…um daginn þá lét elskan hún stóra systir mín mig fá mynd. Myndin var sem sé af mér, tekin þegar að ég var bara lítið pons en svona líka vel skreytt frá toppi til táar. Reyndar ein af fáum myndum sem er til af mér án þess að vera í hælaháum skóm, en ég ber þvi við að ég er bara 3ja ára á myndinni 🙂
Mér fannst þetta frekar fyndin mynd af litlu skreytiskjóðunni og þegar að heim var komið að kippti ég henni úr veskinu og setti hana frá mér, reyndar inni á baði…
…ég áttaði mig síðan á því, nokkrum dögum seinna, þegar ég leit á myndina að sennilegast hefur ekki mikið breyst. Sérstaklega ekki þegar að ég horfði á staðinn sem að ég setti myndina á….
…miðað við allt skreytirí-ið í skálinni og vasanum, þá get ég vel skreytt mig svona áfram 🙂
Sérstaklega þar sem að þetta er bara útibú af skartinu, það sem er í svona “daglegri” notkun!
hí hí krúttlegt og gaman að þessu
Þú ert alltaf sætust og mesta krúttið!!!segir stórasta systir þín.
Og svo ertu líka snilli og snyrtipinni!
Elska þig ógurlega:)
Gunnatunnagrautarvömb