Ferming 2002…

….úff – það eru bara komin 10 ár síðan!  Hvert fer tíminn eiginlega?
Í það minnsta, þið verðið að þola að myndirnar eru í misgóðum gæðum – enda ekki teknar með blogg í huga (silly me).  En hugmyndirnar eru til staðar og vonandi nýtast þær einhverjum 🙂
Póstarnir verða sennilegast tveir á dag til þess að fermingarlotan klárist í þessari viku.
Séð yfir salinn:
…notast var við blá vínglös (eins og vinirnir í Friends áttu líka 🙂
Ég setti oasis ofan í glösin, og það var fínt að nota hann í þessu tilfelli þar sem að glösin voru svo dökk að það sást ekki í gegnum.  Síðan voru gular/orange gerberur, aspidistrulauf, aspas, beargras og greinar sem ég klippti.  Yfir oasisinn setti ég síðan litaðann sand…

…ég var með lítið tré “grindverk” sem ég teygði yfir matarborðið, og þið komið til með að sjá að sömu hlutirnir eru nýttir í gegnum fermingarnar aftur og aftur…

…við vorum með bláar servéttur…

….lítil glös, eins og eru sett á stakar rósir í blómabúðum, voru vafinn inn í servéttur og víruð föst á grindverkið.  Það þar að passa að setja blómin samdægurs ef svona lokuð glös eru notuð því að það kemst ekkert súrefni þarna ofan í og því lifa blómin ekki lengi svona…

…Skreytingin var byggð upp með sömu blómunum og í kringum kertið…

…séð aftan á skreytinguna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *