Þar kom að því…

…jabba dabba dú!  Gasalega er gaman þegar að skemmtilegir hlutir gerast óvænt og upp úr þurru.

Hingað kom kona að skoða sófasettið okkar og vildi bara kaupa það, einn tveir og þrír.  Ég var sjálf búin að finna annað sófasett sem að mig langaði í, nei bíddu LANGAÐI SVO MIKIÐ Í!

Þá var bara að vona, óska og biðja um að blessað nýja settið væri til, svona í hvelli – því ég gat ekki alveg hugsað mér að eiga sófalaus jól.
Sér í lagi þegar ég rifja það upp að þegar við fengum gamla sófasettið okkar, þá lentum við í biðtíma – sófalaus – með gestarúm og grjónastól í stofunni í nokkra mánuði = ekki skemmtilegt.

Þetta er sem sé sófinn sem heillaði!

Mér finnst hann æði.  Lappirnar, kósýheitin við hann – bara allt saman…

02-STOCKSUND-Soffa-IKEA-Grå-oktober-2014 - Copy - Copy

…ekki var það verra þegar ég settist í gripinn og fann að hann var geggjað þægilegur og það innsiglaði málið í mínum augum.  Ég vildi helst fá mér þennan dökkgráa, sem þið sjáið á myndunum hérna (og það er meira að segja til skemill í stíl)…

03-stocksund-soffa - Copy (2)

…en þessi grái var ekki til, en ljós var til núna.  Á ég svo að segja ykkur snilldina – áklæðið er selt sér þannig að ég er skráð fyrir dökkgráu líka, og fyrir konur, eins og mig, sem eru á varanlegu breytingarskeiði, þá er þetta ótrúlega hentugt.  Tvær týpur af sófum í einum – er ég í ljósu skapi, eða í dökkgráu skapi, hver veit og ég læt það ráðast…

01-stocksund_collage1 - Copy

…því er það svo að stofan mín er svona í dag…

04-2014-12-19-133438

…leikandi létt og ljós, og þó ég segi það sjálf – fögur…

05-2014-12-19-133442

…minn elskulegi eiginmaður þóttist ekki elska sófann frá byrjun, ég tel að það sé eingöngu vegna þess að núna get ég sagst kúra hjá sænska kærastanum á hverju kvöldi – en sófann kemur þaðan og þið getið kíkt á hann hér (smella) 🙂

06-2014-12-19-133445

…en stofan er öll léttari…

07-2014-12-19-133451

…allir púðar og teppi öðluðust nýtt líf…

08-2014-12-19-133509

…og lappirnar á sófanum, þær passa svona líka vel við lappirnar á gamla borðinu okkar – húrra…

09-2014-12-19-133604

….eldgamla jólatréð sem stóð á æskuheimili mömmu minnar er komið á stað í stofunni og nýtur sín bara vel…

10-2014-12-19-134702

…hæðin á sófanum er líka þannig að hillan nær enn að njóta sín vel…

11-2014-12-19-134924

…og eins og áður sagði þá fengu allir púðar framhaldslíf og eru bara eins og nýjir…

12-2014-12-19-134941

…og það sem er svo sniðugt við þennan sófa, er að maður getur skipt um áklæðið og auðvitað líka þvegið allt af því…

13-2014-12-19-134952

…og loks finnst mér allt vera að “tala saman” hérna heima, það er kominn einhver samhljómur sem ég kann vel að meta…

14-2014-12-19-135012

…klukkubakkinn á borðinu er líka skemmtilegur við, svona ljós og fínn…

15-2014-12-19-144512

…svo er best að horfa kannski líka smá á jólin í stofunni…

17-2014-12-19-144516

….þau eru frekar látlaus og ljós – því að þannig vil ég hafa þau.  Lítið rautt, frekar bara natur, könglar og fura í vasa…

18-2014-12-19-144526

…stjörnuteppi á bakinu á öðrum sófanum…

19-2014-12-19-144535

…og þar við hliðina stendur jólatréð…

20-2014-12-19-144544

…á bakkanum er lítið gróft tré, sem ég keypti af konu á sölugrúbbu á Facebook, og svo eitt lítið gervitré í silfurkari…

21-2014-12-19-144551

…og enn fleiri stjörnur á hillunni á bakvið sófann.  Sú brúna er úr Rúmfó, en sú minni er úr Sirku.  Síðan finnst mér æðislegt að sjá furuna í vasanum, ásamt einni grófri grein með könglum á…

23-2014-12-19-144607

…stærri stjarnan kom úr Tekk og er frá House Doctor merkinu, en þær eru því miður uppseldar þar…

24-2014-12-19-144624

…litla þorpið kúrir á hillunni að vanda…

25-2014-12-19-144626

…aftur, frekar látlaust og einfalt.
Gamalt tréfat, Maríu-stytta og stórt kerti, ásamt gervigreni úr Ikea og gömlum jólakúlum…

22-2014-12-19-144602

…og þannig er “nýja” stofan mín…

26-2014-12-19-144636

…mér finnst eins og jólin hafi komið extra snemma í ár.  Það fyndna er, að nú er ég alveg að hlakka til að taka jólaskraut í burtu og “leika” mér með stofuna og alls konar uppraðanir og púða og meððí – svona er ég nú klikk.

En ég er búin að vera að tala um að fá mér nýjan sófa síðan ég byrjaði með bloggið fyrir 4 árum og loks kom að því, en góðir hlutir gerast hægt og það er bara ágætt líka.  Þá kann maður betur að meta þá þegar að því kemur…

16-2014-12-19-144515

…hér sjáið þið samanburðinn – með gamla góða og nýja fína…

28-Starred Photos34

…hvað segið þið um þetta?

Eruð þið skotnar með mér?

27-2014-12-19-144744

19 comments for “Þar kom að því…

  1. Harpa Hannibals
    22.12.2014 at 04:09

    Bara yndislegt hjá þér Soffía mín…. elska bloggið þitt og líka facebook síðuna og sölusíðuna líka. Óska þér og þínum gleðilega jóla og farsældar á komandi ári. Vonandi verðum við svo heppnar að halda áfram að fá skemmtilegu bloggin þín áfram. Vona að tæknihliðin hjá mér lagist fyrir áramót svo ég geti farið að pósta myndum í gríð og ert…. 🙂

  2. Sigrún
    22.12.2014 at 07:51

    Dásemd!

  3. Margrét Helga
    22.12.2014 at 07:55

    Æðislega fallegt hjá þér 🙂 Og fæ alveg nostalgíukast þegar ég sé jólatréð gamla…elstu systkini mín tvö áttu einmitt svona tré og það var notað sem jólatré þegar ég var lítil, svo lengi að ég man enn eftir því 😀

    Takk fyrir póstinn mín kæra 🙂

  4. Margrét Milla
    22.12.2014 at 09:38

    Kemur rosalega vel út hjá þér, ekki að ég sé eitthvað hissa á því. Sófinn er osom, það er eins og að kúra í sæng að sitja í honum 😀

    • Margrét Milla
      22.12.2014 at 09:38

      Gleymdi….. takk fyrir að benda mér þennan sófa <3

      • Soffia - Skreytum Hús...
        22.12.2014 at 09:57

        Það var nú lítið 😉

  5. Ragga
    22.12.2014 at 09:42

    Yndislega fallegt eins og allt hjá þér mín kæra.
    Óska þér og þínum gleðilegrar hátíðar og vona svo sannarlega að
    jólahátíðin var mjúkum höndum um þig og þína.
    Hlýjar kveðjur 🙂

  6. Sigrún Þrastar
    22.12.2014 at 09:58

    Gordjöss!! Eigðu Gleðileg jól í nýja sófanum. 😉

  7. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
    22.12.2014 at 10:08

    En dásamlegt! Hversu mikill draumur er það að geta breytt um áklæði!! Ég vildi að það væri hægt á mínum sófa þá kannksi sérstaklega til að þvo 🙂

  8. Anna
    22.12.2014 at 10:40

    Æðisleg stofan hjá þér núna, allt fellur svo vel saman! Verð að segja að mér finnst þetta ljósa áklæði mun fallegra en þetta gráa. Það lífgar svo upp á allt saman. Er sjálf með hvítt áklæði á tveimur stólum í stofunni og það er bannað að borða í þeim, krakkarnir vita það og segja jafnvel gestunum það! Það er leiðinlegt þegar það kemur súkkulaðislikja óvart!

  9. Ingibjörg Thomsen
    22.12.2014 at 11:01

    Dásamlega fallegt flæði og hvert öðru fallegra. Sófinn er gordjöss 😀 Gleðilega hátíð til þín og þinna kæra Soffía ♡

  10. Magga Einars
    22.12.2014 at 11:10

    Yndislegt hjá þér 😉

  11. Halla
    22.12.2014 at 11:30

    Yndislega fallegt, einmitt eins og eg vildi að stofan mín væri. Það kemur voanndi einn daginn 🙂 en sófasettið ekkert smá flott, passar betur inn 🙂

  12. Vala Sig
    22.12.2014 at 11:42

    Fallegt er það, ekki furða þó svo herra Skreytum hús sé abbó
    kv
    Vala

  13. Asa
    22.12.2014 at 12:14

    Yndis..
    Gleðileg jól til þín og þinna!

  14. Margrét
    22.12.2014 at 13:05

    Sænski kærastinn klikkar ekki 😉

    Hann er geggjaður og gleðileg jól

  15. Guðbjörg Valdís
    22.12.2014 at 13:31

    Æðislega fallegt! Til lukku með nýja sófasettið.

    Gleðileg jól! 🙂

  16. Kolbrún
    23.12.2014 at 11:21

    Samgleðst þér með nýju sófana koma flott út .
    Gleðileg jól og takk fyrir alla póstana á árinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *