…fékk fyrirspurn um að aðstoða við að breyta strákaherbergi, en ungi herramaðurinn fermdist í fyrra og er náttúrulega orðinn fullorðinn og þurfti því smá herbergis oppdeit. Þar að auki þá er gaurinn með stíl fram í fingurgóma í klæðaburði og herbergið bara endurspeglaði ekki persónuleika hans 
Móðirin sendi mér myndir af herberginu og málin og hér koma myndirnar:
…eftir þetta fór boltinn að rúlla og operation fjarstýring fór í gang. Ég sendi henni það sem að ég myndi sjálf kaupa inn og hvernig ég myndi mála/raða/breyta/bæta og svo sá hún um að gera það sem gera þurfti (enda hetja og kvenskörungar mikill).
Hér koma því upplýsingarnar sem ég sendi henni:
Moodboard fyrir herbergið, sent bæði með því hugarfari að veggirnir gætu verið gráir eða í mínum brúgrá….
…innkaupalisti úr Ikea…
…teikning af herberginu og pælingarnar:
Á vegginn sem er á vinstri hönd þegar komið er inn er 1m breiður Pax fataskápur sem er með svona glerhurðum (sést ekki í gegnum) og silfurköntum. Rúmið stendur við vegginn og fyrir ofan það hangir New York myndin, ef gaurinn fílar hana. Síðan við vegginn sem er á hægri hönd þegar komið er inn, er litla svarbrúna hillan og síðan glansandi hvítt skrifborðið – svona til að brjóta aðeins upp dökku litina.
…og svo hið klassíska eftir, en mér fannst þetta takast mjög vel til 
…hvíta borðið er mjög passlega stórt þarna inn, tekur ekki of mikið pláss…
…hillan er lítil og nett, en dugar vel undir þá hluti sem herrann vill geyma.
Lampinn er æði!
…hér er herramaður sem notar hatta og þverslaufur – við erum að tala um mann með stíl!
…loftljósið er geggjað – en móðirin var svo inspíruð af þessu öllu að hún valdi það sko alveg ein og sjálf, snillinn 
…herramaðurinn valdi líka sjálfur heimskortið á vegginn og það kemur mjög vel út…
…gaman að blanda saman ólíkum mynstrum (sængurver, púði og gardýna) en sem ná samt að harmónera vel saman…
…nú og hér er hundurinn sem að ég mælti með að þau fengu sér í stíl við púðann því að það vantaði meira svart og hvítt í herbergið
hohoho
…yfir skrifborðið á síðan að koma svört Ribba-hilla frá Ikea, 2 stk og í þær ljósmyndir…
…bara kósý!
Svo hlið við hlið, fyrir og eftir…
Rosa munur á hvað skápurinn passar mikið betur, hann er hærri og með því að snúa honum að veggnum þá nýtist allt pláss betur og meira gólfpláss myndast…
Er ekki allir sammála að þetta hafi tekist vel?
Fjarstýringin er sko alveg að blíva 
Mjög flott hjá þér
Kveðja,
Kristín Anna
Mjög flott herbergi, fallegur litur á veggjunum og bara allt mjög flott
kv
Svala I
Rosalega flott!
Kv.Hjördís
Þetta er rosalega flott hjá þér og þú ert með gott auga fyrir svona breytingum.
Kv. María
Vel gert !!!
Mjög flottm, fínt að fá hugmyndir fyrir breytingar hjá mínum ungling.
Kveðja Guðrún H.
Snilldarbreyting og ekkert smá dugleg mamma og unglingur að græja þetta
kveðja
Kristin S
Nr hvað er þessi brúni litur ?
Kemur snilldarvel út!
kv Svandís
Geggjað!
Rosalega flott, veistu hvar hún fékk loftljósið?
kv. Snjólaug
Bara flott
og til hamingju med siduna, kv Dana
Við erum rosalega ánægð með þetta allt saman. Takk Soffia þú ert snillingur. Bestu kveðjur Kolbrún húsmóðir í Kópavogi.
GLÆSILEGT!!!
Glæsilegt hjá þér. Mikil breyting.
vá æðisleg breyting, liturinn kósý
Þetta er frábært!! Fullt af flottum hugmyndum fyrir unglinginn á mínu heimili. En hvernig gerir þú moodboard? Ég meina í photoshop eða einhverju öðru?
Kv
Una
Djö…sins snillingar!
kveðja
Kristín
Æðislega flott og kósý
Hvar fenguð þið límmiðann fyrir ofan rúmið?
Kv. S
Vel heppnað. Fallegir litir og heimskortið er meiriháttar.
Kv.
Sigga Maja
Hvað tekur þú fyrir að endurhanna barnaherbergi? Er í endalausu veseni með son minn og herbergið hans og langar að gera það fínt og kósý
Takk fyrir allar saman
SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu.
Loftljósið var líka keypt í Ikea.
Moodboard er ég að gera bara í Picasa.
Kortið var keypt á tilboði hjá Hópkaup.is
Varðandi að endurhanna herbergi – sendu mér bara póst á soffiadogg@yahoo.com