Dömuferming…

…eins konar skógarævintýri þar sem að allt er leikandi létt og fallegt.
Samansafn af litlum og stórum vösum í stað þess að gera eina stóra skreytingu…

…lengjur með litlum blómum og skrauti vafðar utan um suma vasana…

…á borðunum eru fallegu blómin úr Skrapp og Gaman, þau eru alveg yndisleg…

…þessi nótnafiðrildi eru dásemd, nánar um þau örlítið síðar…

…sjábarahvaþauerusæt…

…fleiri litlar grúbbur, og mikið elsk á þessa grænsæbláu lótuskertastjaka… 

…notuðum hluti frá fermingarbarninu sem henni þykir vænt um, eins og t.d. engilinn litla…

…svo var ég að hugsa um að stinga litla bambanum í vasann, en hætti síðan við – enda er ég alþekkt fyrir magnaða sjálfsstjórn… 

…og dætu bíbbarnir njóta sín í greinunum…  

…stundum þarf ekki annað en að setja slaufu utan um hlutina sem til eru fyrir til þess að tengja þá inn í fermingarlitaþemað…

…móðir fermingarbarnsins er snilli og keypti oggupínuponsumöffinsform og krumpaði saman á greinarnar, þess vegna eru þær svona fallegar og blómstrandi í stíl við liti fermingarnar… 

…í þennan vasa tók ég nokkrar greinar úr garðinu og vafði þær í hring, setti ofan í vasa ásamt nellikugreinum og la voila…

…við keyptum æðislegt ljósmyndahengi í Ikea, það er glært girni sem heldur þeim saman og ég tók greinarnar (eins og ég setti utan um vasana) og klippti þær niður og festi milli rammana, kom ótrúlega vel út… 

…hvítur krans úr Blómaval, mæðgurnar voru búnar að gera fullt af pompoms og ég festi nokkra á kransinn, ásamt litlum vírkúlum úr Söstrene Grenes… 

…ótrúleg sæt kertaglös sem að mæðgurnar gerðu…

…skreytingin á matarborðið tilbúin, vasi með blómum og kertastjakar skreyttir með lifandi blómum og litlu grevigreinum… 

…litlu hvítu blómin eru sem sé lifandi nellikkugreinar, dásemd…

…skreytingar í herbergi fermingarbarnsins… 

…þetta dásamlega málverk er handverk móður fermingarbarnsins, hún er sem sé, eins of fyrr hefur komið fram, snillingur…
Blómin:
Nellikkugreinar
Gladíólur
Cherry Blossom greinar
Greinar úr garðinum 🙂

Þetta er ein af uppáhaldsfermingunum mínum, allt svona í smáatriðunum og fíníseringum!
Oi loik it alot 🙂 

8 comments for “Dömuferming…

  1. 29.03.2012 at 08:35

    Ó svo yndislega fallegt hjá þér! Þetta er svo frjálslegt og náttúrulegt þema og það býður upp á að nýta svo margt, sbr. alls konar vasa sem til eru, alls konar blóm o.s.frv. Meira að segja einn lítill bambi takk fyrir 🙂 Big like!

  2. Anonymous
    29.03.2012 at 08:46

    Krútts!!!!!!!
    Kveðja, Svala

  3. Anonymous
    29.03.2012 at 09:07

    Þetta er geggjað! Svo fínlegt og fallegt.

    Kv.Hjördís

  4. Anonymous
    29.03.2012 at 11:43

    Snilld hjá þér…langar svo að vita hvar fékkstu lótusblómakertastjakana?

    Kv, Magga

  5. 29.03.2012 at 13:19

    Ahhh takk fyrir krúttin mín! Kertastjakarnir eru úr Tiger 🙂

  6. Anonymous
    29.03.2012 at 16:09

    Hæ hæ, þetta er allt saman ótrúlega flott hjá þér, er sjálf að fara að ferma og ligg yfir blogginu þínu eins og óð kona 🙂
    kveðja, Arnrún

  7. 29.03.2012 at 22:23

    bara æðislegt

  8. 29.03.2012 at 23:10

    vá svo falleg ferming 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *