…minnir á vorið, og kransar líta pínulítið út eins og hreiður 🙂
Því ákvað ég að rölta mér út í garð og klippa nokkrar greinar. Úr þessum nokkrum greinum ákvað ég að gera mér krans á arininn okkar. Var ég nokkuð búin að segja ykkur hversu heitt ég elska arininn minn, og að skreyta hann og svæðið í kringum hann!
Þetta er afar einfalt að gera og það eina sem þarf er bara blómavír og síðan þær greinar sem þú vilt hafa í kransinum. Ég valdi nokkrar sem voru grænar og með brumi á, svona til að hafa kransinn vorlegri.
Upp fór kransinn…
…og þar sem ég átti þetta litla sæta fuglapar, sem átti sitt eigið hreiður…
…þá stakk ég þeim innan í kransinn…
…ég notaði gróft snæri til þess að hengja hann upp, tók niður spegilinn og smeygði bandlykkju utan um naglann og hengdi aftur upp spegilinn…
…síðan skreytti ég arinhilluna með grænu og gulu, eplum og sítrónum…
…í stað þess að setja kerti á stjakana þá setti ég bara gerviepli ofan á þá…
…og glerkúpullinn var sömuleiðis fylltur af góssi…
…þetta er ekkert æpandi páskar, en samt vorlegt og smá gult 🙂
Eru allir að páskaskreyta á fullu?? 🙂
Dásamlega fallegt. Maður trúir því bara alveg að vorið sé komið, vantar bara að sjá lóuna til að gera þetta fullkomið.
Kveðja, Svala
Æðislega vorlegt- stórt like!
Kv.Kolbrún
Ef þig vantaði stensil til að skreyta vegg hjá 6 ára strák hvar myndirðu leita?
Kv strákamamman
Svo vorlegt og fallegt hjá þér!
K.Hjördís
Allir að klippa greinar og gera kransa, það er bara gaman 🙂
Strákamamma, hvernig stensla ertu að spá í? Hver eru áhugasvið drengsins?
Sjóræningjar, riddarar, star wars ef hann fengi alveg að ráða, ég væri alveg til í stjörnur, tungl eldflaug eitthvað, fór í leiðangur í dag og fann ekkert, kanski bara best að búa þá til sjálfur, eða bara fara auðveldu leiðina og kaupa límmiða….
Kv fríða strákamamma