Stjarnan mín…

…og stjarnan mín, og stjarnan mín og stjarnan mín 🙂

Þær voru nefnilega svooooo margar sem fluttu hingað inn að lokum.

Byrjaði smátt og svo smám saman vatt þetta upp á sig!

35-2014-12-04-170014

Fyrst fékk ég mér eina staka stjörnu sem ég ætlaði að hengja á pakka.  Þegar heim var komið tók ég hana úr pakkanum og setti í ljósakrónuna, og þegar hún var komin þangað – þá tók ég andköf og sæluhrollur hríslaðist niður bakið á mér.

Já synd að segja að ég sé ekki dramatísk þegar ég jólaskreyti…

07-2014-12-08-100544

…því lítið annað í boði en að skottast í Rúmfó-inn “minn” á Korputorgi, og sækja mér störnufans.
Til þess að segja það á góðri íslensku: Æ lofit ♥️

01-2014-12-08-095157

…fyrst fóru allar fallegu coryllus-greinarnar upp á ömmustöngina (sjá hér) og svo nokkur falleg snjókorn (líka úr Rúmfó) og svo stjörnurnar dásamlegu…

02-2014-12-08-095217

…ég ætlaði að setja seríu með hvítum ljósum í greinarnar líka, en þegar þetta var komið saman þá fannst mér þetta bara of fallegt til þess að bæta á…

03-2014-12-08-095230

…finnst eitthvað svo yndislegt að sjá samspil ljós og skugga!

04-2014-12-08-095429

Líka af því að stjörnurnar sjást í raun ekki fyrr en nær dregur, þannig að þetta verður ekki yfirþyrmandi…

05-2014-12-08-095538

…sko, sjáið bara!

06-2014-12-08-095632

…stjörnurnar eru líka svo afskaplega fínar, mattar og úr keramik, en snjókornin eru leikandi létt og með örlitlu glimmer…

09-2014-12-08-100854

…þær komu í tveimur stærðum, 14cm og 16cm…

10-2014-12-08-100903

…og kristallarnir sem þarna sjást, þeir koma bara úr ljósakrónunni – en ég minnkaði aðeins á henni…

11-2014-12-08-100920

…í það minnsta er ég það kát með þetta, að ég er farin að hugsa um  að mig langar ekki til þess að taka þetta niður eftir jól 🙂
Talandi um að búa sér til vandamálin…

12-2014-12-08-100925

…og þannig er eldhúsið þessi jólin…

13-2014-12-08-101009

…stjörnugluggar…

14-2014-12-08-102215

…og það sem best er, jólasnjórinn fyrir utan gluggann – sem gerir allt extra jóló…

15-2014-12-08-102228

…í glerkrúsunum eru jólakúlur og smávegis snjór í botninum, svona til þess að hafa með…

08-2014-12-08-100740

…ekki í öllum, það er enn nammi í þessari – hohoho…

16-2014-12-08-102234

♥️

17-2014-12-08-111221
…þið sjáið kannski stjörnurnar betur í dagsbirtunni…

21-2014-12-08-111306

…þannig að ég leyfi þeim myndum að fylgja með líka…

22-2014-12-08-111311

…ef þið ætlið að finna þær í Rúmfó, þá er eins gott að benda á að þær koma í svona hvítum kössum 🙂

26-2014-12-05-133155
…í ljósið setti ég líka gervigrenigreinar, þær sömu og í fyrra…

31-2014-12-05-184933

…og hengdi upp dásemdarkönglakúlurnar, sem ég fékk í fyrra – líka í Rúmfó…

32-2014-12-05-184945

…og tvær stjörnur, svona til þess að tengja þetta saman…

33-2014-12-05-184955

…þær eru svo mattar og það vegur upp á móti blinginu í hinum kúlunum, sem ég fíla vel…

34-2014-12-04-170009

…þannig var þessi stjörnufans póstur.  Það sem meira er, enn fleiri stjörnur eru að bætast við.  Því er ekki hægt að neita að stjörnur eru alveg “æðið” mitt þessi jólin.

Hvað eruð þið að kaupa mest af?
Stjörnur? Kúlur? Hreindýr?

*knúsar*

30-2014-12-05-184903

7 comments for “Stjarnan mín…

  1. Margrét Helga
    09.12.2014 at 08:09

    Hvers eiga hreindýrin að gjalda?? 😉 En vá…þetta er rosalega fallegt. Alveg spurning hvort ég “verði” ekki að kíkja í Rúmfó í bæjarferðinni minni á morgun :p Þarf a.m.k. alvarlega að pæla í því 😉

  2. Kolbrún
    09.12.2014 at 08:10

    Dásamlegar stjörnur henta vel fyrir stjörnukonu eins og þig.Gaman að safna svona mörgum gerðum saman.

  3. Berglind
    09.12.2014 at 12:45

    Dásamlega fallegt eins og allt annað sem hugur þinn og hendur skapa 🙂

  4. María
    09.12.2014 at 12:53

    Þessar stjörnur eru alveg fullkomnar og þeim er fundinn mjög góður staður hjá þér.

  5. Þorbjörg K
    09.12.2014 at 21:06

    Glimrandi fallegt eins og alltaf hjá þér sumir safna stjörnum og aðrir eitthverju öðru ég er ekki mikill safnari en finnst snjókorn í gluggum ofsalega skemmtileg og fín
    kv.
    Þorbjörg

  6. Sigga Helga
    10.12.2014 at 08:23

    Alveg hreint út sagt DÁSEMD 😉

  7. Berglind Á
    10.12.2014 at 09:53

    Dásamlegt! Það er alltaf innblástur að koma við á þessu frábæra bloggi.. er alveg næstum búin að tilkynna sumarfrí og fara heim að dunda mér við að skreyta, breyta og bæta! 😉
    knús í hús

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *