Tvöfalt gildi…

…er alveg brill.  Elska að finna eitthvað sem er fallegt en hefur líka notagildi.
Til dæmis þessi “gamla bók” sem að uglan mín stendur á…
…ein og sér er hún ansi hreint fallegt, en hún er meira en það…

…hún er líka geymsluaskja, sem er bara snilld!

…fékk þessar í heildsölu og þær voru tvær saman í setti!

Að lokum datt mér í hug að sýna ykkur skreytingarnar á borðinu eftir að búið var að smala saman Pet Shop-dýrunum, þannig held ég að hægt væri að nýta þetta sem skreytingar í fermingu fyrir stelpu…

…sem sé tvöföld nýting á skreytingunum líka 🙂 

9 comments for “Tvöfalt gildi…

  1. Anonymous
    22.02.2012 at 08:50

    Geggjaðar bækur ! langar í !!
    flottur þátturinn í gær Soffía, gaman að fá að sjá fallega heimilið þitt:-)

    mátt endilega skella inn myndum af baðherberginu ykkar…væri gaman að sjá hvað það væri flott:-)
    takk fyrir gott blogg.
    kv. Erla

  2. Anonymous
    22.02.2012 at 10:17

    Það er alltaf gaman að kíkja á fallegu síðuna þína:-)

  3. Anonymous
    22.02.2012 at 10:50

    Þú varst svo flott í sjónvarpinu í gær! Ég hugsaði einmitt líka að það yrði gaman að fá að sjá baðherbergið 🙂

  4. Anonymous
    22.02.2012 at 12:18

    Æðislegar bækur! Oh hvað ég hefði verið til í að sjá þáttinn í gær.

    K.Hjördís

  5. 22.02.2012 at 14:29

    Þessar bækur eru bara æði, ég á einmitt alveg eins 😉 Þú varst rosa flott í þættinum í gær og gaman að horfa á því manni fannst maður nú bara kannast soldið við sig þar sem ég er búin að vera að fylgjast með blogginu þínu 🙂
    kv. Ásta

  6. Anonymous
    22.02.2012 at 15:52

    What! hvar varstu í sjónvarpinu skvís?

    Annars, mjög hressandi ad kíkja hérna inn svona sídla dags og sjá fallegu hlutina thína 🙂

    knúzzer Svandís

  7. Anonymous
    22.02.2012 at 16:08

    Hvenær ætli sé endursýning á þættinum?
    Kv. Auður

  8. 22.02.2012 at 16:57

    úúúúú í hvaða þætti varstu í TV ? Innlit útlit?

  9. 23.02.2012 at 01:58

    Takk fyrir hrósin krúttin mín! Ágætt að stressið sást ekki utan á manni 🙂

    Það var sem sé innlit hjá mér í Innlit/Útlit á Skjá 1. Það ætti að vera hægt að sjá þetta á VOD-inu hvenær sem er hjá þeim sem eru með ákskrift 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *