Meiri fuglar…

…þetta fer að verða eins og Hitchcock-bíómynd þetta blogg!  Það eru nýjir fuglar sem að ryðjast fram á sjónarsviðið á hverjum degi 🙂
Í fyrra þá kom Ikea með þennan bjútiful Barbar fuglabakka, hann varð þvílíkt vinsæll í bloggheimum og ég held meira að segja að hann hafi selst upp í fyrra.  En þar sem að ég fer jafn oft í Ikea, og aðrir fara á salernið, þá náði ég mér að sjálfsögðu í eintak (reyndar þá er hann kominn aftur núna í ár þannig að allir af stað)…

…mér finnast líka bakkar líka æðislegir til þess að stilla upp á hlið í eldhúsi til þess að ná inn skemmtilegum litum og breyta auðveldlega til…

…fyrir afmæli dótturinnar fann ég síðan þessar sérvéttur í Ikea og þær hittu að sjálfsögðu beint í mark…
…í sömu ferð fann ég þessar Kristrig diskamottur, ferlega sætar en ég ákvað að nota þær í eitthvað allt annað en sem diskamottur…

…í hvað spyrjið þið?

…aha, svona er hægt að nýta hlutina á allt annan hátt…

…ég sem sé klippti bara fuglana út af mottunni og notaði svo jólakúluvírhengi til þess að hengja þá upp á greinarnar í stofunni…

…þetta er svoldið sniðugt sem páskaskraut og svo sé ég þetta alveg fyrir mér sem óróa í barnaherbergi…

…það er nú ekki amalegt að fá 4stk af óróum inn í barnaherbergi fyrir 395kr…

…þeir eru reyndar full margir fuglarnir á greinunum þarna (sko ég sagði ykkur að þetta er eins og Hitchcock-skerímovie) en ég vildi bara sýna ykkur þá alla í einu…

…svo væri þetta líka skemmtilegt að nota þá með servéttunum og vera með fuglaþema 🙂 

..grey þessi fékk bara gat á hausinn. :)… 

…samt pínu skemmtilegt og eins og ég segji, þá sé ég þetta alveg fyrir mér á lítilli grein sem órói í barnaherbergi – bara kjút!

14 comments for “Meiri fuglar…

  1. 19.03.2012 at 08:48

    En skemmtilegt! Gæti vel hugsað mér að nota þessar hugmyndir í afmælið hjá dóttur minni 🙂

  2. 19.03.2012 at 08:56

    Snillingurinn þinn! 🙂 Þetta mætti td. líka gera við Bósa Ljósár, barbapabba eða hvað sem er annað fyrir afmæli strákanna! knús!

  3. Anonymous
    19.03.2012 at 08:58

    Mjög sniðug, ef ég kemst í Ikea fljótlega þá ætla ég að kaupa svona og skreyta bæði heima og í vinnunni, fyrir páskaskrautkeppnina:)

    K. María

  4. Anonymous
    19.03.2012 at 08:59

    Vá þú ert algjör snillingur! Ótrúlega sniðugt hjá þér;)

    Kv.Hjördís

  5. 19.03.2012 at 09:03

    þvílíkt hugmyndaflug hjá þér alltaf, rosalega sniðug hugmynd.

    ég er algjör bakkakerling, heillast alltaf mikið af flottum bökkum.

  6. 19.03.2012 at 10:05

    Þvílíkt bjútí sem þessi bakki er, hef ekki séð svona (vantar greinilega Ikea útibú á norðurland…;))- og hugmyndaflug þitt bara dásamlegt!

  7. Anonymous
    19.03.2012 at 15:10

    Hugmyndaflugið hjá þér kona!!! Þetta er alveg svakalega smart:-)

  8. Anonymous
    19.03.2012 at 16:55

    Ég á servéttur sem eru með blómum, ræni þessari hugmynd þinni (sem er algjör snild)og geri svona blómatré.
    Takk fyrir frábært blogg
    kv.
    Sigga Maja

  9. 19.03.2012 at 20:36

    Bara snilld….mér hefði aldrei dottið þetta í hug 😉

    kv
    Kristín V

  10. 19.03.2012 at 21:32

    bjútífúl fuglar…. páskalegir og sætir (og sumarleigir)

  11. Anonymous
    19.03.2012 at 22:06

    Vá en flott. Hvar fær maður svona króka eins og þú hengir fuglana á?

  12. 20.03.2012 at 07:58

    Þú ert náttúrulega bara dásemd ein! og bjargar okkur hinum hugmyndalausum =D

    Eitt sem ég ætlaði að spurja þig þó.. Veistu hvar það er hægt að fá svona brunavarinn pappír til þess að setja á kerti og þess háttar?

  13. Anonymous
    20.03.2012 at 12:26

    ertu að djóka hversu mikill snillingur þú ert? ég skil ekki svona gífurlegt hugmyndaflug. Þarf að komast í læri til þín við tækifæri 🙂
    kv. G.

  14. 21.03.2012 at 00:05

    Snillingurinn þinn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *