…og svo er ég bara með morgunkorn 🙂
Hef verið að fá mikið af beiðnum um að koma með pósta og myndir frá fermingum eða brúðkaupum.
Því spyr ég ykkur, hvort viljið þið sjá á undan: Ferming eða Brúðkaup?
Þetta er svo mikið lýðveldi hérna hjá okkur!
En á meðan, stóru glerkrukkurnar mínar sem hafa geymt hitt og þetta í gegnum tíðina, sjá þennan póst hér, eru núna að geyma Cheerios og hafra. Sem sé morgungóssið.
Fyrst vorum við bara að dýfa skálunum ofan í til að ná í Cheerios en síðan mundi ég eftir stóru skeiðinni/skóflunni frá ömmu bóndans og hún er alveg pörfekt í þetta hlutverk.
En segið mér nú: Brúðkaup eða fermingar?
Póstarnir munu koma á hverjum degi þessa vikuna 🙂
Ferming! 🙂
ferming
Þar sem við erum að fara að gifta okkur í Mai en munum ekki ferma fyrr en eftir 10 ár þá segi ég gifting.
kveðja María
Gaman að fá að kíkja í heimsókn hjá þér ;=)
Ég væri til í fermingu, er að fara í þann pakka eftir tvö ár, þarf að fara viða að mér skemmtilegum hugmyndum svo maður standi nú ekki á gati þegar að þessu kemur.
Það vottar fyrir stressi bara að skrifa þetta orð, ferming
Kv. Óla
styttra í fermingarnar 🙂 þannig að ég segi ferming 🙂
Ég vil segja gifting en fyrirgef þér ef fermingarpóstarnir koma á undan 🙂
Kv,
Guðbjörg
Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir þessa fallegu og skemmtilegu síðu. Ég kíki reglulega hingað inn þó ég hafi ekki skrifað neitt áður.
En varðandi spurninguna þína þá segi ég líka ferming, þar sem styttist í að ég fari í þann pakka.
Kv. Kristín
Ferming… Kvíðahnúturinn er amk farinn að vaxa hjá mér, tæpar 4 vikur til stefnu!
Hófí
Brúðkaup! I´m a sucker for weddings! 😉
Kv. Elva
Ferming, er að fara að ferma í apríl! 😉
kv Ína
ég væri MIKIÐ til í að sjá brúðkaupspósta fá þér en auðvitað ganga fermingarnar fyrir… svona þar sem þær eru alveg að detta í hús.. en brúðar meiga alveg fylgja þar fast á eftir 🙂
kv
Dagný Ásta
Ferming, því þær nálgast óðfluga. Fyrstu fermingarnar eftir 3 vikur
ég segi brúðkaup, styttra í það heldur en fermingu 🙂