….af leikskóladeildinni hittust hérna síðastliðin sunnudag.
Þær eru svo yndislega fyndnar, sætar og góðar saman að það hálfa væri nóg.
Að vísu var bara allt mjög svipað og deginum áður, færri diskar og glös en enn meiri tími fyrir glens og grín…
…smá nammi þarf alltaf að vera með – það er bara afmælisboðalög…
…fallegu vængirnir sem eru á stólnum á endanum komu upp úr afmælispakka deginum áður,
og voru alveg upplagðir til að skreyta stólinn…
…eins og sést ágætlega á þessari mynd þá klippti ég ekki stilkana af neinu blómi, tók þá bara og sneri upp á þá, gefur bæði festu og þá er líka hægt að nota blómið aftur og aftur…
…þetta lítur út eins og teboðið hjá Lísu í Undralandi…
…sumar 6 ára stelpur eru farnar að missa tennur, og sum afmælisbörn skyldu ekkert í að vakna ekki með lausar tennur um leið og 6 ára afmælisdagurinn rann upp…
…kakan hafði ekki verið kláruð deginum áður,
þannig að henni er snúið mjög lymskulega þannig að hún lýtur bara út fyrir að vera heil…
…aha! Rasslaus kaka 🙂
…sætu kertin úr Snúðum og Snældum voru að sjálfsögðu endurnýtt og tendruð á nýjan leik…
….”Hún á afmæli í daaaag….”
…svo er bara að blása og gefa sér um það bil 5 mínútur til að snæða smá,
því að það að borða er bara tímaeyðsla þegar svona skvísur koma saman…
…pakkarnir opnaðir og dáðst að góssinu…
…jeminn ég hló svo mikið að þeim á þessari mynd, þær voru báðar að gera sig tilbúnar fyrir myndatöku –
mjög svo dannaðar og dömulegar…
…mikið lokkaflóð…
…og alveg ferlega sætar vinkonur!
flottar skvísur.
og veisluborðið ennþá jafn fallegt 🙂