…af síðum bókanna og síðan bara hvert sem er 🙂
Ég klippti út fiðrildi fyrir afmæli dömunnar og eftir það, þá er bara gaman að klippa fiðrildi,
einn fimmtudag þegar að bæklingarnir hrúguðust inn um lúguna þá sat þessi litli vinur á borðinu….
…ég kippti síðan með mér gamalli bók í Góða Hirðinum, sem var algerlega ónýt og kápulaus…
..og hófst handa…
…síðan tók ég þennan tíbíska gamla blómavír og þræddi fiðrildin upp á hann,
ég klippti hann ekki niður strax svo ég gæti ákveðið eftir á hversu langur vírbúturinn átti að vera…
…síðan stakk ég endanum á bakvið spegilinn…
…dró vírinn eins og ég vildi láta hann vera…
…og svo voru fiðrildin dreginn á rétta staði…
…ég held nú að það sé hægt að leika sér með þetta…
…mér finnst svona frildi bara voða sæt…
..ég held að ég verði líka að klippa nokkur úr nótnablöðum…
…hverjar fíla frildin sætu??
…einhver sem ætlar að munda skærin um helgina?
Góða helgi elskurnar!
Þetta er ekkert smá flott og sniðugt hjá þér, ætli ég verði ekki að finna stað fyrir svona fínerí heima hjá mér.
Kv. María
Vá ekkert smá sæt og fín fiðrildi!
Kv.Hjördís
Æðisleg! Alveg dásamleg…
Æðislega sæt fiðrildi!
Takk fyrir skemmtilegt blogg. Það er nú ekki langt síðan ég datt hérna inn á síðuna þína og ég er strax orðin fastagestur 😉
Kv. Guðbjörg
Yndi!!!! og JÁÁÁÁÁÁÁ þú verður að gera úr nótnablöðum!!!! Ekki spúrning 🙂
Æðisleg fiðrildi, veikindi á bænum og þetta því snilldarhugmynd sem afþreying núna. Þúsund þakkir 🙂
Æðislegt, þig langar ekki að sýna einhverjar brúðkaups hugmyndir ?
frábær fiðrildi og flott útfærsla hjá þér dossa mín. Ég bjó til fullt af svipuðum fiðrildum fyrir árshátið í fyrra og málaði með vatnslitum útlínur á þau í ýmsum litum og það kom mjög flott út. Annars rakst ég á svona fiðrildaskera í föndur búð í Reykjavík sem sker út nokkuð stór fiðrildi og ég væri alveg til í að eiga svoleiðis.
kveðja Adda
ekkert smá falleg
kv. Bryndís
Ótrúlega einfalt og fallegt hjá þér! Langar að græja svona hér hjá mér.
knús á þig snillingur 🙂
Helena og co
OSOM og væri líka osom með nótnablöðum
Dásamlega fallegt hjá þér eins og alltaf snillingurinn minn, held ég prófi þetta með dömunni minni sem er alltaf að föndra fiðrildi í öllum stærðum og gerðum! Nótnablöð væru æði, gerði fullt af svoleiðis kramarhúsum fyrir jólin með Heims um ból og fleiri jólalögum 😉 Knús, Anna Rún.