Lítil hús…

…sem standa saman.  Er það ekki bara sætt?
Búin að taka niður bleiku bylgjuna sem að gekk yfir við afmæli dömunnar minnar.  Eins vorlegt og næs og það var að hafa bleika litinn, þá finnst mér voða notó að vera komin í neutral tónana mína…
…stjakarnir komnir með hvítu kertin og geymslubækurnar fengu að vera áfram…

…stakk ljósaseríu innan í húsin og er svo happy með það,
húsin eru svo mikið fallegri með ljósi innan í og það er indælt að hafa alltaf ljós í þeim, 
ekki bara þegar að ég kveiki á kertum 🙂

…og hvað? 🙂

…fékk svona líka fínan ramma fyrir 4 myndir, er mjög ánægð með það…

…þessi póstur er ekki um neitt, en svona er þetta stundum…

..ég held að ég þjáist af einhverju bloggbatterýsleysi í augnablikinu.
Utan þjónustusvæðis eða allar rásir stíflaðar… 🙂

9 comments for “Lítil hús…

  1. Anonymous
    28.02.2012 at 08:47

    Sæl, Hvar fékkstu þessi fallegu hús? Eru meirháttar. Frábær síðan hjá þér :=) Kveðja Gerður.

  2. Anonymous
    28.02.2012 at 09:11

    hæ hæ
    hvar fékkstu þennan ramma?
    Kv. Helena

  3. Anonymous
    28.02.2012 at 09:13

    Ótrúlega kósí og flott hjá þér!

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    28.02.2012 at 10:58

    Þér finnst pósturinn kannski ekki vera um neitt en mér finnst gaman að sjá myndir af svona uppröðunum hjá þér.

    Kv. María

  5. Anonymous
    28.02.2012 at 13:06

    sammála Maríu, þetta er sko mjög skemmtilegur póstur 🙂

    kv. Guðrún

  6. Anonymous
    28.02.2012 at 22:00

    Alltaf gaman að líta inn á þessa yndislegu síðu, takk fyrir að leyfa öðrum að njóta:-) kveðja Guðrún

  7. Anonymous
    29.02.2012 at 22:16

    ohh æðislegt, ég væri líka til í að vita hvar þú fékkst húsin ?

  8. 29.02.2012 at 22:30

    Takk fyrir allar saman 🙂

    Helena, ramminn er úr Hagkaup og kostaði bara 1000kr með afslætti.

    Stóra húsið var keypt í Europris fyrir jólin, en litla var keypt í Islandia í Kringlunni fyrir seinustu jól.

  9. Anonymous
    04.04.2012 at 20:31

    hvaðan kom svo & merkið?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *