…kemur hér fyrst. Síðan fylgir í kjölfarið dömuferming, leikandi létt og ævintýraleg 🙂
Salurinn er vel stór og hátt til lofts þannig að það varð smá hausverkur að raða saman borðunum…
…við ætluðum fyrst að hafa tvö og tvö saman en ákváðum síðar aðra og óhefðbundnari uppröðun…
…þarna sést skreytihrúgan sem að ég bar inn í hús…
…við settum borðin sem sé í langar raðir, held að flest hafi verið 6 x 4ra-manna borð…
…skreytingarnar voru fremur óhefðbundnar…
…ég var t.d. ekki að setja eins skreytingar á hvert og eitt borð, heldur voru þetta skreytingar sem að áttu saman en voru alls ekki eins…
…háborðið var líka óhefðbundið, ég notaðist við dökku kertastjaka mína. Síðan var ég með gömlu töskurnar tvær, sem báðar tengjast fjölskyldu fermingarbarnsins, og notaði þær sem upphækkun (því að á öllum háborðum þarf að vera upphækkun)…
…og svona leit þetta út þegar búið var að setja fermingarkertið á borðið og kveikja á kertum..
…fermingarkertið – sérpóstur sem kemur á næstunni…
..á borðunum voru 3x tveggja hæða bakkar, 2x stórir háir glervasar, 2x ljósakörfur og síðan grúbbur sem litlum vörum ásamt kertastjökum…
…gestabókin var alveg sér project sem kemur á næstunni…
…séð yfir salinn…
…keyptum efnisstranga sem að við klipptum niður og notuðum á borðin….
…sitt lítið af hverju!
Hvernig eruð þið að fíla svona fremur grófar, og óhefðbundnar skreytingar?
Annars var ég að prufa að setja inn póstinn svona í eftirmiðdaginn, hvernig fílið þið það? Setti þetta morgunrútínuna alveg í klessu?? 🙂 Það er skoðannakönnun inni á Facebook-síðunni
mjög flott 🙂 töff að hafa svona sitt lítið af hverju – ekki of sterilt 🙂
Halla
Þetta er geggjað 😀
Hvar fékkstu E-ið og luktirnar 🙂
Elska litina líka.
Mjög flott! Gaman að fá póst seinni partinn líka. Væri fínt að fá kannski bara tvo pósta á dag 😉
Svarti litli hnötturinn sem er ofan á ferðatöskunni er geggjaður, hvar fær maður svona?
kv.
Sunna
vá þetta er virkilega flott ferming! Hvar fékkstu svörtu luktirnar, geggjaðar! 🙂
kv.eva
Þetta er geggjað!
Flottustu fermingarskreytingar sem ég hef séð 😉
Ég er sammála Sunnu, væri sko alveg til í að fá bara tvo pósta á dag! haha
Kv. Guðný
Alltaf ljúfir morgnar með Dossubloggi en auðvitað hefurðu þetta bara eins og hentar þér best sjálfri. Ferlega kúl strákaferming!
Kveðja, Svala
Ótrúlega flott og töff hjá þér! Ég kýs morgnana;)
Kv.Hjördís
Æðislegar skreytingar – sonur minn er einmitt að fermast í næsta mánuði – næli mér í hugmyndir hjá þér 🙂 Sérstaklega töff að hafa ferðatöskurnar og hnöttinn.
Bestu kveðjur,
Sif
Mjög smart!!
Luktirnar eru úr Europris, voru keyptar þar fyrir jólin sem jólagjöf handa tengdó (svo voru þær bara fengnar að láni, lúmskt 😉
E-ið er úr Tiger, það var áður bara hvítt en ég setti það ofan á skrapp-pappír og skar í kring og límdi ofan á – sjá hér: http://dossag.blogspot.com/2010/11/egar-p-var-b.html
Svarti hnötturinn, og hinir tveir litlu hnettirnir eru úr Crate and Barrel í USA.
Takk fyrir fallegu komplimentin 😉
Rosalega er þetta flott hjá þér.
Ég sé að ég er bara heppin að eiga stráka, það er hægt að skreyta svo fínt fyrir þá. (Ekki að ég gæti gert svona fínt þegar þar að kemur)
Varðandi tímasetningu póstsins þá fekk ég óvænt tvo pósta til að lesa núna í morgunsárið.
Kv. María
Mjög flott skreyting.
Með póstana þá finnst mér að þeir eigi að koma þegar þér langar að koma með þá, á meðan þeir færa þér ánægju en ekki kvöð um að vera ekki búin að setja neitt inn, er ég sáttari en ég veit ekki hvað og nýt þess til þess ýtrasta að skoða póstana 🙂
kv. ET
Geggjað flott þema. Kemur ekkert smá vel út. Þú ert og verður alltaf snilli.
Kv. Auður.
Vá hvað þetta eru flottar skreytingar!!!!
Kv. Óla
Mér finnst æði að hafa þetta svona sitt af hverju tagi, en allt í stíl 🙂 En ertu að grínast kona hvað þessar ferðatöskur eru GVÖÖÐdómlegar 🙂 Skreytingin í kringum þær eru framúrskarandi!!! 🙂 Ég elska þetta efni. Dóttir mín(16ára) keypti svona stranga í haust og saumaði töskur. Ég fékk svo að nota afganginn og sauma löbera sem fóru í nokkra jólapakka…og einn á eldhúsborðið mitt 🙂 Þetta efni kemur rosalega vel út með græna og hvíta litnum. Salurinn er líka alveg dásemd svona bjartur og stór.
morgunpóstur, eftirmiðdagsspóstur… poteitó potató 🙂 Svo lengi sem þú setur eitthvað inn :Þ
Þegar þig langar er best fyrir okkur og þig, engar kvaðir, bara gaman…flott fermingarveislu-hönnun hjá þér, gaman að sjá hvernig þú tæklaðir þennan stóra sal…bæði töff og glæsilegur…
mjög gaman að fylgjast með hjá þér…byrja alltaf á að fara inn hjá þér og fer svo hringinn…takk takk.., kv. Anna