…húsmóður með jólin á hælunum!
Eða konu á barmi taugaáfalls, eða hvað við viljum kalla það 🙂
Það er einfaldlega þannig að þessi blessaður tími, að hann hleypur svo hratt áfram að oftast verðum við undir þegar að hann treðst fram hjá manni með miklu offorsi.
Frekjan sem hann er!
Mér fannst ég vera svo “snemma í því” í ár. Ætlaði sko að massa desember með trukki og dýfu, amen!
En í dag er fimmtudagur, innan við vika til jóla!
Er ég búin að kaupa allar gjafirnar? Nei!
Er ég búin að baka eina einustu sort? Nei!
Er ég búin að skrifa jólakortin? Nei!
Er ég búin að taka jólakortamyndina? Nei ekki heldur!
Held ég að jólin komi samt sem áður? Jáááááá, ég nokk viss um að svo sé.
Við, og þá held ég helst við konur, setjum fáránlega pressu og kröfur á okkur í desember (sem og kannski aðra mánuði). Maður er alltaf að eltast við einhverja ímyndaða fullkomna ímynd sem við ætlum að framreiða fyrir fólkið okkar og okkur sjálfar.
Stundum, þá er það kannski bara betra að setjast niður og dæsa, og játa sig sigraða. Jólin koma þrátt fyrir smákökurnar séu úr Bónus-dunkum og verða gasalega “hjemmelavet” að sjá þegar þær eru komnar í sætar glerkrukkur. Húsið er skreytt, svo mikið er víst, og gjafirnar fyrir krakkana eru frágegnar – og það skiptir mig mestu.
Ég er þakklát fyrir það sem ég á, og það sem ég hef – og það sem vantar upp á, það er ekkert sem að kemur til með að eyðileggja jólin.
Dóttir mín, 8 ára, spurði mig um daginn út í jólasveinana. Hvort þeir væru til eða hvort að mömmu og pabbar væru að gefa í skóinn? Ég sagði henni að ég trúði svo sannarlega á jólasveina. En jólasveinarnar, eins og jólin, eru hátíð sem tengjist í raun bara trúnni. Þetta er bara spurning um að trúa á að eitthvað skemmtilegt og gott geti gerst og þá gerist það oft. Ef við missum trúnna á ævintýrin þá erum við bara að tapa, þannig að trúin – hún er af hinu góða.
Ég trúi á jólin og kærleikann og friðinn sem þeim fylgja – hvort sem að ég nái að klára “allt”.
Knús til ykkar, og munið að slaka á kröfunum sem þið setjið á sjálfar ykkur! ♥
Já mikið rétt mér finnst einmitt Nóvember sem maður ætlar að gera svo mikið í alltaf einhvernvegin gleyma að stoppa við og strax kominn Desember sem fer næstum jafn hratt í gegn.En alltaf koma samt Jólin jafn dásamleg og þau nú eru.
Vá…takk fyrir þennan póst…! Var einmitt í þessum sporum í gær! Á eftir að skrifa jólakortin (ætlaði að vera svoooo snemma í því í ár og finnst ég í raun enn hafa heilmikinn tíma!), taka almennilega til, skreyta (eitthvað komið samt), klára að baka…er búin með eitthvað af öllu, á reyndar bara eftir 2 jólagjafir þannig að það er allt að smella.
Átti sem sagt svona “meltdown moment” í gær, var eirðarlaus og vissi ekkert hvar eða á hverju ég ætti að byrja. Ákvað því bara að gera ekki neitt, fór snemma í rúmið og planaði daginn í dag. Byrja á bakstri, ætla svo í jólatrésgöngutúr (bara að skoða, fjölskyldan kemur með ef við ákveðum að velja okkur tré þarna, þetta er sko í “okkar” landi þannig að við þurfum ekki að spyrja kóng né prest), vinna, kaffitími, fjós, borða, skrifa á jólakort, klára að vinna, sofa. Inn á milli verða svo matartímar eftir þörfum 😉 Líður miklu betur með þetta plan tilbúið, þyrfti að gera þetta fyrir alla dagana fram að jólum! 🙂
En er sammála, jólagjafir barnanna okkar eru mikilvægastar. Þegar þær eru komnar í hús þá gerir maður hitt allt eftir nennu og tíma. Og kökurnar í Bónus eru bara rosalega góðar! 🙂 Ekkert að því að kaupa svoleiðis!
Knús til þín Soffía mín og ykkar allra sem kannast við þessa “erekkibúinaðgeraneittfyrirjólinogklukkanerkorteríjól!!” tilfinningu 😉
AMEN, takk fyrir þennan póst. Jólaknús til þín elskuleg
svo mikið dásamlegar myndir, eins og alltaf…;)
Takk fyrir þetta, ég ætla einmitt alltaf að vera með “allt” tilbúið í nóvember… en svo e-n vegin lendir maður alltaf í smá tímahraki með eitthvað í undirbúningnum að hinum “fullkomnu” jólum 🙂
Takk fyrir að gefa þér tíma til að mynda jólin þín og stemmninguna, ég vona að þú vitir að það hefur mikið að segja fyrir einhvern eins og mig sem hefur ekki nokkurn sans fyrir og hugmyndaauðgi til að skreyta heimilið að geta stolið hugmyndum 😉
AMEN, eins og talað frá mínu hjarta!
Vel mælt! Pistillinn gæti verið skrifaður nokkurnveginn af mér. Nema jólagjafirnar komnar en ég á eftir að mála smá í staðin…
Amen og hallejúha kæra Soffía!
Í ár er jólastuð og stemmning mjög svo takmörkuð á þessu heimili þó reynt sé að skreyta og sinna þessu hefðbundna. Það er sérstakt að eiga fyrstu jólin eftir náin ástvinamissi. Þá sér maður svo skýrt hvað þessar tilbúnu kröfur eru óskaplega mikið aukaatriði.
Það skiptir ekki nokkru máli hvort sé bakað, jólakort skrifuð eða glimmer og pallíettur séu við völd. Ef það vantar eitt árið eða er minna af…ekki það sem við munum eftir þegar kemur að því að eiga bara dýrmætar minningar.
Það er fólkið okkar sem skiptir máli og samvera með þeim.
Risaknús til þín og takk fyrir frábært blogg og dásamleg skrif – we all lov jú 🙂