…fyrir litlu dömuna.
Fékk fyrirspurn frá henni Rut um hvernig ég hefi skreytt borðin í skírnunum hjá börnunum mínum. Ég ætla því að birta af því myndir hér í tveimur hlutum, fyrir hádegi og herrann eftir hádegi. Þið verðið þó að taka inn í myndina að þetta eru bara random myndir sem teknar voru, ekki fyrir neitt blogg eða svoleiðis heldur bara svona í leiðinni og maður sinnti öllu hinu sem þarf að sinna þegar veislur eru haldnar og maður er með mánaðar gamalt barn í höndunum 🙂
…kakan var keypt frá Jóa Fel, við völdum frekar að hafa hana alveg hreina hvíta frekar en með svona bleikri slikju í, fannst það hreinlegra og fallegra…
…við vorum með veisluna heima hjá okkur. Ég keypti því bara efni sem að mér fannst passa við þær skreytingar sem að ég hafði í huga og fékk mér 2 bleik glös á fæti sem þá fengust í Ikea.
Síðan tók ég oasiskúlur og bleytti þær vel (láta þær sökkva í vatn – ekki ýta þeim niður), ég hafði keypt nokkur rósabúnt sem að ég skar knúbbana af og raðaði þeim í kúluna. Þannig gerði ég þessa rósakúluskreytingar sem standa á borðinu.
…ég var síðan með mismunandi tegundir af glerstjökum og þrjá mismunandi litli af kertum.
Annars lét ég bara veitingarnar sjá um að skreyta borðið fyrir mig og þær stóðu alveg fyrir sínu…
…önnur rósakúluskreyting stóð á stofuborðinu…
…mér finnast blóm vera alger nauðsyn í allar veislur – kaupi mér alltaf blóm við svoleiðis tækifæri…
…hún var líka í sama kjól og amma hennar hafði verið skírð í (nokkrum árum fyrr)…
…Beta vinkona mín bjó til kertið, en svona “kertapenna” er hægt að kaupa í Europris og föndurbúðum, síðan voru litlar perlur festar á til skrauts…
…lítil skírnardama hvílir róleg í fangi ömmu sinnar, enda fékk hún nafnið hennar!
Mjög fallegar skreytingar og sniðug hugmynd með rósirnar! Stel þessari hugmynd kannski fyrir brúðkaupið mitt 🙂
Hvar fást svona oasis-kúlur og hvað dugir skreytingin sirka lengi?
Kv,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Mjög fallegar skreytingar og rósakúlan algjört æði;)
Kv.Hjördís
Sæl Guðbjörg,
Oasis kúlurnar ættu að fást í flestum blómabúðum – í það minnsta stærri búðum eins og Blómaval. Ef þær drekka vel í sig af vatni og skáskurðurinn á stilkunum er hreinn, þá ætti þetta að duga vel og lengi – síðan er gott að úða yfir blómin vatni með úðabrúsa.
Takk fyrir báðar tvær, spes til þín Hjördís – þú ert sérlega ötull og yndislegur kommentari, þykir vænt um það 🙂
kv.Soffia