Skreytingar í nærmynd…

…stundum er nú indælt að geta skreytt fallega í hringum sig, með afgöngum úr fermingarveislum.  Miklu minna fitandi en kökuafgangarnir…
…þetta er sem sé “grindverk” úr mjúkum vír, því er snúið og beygt þannig að það líti út eins og þú vilt hafa það.  Í þessu tilfelli var endunum stungið ofan í sitt hvorn vasann, dökkur sandur sett í botninn til þess að þyngja skreytinguna, snjónrænt séð…
…lítil glös fest á vírinn og litlum blómum stungið ofan í…

…kertastjakar settir sitt hvoru megin við sem gefur skemmtilega vídd í þetta…

…sama system notað í tvo litla vasa…

…hvít blóm eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér – elska þau…

…rósaknúppar skornir alveg af stilkum og látnir detta ofan í vatnið, ásamt litlum perlum…

…og hér sést grindverkið vel 🙂
Hvað segið þið?  Ánægðar með fermingarvikuna?
Getið þið nýtt ykkur hugmyndir?
Margar hugmyndir gætu alveg eins gengið í brúðarskreytingar!
Gaman væri að heyra hvernig ykkur líkar 🙂

Góða helgi krúttin mín!

3 comments for “Skreytingar í nærmynd…

  1. Anonymous
    09.03.2012 at 13:37

    rosalega flottir póstar – hefði svo þurft að sjá þetta í fyrra áður en ég fermdi 😉 en þar sem næsta ferming er ekki fyrr en eftir 10 ár þá bíð ég spennt eftir brúðkaupsþemanu og vita hvort maður getur ekki nýtt sér eitthvað þaðan 😉
    kv.
    Halla

  2. Anonymous
    10.03.2012 at 17:51

    Gaman að sjá! Mjög flott hvernig þú tengir skreytingarnar saman og blómin í litlu glösunum.

    Kv. Gulla

  3. Anonymous
    14.03.2012 at 12:47

    Þú ert alveg ótrúlega hugmyndarík. Morgunblaðið hefði betur haft samband við þig varðandi fermingaskreytingar í fermingarblaðið.
    kv. Vilborg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *