…flúið út í rigninguna…
…og svo fundum við græna lautu og myndataka hófst.
Tips nr 1 – ef þið eruð að fara að gifta ykkur, reddið ykkur regnhlíf sem ykkur er sama þó sé með á brúðarmyndum. Mér finnast þessar myndir skemmtilegar. Rigningin var hluti af deginum, en ég er ekki viss um að ég hefði orðið happy ef regnhlífin hefði verið merkt fyrirtæki eða skræpótt..
…hundurinn Raffi fékk ekki að koma inn í kirkjuna, þrátt fyrir beiðni okkar, en hann var að sjálfsögðu með á myndunum.
…þessi er uppáhalds, allir að horfa í sitthvora áttina…
Tips nr 2 – verið búin að skoða brúðarmyndir og finna pósur sem ykkur finnast flottar og langar að hafa. Eftir á að hyggja þá myndi ég vilja hafa nokkrar myndir öðruvísi og t.d. gleymdist alveg að taka mynd af mér einni og honum einum, engin mynd af brúðarkjólnum í nærmynd og svoleiðis 🙂
…svona nærmynd af hringunum og vendi sá ég t.d. á netinu og bað ljósmyndarann sérstaklega að taka…
Tips 3 – reynið að fá allar myndir, líka þær sem eru teknar á “bak við tjöldin” – þessi var t.d. tekin þegar við erum að fara á milli staða og ég er að reyna að passa upp á að kjóllinn blotni ekki of mikið. En hún er líka í uppáhaldi af einhverjum örsökum. Sama með myndina ofar sem allir horfa í sitt hvora áttina – hún var líka svona “óvænt” augnablik.
…komin á staðinn sem veislan var haldin…
…þar lentum við í hrísgrjónaregni…
…önnur uppáhalds, sjáið hvað það er hrikalega gaman hjá krökkunum 🙂
…og við vorum líka með sápukúlur, takið eftir augunum í vinstra horninu…
…þarna sjáið þið hvernig hænsnavírinn varð að lengju með blómum og öðru skauti þvert yfir sviðið. Hann var líka vafinn með bleiku efni en við vorum með svona ljósbleikan lit og lime lit saman…
..Raffinn okkar fékk ekki að koma í kirkjuna, en hann var í myndatökunnim, í veislunni og fékk honorable mention með styttu við hliðina á brúðartertunni…
…vil þó taka það fram að hundurinn er ekki – EKKI – að drekka úr staupinu, en hann lá hins vegar á sviðinu á bakvið okkur…
…vinur okkar smíðaði standa, í mismunandi hæðum og þá voru birkigreinar og lifandi blóm fest…
…eftir á að hyggja voru ekki teknar gagngerar myndir af skreytingum, en þessar myndir sýna svona úlit salarins ágætlega..
..salurinn varð afskaplega fallegur þegar hann var orðinn fullur af öllum þeim sem manni þykir vænst um…
…við vörpuðum síðan sónarmynd á stórt tjald síðar um kvöldið og tilkynntum nærveru leynigestar, ég var komin 3.mánuði á leið með dömuna okkar 🙂
…vöndurinn minn var alger dásemd, gerður af henni Betu vinkonu minni og snillingi. Ég valdi bara blómin og setti þetta svo í hennar færu hendur og treysti henni fullkomlega (ég hefði gert vöndinn hennar þannig að við bara “býttumst” á)…
…ég var ekki með kórónu en Beta bjó til hárskraut í stíl við vöndinn, ég valdi að hafa það í hliðinni á hárinu….
…hér sést það aðeins betur, annað sem að gleymdist að mynda sérstaklega –
Tips 4: myndir hárið, vöndinn, skónna, og aðra svona smáhluti – ykkur langar a rifja þetta upp síðar…
…ég átti í erfiðleikum að finna skó sem að pössuðu við litinn á kjólnum, sem var Maggie Sottero-kjóll sem ég pantaði beint af Ebay. Liturinn hét Gold, þannig að hann var svona hlýr hvítur og passaði betur við mína hvíííííííítu húð. Síðan rakst ég á þessa skó, í rétta litnum, og á þeim stóð: I (á öðrum) og do (á hinum). Ég stóðst það ekki, mér fannst fyndið að vera í I do-shoe.
…nú þar sem við vorum í sveitinni þá gistu ættingjar í bústöðum í kring, og fullt af vinum tjölduðu í Húsafelli. Því varð úr að daginn eftir brúðkaup, þegar við komum af hóteli í bústaðinn okkar, þá varð annar í brúðkaupi. Þetta var bara eins og útihátíð á stæðinu við bústaðinn – ótrúlega skemmtilegt að fá að njóta þess að vera með öllum, eta afganga og hafa gaman saman…
…og auðvitað – taka upp pakka…
…vöndurinn minn…
…kirkjan okkar í sveitinni, þegar að sólin skein daginn eftir brúðkaupið auðvitað…
…og nýgift hjón á palli bústaðar, þjóðleg með fánann úr hausnum…
…dagurinn var alveg ógleymanlegur og ferlega skemmtilegur.
Yndislegur í alla staði!
vááá en fallegar minningar og dásamlega flottar myndir 🙂
og takk fyrir tipsin 🙂
kv Jóhanna
Útimyndirnar eru alveg dásemd! Mér finnast litirnir svo flottir svona í rigningunni. Ég held þið hafið bara verið heppin að fá rigningu 🙂
Alveg einstaklega fallegar myndir (sammála þessu með rigninguna hún gefur oft fallegri liti). Ég er alveg svakalega skotin í skónum þínum I DO snild.
Kv.
Sigga Maja
Yndislegt! Bæði svo falleg og skemmtilegur dagur greinilega. Ég vildi óska þess að hafa gert tékklista fyrir brúðkaup okkar hjóna varðandi myndatöku þar sem eiginlega allt gleymdist ;( En dagurinn var samt frábær, þrátt fyrir storm í miðjum júlí 🙂
kk Guðrún Björg
hæhæ kommentaði hérna fyrir ofan en gleymdi að spurja þig..
hefuru alltaf verið svona dugleg í að breyta til heima hjá þér og skreyta svona fínt ? eins líka að föndra og spreyja gamla hluti og svona ?
ég sjálf elska bloggið þitt og finnst þú gefa svo góðar hugmyndir og ég fyllist löngun að vera svona dugleg eins og þú í þessu öllu saman og hef mjög mikin áhuga á þessu 🙂
en kem engu í verk og er eitthvað svo stressuð að byrja..
þess vegna er ég að spá hvort þú hafir alltaf verið svona mikið í þessu eða hvort þetta hafi komið bara með tímanum 🙂
kv Jóhanna sem dýrkar þetta blogg 🙂
En hvað þetta var greinilega allt dásamlega skemmtilegt! Manni langar bara gifta sig eftir að hafa skoðað þetta, takk fyrir að deila þessu 🙂
Kv. Brynja Dís