…og þá fékk litli maðurinn nafnið sitt 🙂
Enn og aftur þá bara valdi ég dúk sem að mér fannst passa vel við skreytingarnar sem að ég hafði í huga…
…síðan tók ég tvo glæra vasa sem að ég átti og setti tvo mismunandi bláa, borða og batt þá saman í slaufu ofan á. Síðan átti ég litlar glerflöskur sem að ég setti víraði saman, setti bláan sand í botninn á vösunum og festi síðan flöskurnar á vír, með hvítum rósum í, við borðann.
…ég tók turkish borða úr Söstrene og festi þá saman með perluprjóni og stakk í kransakökuna, í kringum hana setti ég síðan M&M sem var svona skemmtilega pastellitað, enda keypt í USA fyrir páskana…
…fékk svo sætar bláar servéttur með hvítum doppum í Ikea. Á myndinni sést matgæðingurinn frænka mín (Ella ofurbloggari) dansa gleðidans af tilhlökkun við að komast í kræsingarnar.
…setti bara slaufu á toppinn á kransakökunni…
…skírnartertan er frá Jóa Fel, eins og í fyrri veislunni…
…flotti cupcake-standurinn frá Crate and Barrel hefur verið mikið notaður,
enda er hann sérlega mikið borðskraut og skemmtilegur…
…kökur og kræsingar….
…spes kaka sem stórasta systir mín kom með handa stóru systurinni,
svo að litli bróðir væri ekki bara aðalið ;)…
…kransakökubitar og ricekrispies-kökur…
…aftur sá elskan hún Beta mín um að útbúa kerti, og ég fann þessi litlu bláu fiðrildi sem að gerðu svo mikið…
…afar montinn afi með nafna sinn…
…og auðvitað gjafir…
…og bakkar og blóm…
…og litlir þreyttir menn 🙂
…og af því að allir hafa gaman af góðu fyrir og eftir.
Þá er hér fyrir:
…haha, og svo eftir 🙂
…litli gaur var skírður í kjólnum frá móðurfjölskyldunni, svona til þess að nota ættargripina báðum megin frá. Skiptum þessu bróðurlega á milli systkinanna!
…svo ánægð með nýjasta fjölskyldumeðliminn 🙂
aaawww gaman að sjá þessar myndir og ég hló nú bara upphát yfr fyrir og eftir myndinni af boðinu hahaha
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
vá takk æðislega fyrir þetta, rosa gaman að sjá og ekkert smá sniðugt að gera kertið bara sjálf, aldrei að vita nema ég bara prufi það og skreyti með flottum fiðrildum 🙂 finnst líka kransakakan geggjuð, flott nammið í kring! Æðislegir líka svona borðar 🙂
Fer núna út og kaupi borða og dúk og sérvettur og allskonar gleði:D Enn og aftur takk!