Baðherbergi…

…vegna fjölda áskoranna 🙂  Reyndar hefur áður birst póstur um það hér.
En engu síður kemur hér baðið á nýjan leik, fyrst “gamla” baðið…
(skemmtilegar gleiðlinsumyndirrnar frá fasteignasölunum 🙂
…og svo smá handafli og niðurrifi síðar…
…við völdum okkur brúnbeisaðar flísar og síðan ljósar mósaík flísar með…
..við fengum okkur upphengt klósett og ákváðum að byggja klósettkassann alveg yfir að útvegginum…
…á þessari teikningu sést svona nokkuð nákvæm útlisting á málum herbergisins…
…ég er mjög ánægð með litinn á flísunum, þær eru hlýlegar og notalegar…
…við ákváðum að setja parketið á einn vegginn, svona til að tengja þetta betur við rýmið frammi, eins og sést ágætlega á þessari mynd…
…innréttingarnar eru frá Ikea en spegillinn er Góða Hirðis-fundur, en ég hef verið heppin með að finna spegla þar, þessi var fyrstur og svo var það þessi hvíti og þessi “franski”
…ég er hvað ánægðust með að hafa hilluna þarna inni til að skreyta,
ég reyni að breyta til með vasa og kerti þarna inni reglulega…
…við erum ennþá með skiptiborðið fyrir litla kallinn okkar ofan á baðinu og hengið úr Pottery Barn geymir bleiur og aðrar nauðsynjar…
…smáatriðin gera gæfumuninn 🙂

8 comments for “Baðherbergi…

  1. 23.02.2012 at 08:29

    Mjög fallegt hjá þér og mér finnst liturinn á flísunum ekkert smá hlýlegur og fallegur 🙂

  2. Anonymous
    23.02.2012 at 09:17

    Þetta eru rosalega flottar breytingar hjá þér eins og allt sem að þú tekur þér fyrir hendur;)

    Kv. Hjördís

  3. 25.02.2012 at 10:44

    æðislega fallegt hjá þér og liturinn og áferðin á flísunum er svo einstaklega hlýleg og fallegt, en þær eru sýnist mér alveg eins og flísar sem við settum á pínulitið baðherbergi sem var þar sem við bjuggum síðast, settum þá flísarnar á gólfið, framan á baðið og upp vegginn til að rýmið virkaði stærra. amk eru þínar flísar að heilla mig alveg jafn mikið og þær gerðu 😉

  4. 27.02.2012 at 01:09

    Mjög fínar breytingar og tek undir með nöfnu minni hér að ofan, dásamlegur litur á flísunum, þvílíkur hlýleiki!

    Með góðri kveðju 🙂

  5. Anonymous
    31.05.2012 at 20:51

    Svakalega flott baðherbergi.
    Mig langar svo til þess að vita hvaða efni þið notuðuð til þess að smíða klósettkassann, þ.e. undir flísunum??

    😉

  6. Rakel
    30.04.2014 at 10:56

    Bara hrikalega flotta allt sem þú gerir , verð að segja að það er frábært að fillast af hugmyndum og breita hjá sér . Æðislegt að skoða og fá hugmyndir 🙂 takk fyrir mig ,þetta er núna uppáhalds síðan mín á ‘Islandi 🙂 ehhe

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.05.2014 at 00:22

      Awwwwwww – takk fyrir þetta Rakel 🙂

      Gaman að heyra og vertu bara velkomin sem oftast!

  7. Sigga Maja
    10.02.2016 at 16:15

    Mjög fallegt, má ég spyrja hvaðan flísarnar eru ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *