Bónusblogg #5…

…og þetta er bara af því að þið eruð svo mikil krútt að það hálfa væri nóg!
Þetta er eiginlega bara svona myndapóstur, svona afmælis”þynnkan” þegar að partýið er að klárast/búið…
…rósablöðin úr Ikea eru alveg ferlega falleg, ofsalega fallegur liturinn á þeim…

…ó fallegu blóm, hví standið þið ekki að eillífu? 

…það er voða fallegt að blanda saman tveimur mismunandi tónum af blómunum…

…búið að kippa dúknum af eyjunni…

…og toppinum af kökunni 🙂

…hallú Bambi minn… 

…en enn logar á kertum…

…og túllar í vasa þannig að þetta er alls ekki slæmt… 

…reyndar er enn gras á borðum, og smá svepparækt (hljómar mjög ólöglega)…

…litli kallinn minn sem er búin að vera lasinn alla vikuna…
…”hmmm, mér finnst eins og það sé fylgst með mér”


Takk fyrir að taka þátt í þessu öllu með mér, að vera svona duglegar að kommenta í gær, sem og aðra daga.    Það er svo óendanlega mikið skemmtilegra að vera hérna “með ykkur” frekar en að vera með eintal og ræða við sjálfa mig!
Hjartans þakkir enn og aftur og góða helgi 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Bónusblogg #5…

  1. Anonymous
    17.02.2012 at 14:49

    Takk fyrir alla póstana í dag 🙂 Átt skilid góda og notalega helgi eftir dugnadinn 😉
    kv Svandís

  2. Anonymous
    17.02.2012 at 15:30

    Allt svooo flott hjá þér alltaf
    Reyndar eru þessi ,,rósablöð,, Túlipanar ha,ha,

    kv.
    Elín

  3. 17.02.2012 at 15:42

    Takk fyrir alla póstana í dag 😀 Æðislegt afmælið hjá dömunni, ekki amalegt að eiga svona flinka mömmu!

  4. 17.02.2012 at 15:59

    Takk fyrir krúttin mín 🙂

    Elín mín, rósablöðin liggja á borðinu en túllarnir eru í vasanum, svoleiðis er nú það 🙂

    Góða helgi!

  5. Anonymous
    17.02.2012 at 16:23

    Takk fyrir skemmtilegt blogg, er nýlega búin að finna bloggid thitt, alltaf gaman að kikja “inn” hjá thér.
    Bíd spennt eftir strákaafmæli 🙂
    Kv Dana

  6. 17.02.2012 at 16:32

    Vertu velkomin Dana, hér er eitt strákaafmæli ef þú vilt kíkja á: http://dossag.blogspot.com/2011/07/afmlisveisla-litla-mannsins.html 🙂

  7. Anonymous
    18.02.2012 at 08:54

    Þetta er alveg yndislegt. Dásamlegir hlutir sem þú ert að gera Dossa. Maður hrífst á hverjum degi skal ég segja þér. Gaman að fá að fylgjast með þér og fá skemmtilegar hugmyndir. ;=)
    Kv. Óla

  8. Anonymous
    18.02.2012 at 23:18

    takk fyrir alla póstana.
    Þetta var ótrúlega fallegt afmæli hjá stelpuni þinni eins og öll afmælin hennar hafa verið 🙂
    til hamingju með snúlluna þína 😉

    kv Jóhanna

  9. 19.02.2012 at 23:53

    Yndislegt eins og öll bloggin þín, ótrúlega skemmtilegar hugmyndir 🙂
    Kær kveðja Guðný Bj

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *