…fyrir dömu og í þetta sinn, blandað saman bleikum og orange 
…liturinn fenginn frá dúkum, blómum, kertum og sandi…
…aspidistrublöð, rósir og mini gerberur 
…kerti á disk og rósablöðum dreift á borðið,
svipuð blöð fást í Ikea í nokkrum litum…
…ílangur diskur notaður fyrir blómaskreytingu.
Notaði aftur Oasiskúlur (látnar sökkva í vatn, ekki ýta) og í þetta sinn þá notaði ég lime græna skraut-oasis-kúlu, þá þarf ekki að þekja kúluna (eins og þarf með hinar) því að það er bara fallegt að sjá í limegræna litinn…
…silkiblómalengjur notaðar á kertastjaka..
..og fiðrildalengjur á ljós…
….aftur lime-græn-Oasis-kúla. Skreytingin gerð í skál og skálin fyllt með orange skrautsandi…
…hey já, og þarna notaðar svona lime-Oasis-kúlur
og svo skreytingar gerðar í glervasa. Þarna sjáið þið líka fiðrildakúluna sem í dag hangir í ljósinu inni hjá dömunni minni. Svona nýtir maður stöffið sitt í gegnum árin…
…ekki gleyma að gera skreytingarnar allan hringinn, þannig að aftan á séð sé líka eitthvað að skoða…
…litlir glerkertastjakar frá Broste…
…og hey, þarna er borðið mitt, sem í dag er hvítt…
…bleikt efni notað í stað dúkar og löber notaður til þess að brjóta upp borðið…
…mmmmm, langar í kökur…
….ooooh blóm eru svo falleg!
Eruð þið að fá einhverjar hugmyndir?
Einhverjar að skoða?
Kannski smella like á ef þið eruð hérna 
Fallegar skreytingar! Er nú ekki að fara að ferma á næstunni en nýt þess engu að síður að horfa á þær
Kv. Guðbjörg
vá en gaman að sjá mismunandi skreytt borð hjá þér
Er að fíla blóm í pokum
Sniðugt ef mann vantar blómavasa. Jafnvel hægt að nota bara bréfpoka…svona brúna eða hvíta. Ódýrt og dásamleg lausn. Tala nú ekki um ef maður á kannski stimpla eða flotta límmiða. eða prenta fallegar myndir og líma á… ok nú er ég komin á flug bara og hugsa “upphátt” 
Takk fyrir að koma hugmyndafluginu af stað hjá mér!
Takk fyrir að deila með okkur – frábærar hugmyndir! Er að fara ferma þar næstu helgi.. Er aðallega að passa mig að hafa ekki bara einn lit á móti hvítum.. Þá getur þetta orðið svo einsleitt! Skemmtilegra að blanda saman litum og hafa þetta líflegt
Ég er ekki að fara ferma fyrr en eftir 10 ár en vá hvað mér finnst gaman að skoða þessar hugmyndir
En ertu búin að sjá þetta : http://thebabyonboard.com/2012/03/07/pottery-barn-kids-2/
Kv. Sara Björk