Ferming 2007…

…fyrir hana systurdóttur mína og haldin í heimahúsi.
Litaþema orange og lime.
Blóm = túlípanar
…notaði mikið af silfurlituðum vír sem að ég krumpaði saman, setti síðan limegrænan borðan samanvið og lagði yfir borðin…

…setti líka sifurvírflækjur ofan í vasana, ásamt litlum fiðrildum…

…á matarborðinu var ég með stóra vasann minn (meira en meters háann) og ég setti vírflækjuna ofan í hann og lét hana koma uppúr of teygði þannig skreytinguna yfir borðið…

…lítil fiðrildi á borðum…

…grófa mosagrindverkið mitt ofan á skáp ásamt blómu, tilvalinn staður fyrir pakkana…
…myndir úr fermingarmyndatökunni…

…á horninu sést í gestabókina sem var skreytt á síðustu stundu, með smá orange efni eins og er á borðunum ásamt lime borðanum, einföld lausn…

….háa skreytingin kallaðist alveg óvart skemmtilega á við kransakökuhornið…

…tíkin Ronja var að sjálfsögðu skreytt í stíl…

…kökur og meððí 🙂

…hrískransakaka, skreytt með fiðrildum…

…og nei sko, litla daman mín fædd og komin á kreik, rétt rúmlega 1árs!

Fílið þið háu risaskreytinguna?
Óvenjuleg en svoldið skemmtileg 🙂

2 comments for “Ferming 2007…

  1. Anonymous
    08.03.2012 at 08:59

    Mér finnst þetta allt alveg æðislega fallegt og háa skreytingin mjög skemmtileg eins og allt sem þú gerir Soffía.
    Kveðja
    Vallý

  2. Anonymous
    08.03.2012 at 09:19

    Mikið eru þetta allt flottar fermingaskreytingar hjá þér, mig hlakkar til þegar þú byrjar á brúðkaupunum.

    kv. María

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *