Sumar myndirnar hafa birst áður en engu að síður þá ættum við að geta notið þeirra aftur.
Ég sé að ég á ekki eins mikið af myndum af skreytingum úr brúðkaupum eins og úr fermingum,
en engu að síður þá get ég týnt saman sitthvað handa ykkur!
Aahhhhh, sumar, blóm, ást og rómantík – ekki veitir af í svona veðri.
Ég sé að ég á ekki eins mikið af myndum af skreytingum úr brúðkaupum eins og úr fermingum,
en engu að síður þá get ég týnt saman sitthvað handa ykkur!
Aahhhhh, sumar, blóm, ást og rómantík – ekki veitir af í svona veðri.
Myndir úr brúðkaupi kærrar vinkonu minnar, ég sá um vöndinn,
barmblómin og skreytingarnar – ásamt myndatökunni.
En ég sá ekki um að gifta þau 😉
En ég sá ekki um að gifta þau 😉
Þessi yndislega brúðarmær var með lítinn vönd, og ef þið takið eftir borðunum litlu sem að koma upp úr vendinum, þá voru hringarnir festir þarna – sem sé í stað þess að vera með hringapúða þá notaði ég vöndinn sem “púðann”!
Ég á alveg hrikalega mikið af flottum myndum frá þessu brúðkaupi en elsku besta vinkona mín, hún (“,), er pínulítiðmikið myndafælin og þorir varla að láta birta neinar myndir (hún var alveg á því að ég ætti að “blörra” yfir andlitin. Þess vegna sést ekki framan í brúðhjónin fallegu á þessum myndum!
Ef ykkur langar að sjá meir þá er bara að bauna hvatningarorðum í kommentum, ég veit hún les og skoðar þannig að henni snýst þá vonandi hugur 🙂 (engin pressa)!!
Flottar myndir. Þegar brúðkaupsþemanu líkur kemur þá ekki páskaþema? Viss um að margir/margar hafa mikinn áhuga á því 🙂
Rosalega fallegar myndir og brúðarvöndurinn æði! Snilldarhugmynd að vera ekki með þennan týpíska hringapúða.
Kv.Hjördís
það er alltaf jafn gaman að skoða myndir úr brúðkaupum, vil endilega sjá fleiri. mér hefur alltaf fundist brúðir vera eitt það fallegasta sem maður sér, það skín af þeim hamingjan á degi sem þessum.
hlakka til að sjá fleiri í þessum þráð þar sem það verður styttra í brúðkaup en fermingu 😉
Flottar myndir, hamingjan skín alveg af þessum brúðarhjónum 🙂 Hlakka til að sjá fleiri brúðkaups-pósta frá þér, svo gaman að fá innblástur.
kv,
Guðbjörg
Hlakka til að sjá fleiri myndir … gaman að fá hugmyndir og er ég búin að linka síðunni á nokkrar vinkonur sem eru að gifta sig 🙂
kv. Sara Björk