…eða svona þannig 🙂 Allir hlutirnir hér eru frá Ikea og ef textinn er undirstrikaður þá er hægt að smella á hlekkinn og detta inn í netverslun Ikea á réttum stað…
Byrjum á matarstellinu…
Diskarnir fallegu heita Ideell, það koma líka kaffikrúsir og skálar í þessum stíl.
En ég fékk mér þessa tvo sem svona “skrautdiska” með bara plein grænum diskum.
Fannst þetta passa svo fallega saman og jeminn eini, hvað það er nú mikið sumar í þessum hlutum…
…litlu skálarnar, ég fékk mér tvö stykki. Perfekt til að setja með á borð fyrir smá rjóma, eða sultu eða súkkulaði eða……….
…eins og ég er margoft búin að þylja upp þá er Lonsam-karaflan nýkomin til Ikea og mér finnst hún vera alger snilld. Ódýr og flott og frábær stærð…
…snilld á borð í fermingar og brúðkaup…
…og þegar að karaflan er komin með smá slaufu og skreytingu á,
og stendur við hliðina á yndislegu Godta-könnunum mínum,
þá verð ég að segja að ég er bara alsæl!
…diskarnir eru líka í Godta-línunni, og fást líka í bleiku og bláu, en mínir eru alveg dásamlega fallega grænir – notalega grænir ef þið skiljið hvað ég meina 🙂
Yfir í skreytingar og annað…
…Hampen-baðmottan þjónar hlutverki sínu afar vel, eins og áður var frá greint,
dóttir mín hlakkar mikið til að leika sér með hana í alls konar leikjum – sagði að sér hafi einmitt vantað gras til að láta Pet Shop/Barbie/Bratz-vini sína leika sér á…
…ég keypti líka tvo Skurar blómapotta, sem ég ákvað að nota fyrir snakk,
rétt eins og ég hef áður notað litla álfötur í fyrri afmælum…
…hér sést svo listi yfir restina…
…Rationell-hilluinnlegg er snilld á veisluborð, stend alveg föst á því,
það er svo nauðsynlegt að vera með upphækkun á svona borðum…
…flotti Rektangel-vasinn, geggjaður fyrir túlípana,
og rósablöðin eru til í nokkrum litum…
…og mjúku, fallegu, sumarlegu kertin….
… og alls konar falleg silkiblóm!
Ég er að segja ykkur satt, ég er svo ánægð með litla sæta og sumarlega stellið mitt að ég er farin að spá í að setja opnar hillur á brún/gráa vegginn í eldhúsinu – bara svo ég geti raðað því þar upp 🙂
Svona rúlla hlutirnar stundum áfram, játið þið nú – hverjar eru á leiðinni í kjötbollur og smá sjopping??
…og að lokum, ég bara verð að þakka hjartanlega fyrir allar heimsóknirnar undanfarna daga. Dagurinn í gær sló öll met! Þannig að ég ætla að gera díl við ykkur, ef við förum yfir 10 komment í dag þá verður 1 póstur á föstudag, 20 komment = 2 póstar, 30 komment = 3 póstar! Ég er ekki enn búin að sýna frá vinkonuafmælinu, nokkur afmælistrix og nokkur einföld DIY fyrir afmælisboð!
Koma svo, látum reyna á þetta! 🙂
Vó bara keppnis hérna 😉 Ég skulda sko mörg mörg komment. Kem á degi hverjum og algjör skandall hve sjaldan ég kommenta.
Hrikalega flott afmaeli, langar ad verda 6 ára aftur 😉 Mín verdur 3ja í apríl og thad verdur sko flett í gegnum alla póstana í undirbúningnum.
Knús frá Djörmaní
Svandís
sama með mig ! ég skulda þér fullt af kommentum…ég kem á hverjum degi…eða morgni frekara sagt:-)
geggjað hjá þér !
kv. Erla
Flott eins og alltaf, fékk fullt af hugmyndum fyrir mínar veislur. Takk fyrir mig.
Hanna
Læt ekki mitt eftir liggja í þessu líst vel á svona keppni! Þetta er mjög fallegt og glaðlegt allt saman. Ég er búin að plana Ikeaferð um helgina. Upphækkunin og diskarnir og glösin fara pottþétt í körfuna. Guttinn minn verður 8 ára 29. febrúar þannig að það verður megapartí svona þegar dagurinn kemur í alvöru 😉
kv.Gulla
Það er mjög gaman að skoða afmælishugmyndirnar þínar og svo gaman að þetta eru hlutir sem eru til á Íslandi.
Kv. María
fer strax á eftir í ikea í dag og fæ mér svona diska og falleg silkiblóm…alveg komin tími að birta til heima hja sér 🙂
kv.Margrét
Ég er líka sek .. þetta er frábær síða sem ég skoða oft
Algjör snilld hjá þér! Hlakka einmitt til að útbúa 6.ára afmæli fyrir mína skvísu;)Fór einmitt í IKEA í gær og vá hvað það var erfitt að hemja sig.
Kv.Hjördís
Ikea innkaupalistinn minn var orðinn alveg nógu langur fyrir og nú aldeilis búið að bætast á hann!
Takk fyrir frábært blogg, verður gaman að sjá hvort við náum 30 kommentum, hlýtur að vera því það eru örugglega fleiri en 30 lesendur á degi hverjum 🙂
Kv.
Sigrún
Kvitt 🙂
SH
Æðislegt bloggið þitt, kem hingað á hverjum morgni 🙂 þú er snilli….
Allt svo flott! Er strax farin að skipuleggja tveggja ára afmæli dóttur minnar í ágúst, svo mikill innblástur af þessum afmælispóstum. Sérstaklega Dóru þemanu en hún er í sérstöku uppáhaldi hjá minni 🙂
Bkv. Helga Rún
Ég er ein af þessum laumulesurum, sem kvitta aldrei! Mér finnst síðan þín alveg frábær. Hér á bæ er verið að undirbúa fermingarveislu, en við búum austur á landi, svo Ikea ferð er ekki alveg á dagskránni. (ég ætlaði að panta smotterí þaðan um daginn þegar útsalan var. Sendingarkostnaðurinn átti að vera jafnhár vörunum, svo ég hætti snarlega við!).
kveðja, Þorbjörg.
Æðislega flott hjá þér, þú ættir nú að fá prósentur hjá IKEA, hvar fékkstu dúkinn, hann er frábær eins og allt sem þú gerir, takk fyrir skemmtilega síðu:) Kveðja Sigga
Dásamlega fallegt!
Og ég skulda nokkur kvitt. Sumarfílingurinn er alveg að gera sig. Tala við þig seinna….er á leið í Ikea!
Kveðja
Kristín
Takk fyrir skemmtilegt blogg, ég kíki reglulega hérna inn og skoða allt þetta flotta sem þú ert að stússa 🙂 Það væri gaman að sjá allt afmælisborðið heild, það lúkkar ótrúlega skemmtilegt…
Kv.
Á.
Sorry, var ekki búin að lesa færsluna á undan, þar sést borðið í heild! 🙂
Á.
Vááá þetta er ekkert smá flott hjá þér 🙂 rosalega gaman að fá svona margar hugmyndir…ég held að maður þurfi að gera sér ferð í Ikea** elska allt sem er svona sumarlegt og litríkt! Eg er að fara að halda uppá fyrsta afmæli dóttur minnar í næsta mánuði og þetta hjálpar sko helling =) Þúsund þakkir og halltu endilega áfram að veita okkur hinum innblástur!
Yndislegt eins og venjulega 🙂 þar sem ég og eflaust fleiri úti-á-landi skvísur sem þurfum að panta frá IKEA þá vil ég benda á að flutningskostnaðurinn er miklu ódýrari ef maður fær Ikea dótið sent heim með póstinum 🙂 (þá getur maður leyft sér að kaupa aðeins meira fyrir mismuninn 😉
kv.
Halla
Frábært blogg 🙂 Dett hérna inn daglega!
jjiii hvað stellið er æði og kertin… já og silkiblómin og og og …. held það verði kjötbollur og sjopping fljótlega 😉
Mjög flott allt saman 🙂
Kvitta nú reglulega, en vil endilega fá 3 pósta á morgun 😉
Hófí
Elska bloggið þitt og kíki alltaf regluglega 🙂 æðislegar afmælishugmyndir!
Kvitt. Er á leiðinni í Ikea eins og fleiri 🙂
Kv. Auður
Dásamlegt, Frábært, Æðislegt, Krúttlegt, Lekkert og svo…. Fallegt.
Kvitt, skoða þetta reglulega og finnst þú mjög góður penni ;0)
Kveðja
Guðrún
Að sjálfsöðu verður maður að vera með .. Þú ert með svo sniðugar hugmyndir og ég er einmitt að fara halda upp á barnaafæli eftir mánuð!! Flott síða og takk fyrir mig.. 😉
Kv. Ragna Lóa
Ég hefði viljað sjá þetta blogg fyrir 20 árum 😉 Hef samt mjög gaman af því í dag og kíki alltaf. Þú ert dásamlega hugmyndarík og með fallegar lausnir. Takk fyrir að deila með okkur. GG
Gaman að fá svona afmælishugmyndir! Ég er einmitt byrjuð að pæla í afmælisskreytingum en litla skottan mín á afmæli í maí! Haha ein svolitíð spennt fyrir því! En ofboðslega flott og frumlegt hjá þér!
Kveðja
Hrefna Björg
p.s mig langar ofsalega að fá sent svona stafróf sem þú varst með í hreindýrapostinum ef þú hefur tíma:)
hrefnabjorg@hotmail.com
Rosalega fallegt veisluborðið hjá þér, þvílíkt hugmyndaflug 🙂 Þú ert algjör snillingur. Allt svo fallegt sem þú tekur fyrir þér.
Elska að skoða þetta blogg.
Kær kveðja
Jóhanna Björg
Frábært blogg 🙂 Dett hérna inn daglega en kvitta aldrei :/
Svakalega fallegt hjá þér.
Kveðja,
Kristín Anna
Ég kíki hingað á hverjum degi og finnst ótrúlega gaman að skoða bloggið þitt. Þú ert svo mikill snillingur og finnst svo gaman að sjá hvernig þú notar hlutina 🙂
Hilsen
Bylgja Dögg
Glæsilegt
Ég er líka hrifin af Ikea. Smávaran hjá þeim er oft svo skemmtilega plain sem gerir það að verkum að hún passar oft með öðru sem er til heima fólki. Hef verslað slatta af blómum hjá þeim og alltaf til einhver sem koma sér vel við ólíklegustu tilfelli.
Skemmtilegt síða
kv.
Sigga Maja
Algjörlega frábært blogg og snilldarhugmyndir 🙂
Súper gaman hjá okkur á morgun, alla vega komnir 3 póstar 😉
Var að spyrja um hvíta litinn á veggjunum og þú bentir á litaflóruna, þar kom ekki fram hvers konar hvítan lit þú notar, viltu deila því 🙂
kv. Elva
Takk fyrir frábært blogg. Þú ert svo sannarlega hugmyndarík, fagurkeri og skemmtilegur penni 🙂
Snilli minn frábært hjá þér,koma svo með fjóra á föstudag 🙂
Knús
Vala
Kem reglulega og les bloggið þitt! En verð að játa er að kitta fyrir innlitið í fyrsta skipti! Kv Lóló
Ég er með afmæli um helgina og vantar endilega fleiri hugmyndir!
kveðja, Dísa
Alveg snilld hjá þér að vanda, láttu þér ekki bregða þótt þú rekist á eitthvað af þessum frábæru hugmyndum í næsta familíafmæli 🙂
knús, Maggan
ég skulda komment 🙂 fer þá yfir 40 komment nær það þá 5 póstum eða?
kv. Bryndís
en
til
öryggis
ákvað ég að láta þetta nú fara yfir 45 komment svo það verði nú námundað upp í 50
Glæsilegt eins og venjulega. Kíki hér inn daglega. Segi eins og ein hér að ofan vildi að ég hefði haft svona aðgang þegar ég var með mína krakka litla.Mjög hugmyndaríkt hjá þér 🙂
Og ég skulda fjöldamörg kvitt 😉 Get svo svarið það að ég kíki hingað á undan facebook, mbl og tölvupóstinum mínum 😉 en er arfaslakur kvittari 😉
Íhugaði nú samt að henda síðunni út úr favorites þegar þú byrjaðir á afmælispóstunum svona ef ég yrði svo óheppinn að dætur mínar myndu finna síðuna 😉 mú ha ha ha
Hvað ætli það væru margar 6 ára sem myndu vilja að þú ættleiddir þær ef þær sæju þessar myndir? 😉
Kv Erla Birna
Elska að skoða bloggið þitt og þessir afmælispistlar eru alveg frábærir 😉
Kíki hérna inn á hverjum degi og hlakka til að gera það áfram 😉
Kv. Laufey