…það er svo gaman að finna fallegt jólaskraut sem maður getur útbúið sjálfur – sér í lagi ef þetta er eitthvað sem hægt er að gera með börnunum.
Ég rakst á skemmtileg jólatré sem hægt er að gera sjálf/ur fyrir lítinn tilkostnað – og hver er ekki til í það?
Þú þarft:
* Harðan pappa (t.d. af kassa frá morgunkorni)
* Límbyssu
* Kaffipoka brúna eða hvíta
* Skæri
* Límsprey (ef vill)
* Glimmer (ef vill)
* Tölur (til skreytinga, ef vill)
Leiðbeiningar:
1. Búðu til keilu úr pappaspjaldinu. Stærðinni ræður þú sjálfur. Límdu saman með líminu úr límbyssunni, og snyrtu svo neðan af keilunni svo hún standi sjálf.
2. Til þess að útbúa blúndurnar á tréð, eða pilsin, taktu kaffipokana og klipptu miðuna innan úr. Útbúðu svo pils neðan á keiluna, með því að brjóta saman þar sem þarf og þannig að vel fari.
3. Endurtaktu leikinn alveg þar til komið er efst á keiluna, þá er sniðugt að nota tölu eða eitthvað annað skraut til þess að “loka”.
4. Ef þú vilt fá meiri glimmer í líf þitt, þá er bara að spreyja yfir tréð með límspreyji og sáldra glimmer yfir allt saman.
5. Svo er bara að finna rétt staðinn og njóta 🙂
Credit: Allar myndir og hugmynd: www.popsugar.com (sjá hér)
Hey!! Missti næstum því af þessum pósti! 😉 Snilldarjólatré…væri alveg til í að prófa það við tækifæri…