Stjakar – DIY…

…en samt ekki!

Þetta er ekkert DIY – þetta er aðallega bara að finna rétta hlutinn, nota kalkmálninguna hennar Mörtu Stewart (fæst í Föndru) og svo mála létt.  Flóknara er það ekki 🙂

En engu síður þá langar mig að sýna ykkur stjakana…

02-2014-11-30-010252

…sjáið til – það var einn góðann veðurdag að ég var að rölta í hinum Góða Hirði þegar að ég sá konu á rölti með þessa stjaka í fanginu.  Ég stundi með sjálfri mér og þuldi upp smá svona $#%#$%#& – svipað og Kolbeinn Kafteinn á góðri blaðsíðu í Tinnabók.  Síðan gerði ég það sem er svo “skemmtilegt”, ég gerðist eltihrellirinn í Hirðinum.

Stökk á bak við hillu og fylgdi konu greyjinu eftir, með augunum aðallega, og kannaði hvort að hún væri alveg viss!

Því þú veist, maður verður að vera viss!

En hún hélt sem fastast í stjakana.  Ég gafst því upp og rölti til baka í húsgögnin, svona til þess að kanna hvort að ég væri að missa af einhverju stórkostlegu – sem væri hvort eð er ekki séns fyrir mig að koma fyrir 🙂  Fór svo aftur í smávöruna á leiðinni minni út og hverjir stóðu í hillunni og störðu á mig – stjakarnir tveir.  Húrra!!  Það borgaði sig að vera eltihrellir, sem gafst upp, og fann stjakana bara fyrir tilviljun.

03-2014-11-30-010302

…ég sá fljótt þegar heim var komið að ástæðan fyrir að konan hefur sleppt þeim er sú að þeir voru svaðillega skakkir.  En ég bara tók þá í smá með-í-ferð, svona til þess að koma þeim á beinu brautina.  Það kom í ljós að þetta var part af prógrammet, og Fru Stella varð hin sælasta…

04-2014-11-30-010307

…ég beitti sömu málningu og á aðventuljósið (sjá hér)

10818641_10204669629913990_1826972868_n

…og svo var sem sé bara málað létt.  Þá er ekki haft of mikið í penslinum og ekkert verið að þekja neitt…

05-2014-11-30-010821

…hérna sjáið þið þá hlið við hlið.  Annar ómálaður og hinn málaður.  Í baksýn má síðan dáðst að bráðfallegri passamynd af systur minni, en hún kom í heimsókn um daginn og skildi eftir passamyndir hér og þar um allt hús – gaman að því!  Svo er líka fína rauða naglalakkið mitt, en það er líka önnur saga…

06-2014-11-30-010831

…og þegar búið var að mála og setja þá fram – þá urðu þeir svo svakalega bjútífúl og dásamlegir að ég sá það að það var vel þess virði að elta konuna í Góða fyrir þetta – húrra fyrir eltihrellum!

07-2014-11-30-151809

…dææææææs – fegurd.is…

08-2014-11-30-151813

…og hér sjáið þið betur hvernig málningin þekur ekki allt saman.  Þannig kom líka miklu betri vídd í stjakana…

09-2014-11-30-151815

…stjakarnir eru búnir að færast staðanna á milli síðan þá – og ég þarf að sýna ykkur eldhúsgluggann, sem ég var að klára að skreyta, sem og eldhúsborðið!

Þar til – vona að þið hafið átt góða helgi  

01-2014-12-05-135532

6 comments for “Stjakar – DIY…

  1. Þuríður
    08.12.2014 at 08:21

    Virkilega fallegir stjakar, eins voru þeir virkilega fallegir gullitaðir, en segðu mér hvernig voru þeir skakkir (sést ekki á myndunum) og hvernig réttir þú þá af ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      08.12.2014 at 08:28

      Lappirnar voru skakkar og skældar, það er svona “linnt” í þeim þannig að ég notaði bara töng og ýtti þeim til – þar til þeir voru orðnir beinir.

  2. Margrét Helga
    08.12.2014 at 08:32

    Hehe, sé þig fyrir mér með dagblað fyrir andlitinu (dagblaðið með tveimur götum fyrir augun) eða stóra pottaplöntu að elta grey konuna! 😉 En stjakarnir eru hrikalega flottir og ég er alveg að sjá þörfina á að kaupa mér kalkmálningu :p

  3. Þorbjörg K
    08.12.2014 at 21:21

    æðislegt ég á nefnilega 2 silfur? sem eru nær svartir og ég get ekki pússað þá. Amma mín gaf pabba mínum þá og ég hef alltaf pússað þá fyrir jólin og notað, en í fyrra notaði ég trykkið með álpappír og matarsóta 🙁 og nú eru þeir inni i skáp ég held ég bara máli þá. Heldur þú að ég þurfi að grunna þá ?
    Kveðja

    • Soffia - Skreytum Hús...
      09.12.2014 at 08:14

      Hmmmm….það er samt spurning hvort að það sé ekki kolólöglegt að mála silfur, svona ef þetta er eitthvað alvöru???

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *