…og örlítið pínu.
Fuglabúrið fallega frá Söstrene þurfti að eiga heima einhversstaðar eftir að afmælinu lauk. Til að byrja með þá fær það bara að vera áfram á eldhúsborðinu. Ég tók litla grein af tré í garðinu og leyfði litla bíbbanum að vera bara áfram í húsinu sínu…
…hann er enn jafn sætur, greyjið litla…
…setti smá af rósablöðunum frá Ikea í botninn á búrinu…
…síðan ákváð ég að prufa að taka bara fuglinn í burtu og setti fallega blómakertið (líka frá Ikea) í staðinn innan í búrið og hafði fuglinn bara við hliðina…
…elska litinn á þessu búri, hann er svo fallegur…
…ég átti síðan þessa segla úr Ikea, eru reyndar eldgamlir…
…og þegar ég var í Söstrene Grene sá ég svo sætan uglu skrapppappír, þannig að ég fékk smá hugmynd…
…setti bara seglana á og strikaði í kringum þá, svo bara klipp klipp…
…og svo Mod Podge og….
…og seglarnir urðu mikið sætari 
…smá svona litur á ísskápshurðina…
…og svo talandi um uglur og Söstrene,
ég gat bara ekki staðist þessa hérna…
…ég get svo svarið það, hún bara stökk ofan í körfu hjá mér og var alveg ómótstæðileg 
Var líka til í bleiku, pínu lítið smá sætur finnst mér!
Úff hvað þetta er allt saman sætt! Ferlega sniðug hugmynd með seglana – og mjúka ugluskottið er náttúrlega bara dásamlegt, lúkkar eins og “eldgamalt” leikfang síðan 1970 og eitthvað…
Takk, takk og góð kveðja
Bara flott hjá þér eins og alltaf, ótrúlega sniðugt með seglana
kv
Svala I
Hæ! þetta er alveg æðislegt blogg, mig langar svo að búa í stærra húsnæði og eiga falleg börn þegar ég skoða það hehe
en hvernig er þetta mod podge, notar maður það bara yfir hvað sem helst, til að fegra og bæta?
kv. Guðrún
Sælar allar, og takk fyrir fallegu orðin. Mod Podge-ið er nokkurn vegin eins og lím og lakk í sama hlutinum – mjög sniðugt
hægt að nota í flest allt föndur.
kv.Soffia