Pakkapóstur #1…

…ég fór í Rúmfó á Korpunni, þar sem ég þarf fljótlega að fara að greiða leigu, í erindagjörðum – alls óskyldum innpökkun.
Hins vegar endaði ég með alls konar innpökkunnargóss og hélt því heim á leið til þess að pota pökkum í pappír.

Til að mynda fannst mér snilld krakkapappírinn! Hann var ekki bara sætur, heldur í rúllum með 10m á – sem er mjöööööööög gott þegar maður er að pakka inn fyrir krakkana – og það þarf helst alltaf að vera einn stór pakki – ekki satt, sem klárar nokkrar “venjulegar” rúllur…

02-2014-12-09-151556

…tók þennan bláa í það og svo þennan græna – sem er með skógardýrum og alveg dásemd!

03-2014-12-09-151743

…þessi fannst mér líka flottur, svona svartur með alls konar jólatrjám á…

04-2014-12-09-151826

…þessi hérna – myndin nær honum ekki en hann er alsettur glimmer og glitrar allur…

05-2014-12-09-151917

…ótrúlega hátíðlegur…

06-2014-12-09-151920

…svo er ég alltaf í sömu tónunum, og valdi silfraða, grábeige og hvíta í grunninn með mynstri á…

07-2014-12-09-152101

…sem mér fannst allt vera ofsalega fallegt og klassískt…

08-2014-12-09-152107

…erfitt að mynda svona pappír þannig að hann sjáist vel 🙂

09-2014-12-09-152119

…síðan vel ég eiginlega alltaf einfaldar slaufur og bönd á pakkana.  Hef veriðs érlega hrifin af þessum snærisböndum (50m á rúllu) og svo fannst mér þessar hvítu, sem sjást í baksýn, alveg ofsalega fallegar…

16-2014-12-09-152421

…með er svo gaman að vera með smá borða –
blúndukefli úr Tiger
grár flauelisborði úr Litlu búðinni minni…

13-2014-12-09-152439

…og svo smá skraut til þess að hengja á pakkana –
hvítu glimmerkönglarnir finnst mér æði (Rúmfó)
Jólastjarna (Rúmfó – 395kr)
lítið tréskraut sem er flott að líma á borða (Rúmfó) – svo væri þetta skraut líka kjörið til þess að dreifa á borð fyrir borðskreytingar…

10-2014-12-09-152233

…til þess að skreyta pakkana fyrir krakkana er ég litaglaðari…

12-2014-12-09-152347

…og eru þessar bjöllur og kúlur í sérstöku uppáhaldi…

15-2014-12-09-152514

…basthjörtun er líka æði á pakka (6 saman í poka og skreyta pakka mjög fallega) og þessar stóru snjóstjörnur (litaðar öðru megin og silfraðar hinu megin)…

14-2014-12-09-152500

…og þessi engill – hann fékk að koma á pakkann til stelpunnar minnar…

17-2014-12-09-153732

…og með náttúrulega tvær bjöllur, svona til þess að lífga upp á þetta…

18-2014-12-09-154058

…þær eru líka bara æðislegar…

19-2014-12-09-154105

…hérna sjáið þið glimmerpappírinn góðam með honum setti ég síðan smá gróft – svona svo þetta yrði ekki eins og diskókúla.  Með er síðan eitt af basthjörtunum og ég var búin að segja ykkur að þau eru æðisleg…

20-2014-12-09-154611

…t.d. að setja bara brúnt hjarta með snæri – það fannst mér koma mjög töff út…

22-2014-12-09-154948

…þessi hvíti “bylgjuborði” var á rúllunni sem ég sýndi ykkur áðan, og svo smá svona blúnda með….

23-2014-12-09-160035

…enda er pappírinn sérlega fallegur…

24-2014-12-09-160040

…og svo festi ég silfurkúlurnar fallegu með – því að það þarf smá bling…

25-2014-12-09-160252

…og þær eru bara gordjöss 😉

Hvað segið þið um svona, viljið þið ekki fleiri pakka?
Viljum við ekki alltaf fleiri pakka? 🙂

“Hvað fæ ég fallegt frá þér?”

26-2014-12-09-160255

9 comments for “Pakkapóstur #1…

  1. AnnaSigga
    17.12.2014 at 08:10

    Æðislegir pakkar, en hvar fékkstu þessar litríku bjöllur ?? 🙂 ég keypti bara koparlitaðar en hef ekki fundið litríkar jafnstórar 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.12.2014 at 08:14

      Allt innpökkunnarefni úr Rúmfó á Korpu, nema að annað sé tekið fram 🙂

  2. Kolbrún
    17.12.2014 at 08:50

    Kannski maður ætti að drífa sig að kaupa papp´rinn áður en þú klárar hann ha ha elska svona vel gerða pakka eins og þú gerir þetta liftir pökkunum á hærra plan.
    Takk fyrir sýnishornin vel hægt að nýta sér hugmyndirnar.

  3. Guðrún
    17.12.2014 at 08:51

    Æðislegt. Þú ert bara flottust í þessu, sem og öllu öðru, takk fyrir 🙂

  4. Sunna
    17.12.2014 at 09:19

    hvernig gekk að nota límband á glimmerpappírinn? ég gafst upp eftir 2 pakka og heila límbandsrúllu sem fór til fjandans haha virðist ekki límast á, var að pæla í að spyrja í rúmfó hvot það fylgdu sérstök límbönd með þeim :)) fór í gær og keypti mér venjulegann líka, einsog þessi glimmer er dásamlega fallegur, á í rauðu og silfruðu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.12.2014 at 11:44

      Það er erfitt að líma svona glimmer en þá var gott að nota bara snæri eða borða og allt hélst á sínum stað 😉

  5. Sigga Helga
    17.12.2014 at 09:26

    Já takk væri til í að fá pakka frá þér …innihald skiptir ekki máli 😉 Þeir eru gördjöss 😉

  6. Margrét Helga
    17.12.2014 at 14:12

    Æðislegar hugmyndir! Ég er líka alveg ofboðslega glöð af því að ég var búin að kaupa svona basthjörtu áður en ég sá þennan póst 😀 Og búin að skreyta einn pakka með einu svoleiðis 😉

    Takk fyrir yndislegan hugmyndapóst!

  7. Anna Sigga
    18.12.2014 at 08:18

    ég á svona basthjarta hvítt og ætlaði að nota það á hurðarkransinn … gæti endað á einum pakka í staðinn hefur verið borðskraut hjá okkur:D svo það gæti þess vegna endað upp á jólatré ef ég fæ það svona seint … fyrir jól 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *