…og núna er það fyrir stelpu 🙂
Sniðugt ráð: kaupið eða fáið lánaðann háann vasa.
Að vera með háann vasa gefur borðinu svo mikið “drama”. Það þarf ekki að vera með svo mikið af blómum, rétt eins og í þessum vasa þá eru einungis 3 gerberur og svo beargras.
Annað sem gerir mikið er að draga perlur upp á grasið!
Einnig er skemmtilegt að nýta með silkiblóm (þessi bleiku) og fiðrildin.
…Sísaldúkur var klipptur í mjóa renninga til þess að setja smá lit á borðin.
…skemmtilegt er að nota eitthvað sem að minnir á fermingarbarnið (sem í þessu tilefni var söngur) og nota það með í borðskreytinguna. Þarna sést líka hvað það er gaman að nota beargrasið og “temja” það, láta það mynda alls konar form…
…séð yfir stofuna, lengjur með silkiblómum festar á gardínustangirnar…
…kjörið er að gleyma ekki að skreyta á ólíklegustu stöðunum.
Mosagrindverk var fest á handriðið og þaðskreytt með blómum, lifandi og silki.
Áfram voru glösin klædd með saman efninu og sett var á borðin.
…þar sem að það er nú ekki ódýrt að kaupa fullt af vösum til þess að setja á hvert og eitt borð, þá getur verið sniðug lausn að setja alls konar vasa, eða flöskur eða glös bara ofan í gjafapoka 🙂
….en engar áhyggjur – við erum að færast nær góðu myndavélinni minni og töluvert betri myndum.
Eru einhverjar að ná að nýta sér hugmyndir sem þær sjá hér???