frá Dossu fyrst og ég er sko áskrifandi af mörgum bloggsíðum úti um allan heim.
    Til hamingju með prinsessuna og endilega segðu okkur frá meiru á morgun, og hinn o.s.frv.
    Kveðja
    Steina

  22. Anonymous
    14.02.2012 at 18:29

    ó mæ…….ekkert smá fallegt og ævintýralegt 🙂 Sýndi 7 ára dóttur minni og hún varð alveg veik….held ég viti hvað ég þarf að gera í sumar á hennar afmæli, takk….hehe

    ….já og fuglarnir maður…..hvar fékkstu þá??

    kveðja
    Kristín Vald

  23. Anonymous
    14.02.2012 at 18:53

    Ég er ein af þeim sem skoða alltaf bloggið þitt og finnst það frábært alveg. Kvitta þó í fyrsta sinn! Innilega til hamingju með afmælisstelpuna,ferlega gaman að fá að skoða myndir úr öllum afmælunum hennar því hugmyndaflugi þínu virðast engin takmörk sett.
    Kv Heiða

  24. Anonymous
    14.02.2012 at 19:05

    jiiiimunur minn hvað þetta er yndisfrítt, alveg geggjað. ég held barasta að ég verði að gera eitthvað svipað fyrir mina píu 🙂 æðislegt blogg hjá þér 🙂

    kv Emilía

  25. 14.02.2012 at 19:16

    OK…það verður þér að kenna ef ég verð timbruð á morgun! *HIGG* :Þ

    Þvílíka augnakonfektið kona! Þessi sveppakerti eru snilld, og genius að blanda þeim með öðrum sveppum á kökunni! Hlakka til að sjá meira 🙂

  26. Anonymous
    14.02.2012 at 20:41

    Hef skoðað hjá þér í einhvern tíma.Þú ert snillingur kona !

  27. Anonymous
    15.02.2012 at 09:42

    Soffía mín þetta er æði hjá þér, innilega til lukku með fallegu stelpuna þína.
    Knús Vala

  28. Anonymous
    15.02.2012 at 10:07

    Elska þetta allt. Kakan er geggjuð. Sveppakertin æði. Blómin og sveppirnir og grasið með dýrunumm. Petshop-þemað verður svoooo sætt í þessum skógarstíl. Snillingur einsog alltaf.
    Kv. Auður

  29. Anonymous
    23.02.2012 at 20:14

    En frábært allt saman! Hvaðan er cupcake-standurinn? Hann er æðislegur!

  30. 27.02.2012 at 21:29

    Æji hjartans þakkir allar saman 🙂 Cupcake-standurinn er frá Crate and Barrel í USA.

    *knúsar

  31. Anonymous
    03.03.2012 at 11:59

    Þetta er svakalega flott hjá þér, ég held ég verði að fresta afmælinu hjá dóttur minni um mánuð svo ég nái að stílisera það 🙂 Virkilega gaman að sjá það sem þú ert að gera.

    Kveðja, Berglind.

  32. Anonymous
    09.02.2013 at 00:08

    Takk fyrir fermingarhugmyndirnar! Ég er að fara að halda fermingarveislu í fyrsta sinn og langar svo að gera það vel. Oh.. ég væri svo til í að hafa svona fallegt hugmyndaflug. Stundum langar mig að eypa, það er allt svo fallegt sem þú gerir! Gæti ég sagt fallegt oftar?! 😉
    Kveðja, Ástrós

    • 09.02.2013 at 03:15

      Haha 😉 Þetta er ekkert smá skemmtilegt komment, skemmtilegt og fallegt!

      Hjartans þakkir 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *